Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 20:15 Íslensku strákarnir fagna í leikslok. vísir/anton Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar eru því á leið á tíunda Evrópumótið í röð en strákarnir hafa verið með á öllum Evrópumótum frá árinu 2000.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Sóknarleikurinn var slakur í tapinu fyrir Tékkum á miðvikudaginn en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Sóknin gekk smurt og þá skoraði íslenska liðið mörg mörk eftir hraðar sóknir. Guðjón Valur Sigurðsson fór þar fremstur í flokki en fyrirliðinn minnti okkur í kvöld enn og aftur á hversu einstakur leikmaður hann er. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson hóf leikinn í markinu í stað Björgvins Pál Gústavssonar og Hafnfirðingurinn átti skínandi góðan leik og varði 15 skot. Íslendingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en gekk erfiðlega að slíta ólseiga Úkraínumenn af sér. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks þýddi hins vegar að staðan í hálfleik var 18-13, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Íslensku strákarnir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 34-26. Alls komust 10 Íslendingar á blað í leiknum í kvöld. Guðjón Valur var sem áður sagði markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk líkt og Aron Pálmarsson. Auk þess dældi Aron út stoðsendingum eins og honum er einum lagið. Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir fjögur mörk og þeir tveir síðastnefndu voru auk þess öflugir í vörninni. Ísland endaði í 3. sæti riðils 4 en fer áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon, Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15.vísir/antonvísir/antonvísir/anton
Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar eru því á leið á tíunda Evrópumótið í röð en strákarnir hafa verið með á öllum Evrópumótum frá árinu 2000.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Sóknarleikurinn var slakur í tapinu fyrir Tékkum á miðvikudaginn en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Sóknin gekk smurt og þá skoraði íslenska liðið mörg mörk eftir hraðar sóknir. Guðjón Valur Sigurðsson fór þar fremstur í flokki en fyrirliðinn minnti okkur í kvöld enn og aftur á hversu einstakur leikmaður hann er. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson hóf leikinn í markinu í stað Björgvins Pál Gústavssonar og Hafnfirðingurinn átti skínandi góðan leik og varði 15 skot. Íslendingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en gekk erfiðlega að slíta ólseiga Úkraínumenn af sér. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks þýddi hins vegar að staðan í hálfleik var 18-13, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Íslensku strákarnir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 34-26. Alls komust 10 Íslendingar á blað í leiknum í kvöld. Guðjón Valur var sem áður sagði markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk líkt og Aron Pálmarsson. Auk þess dældi Aron út stoðsendingum eins og honum er einum lagið. Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir fjögur mörk og þeir tveir síðastnefndu voru auk þess öflugir í vörninni. Ísland endaði í 3. sæti riðils 4 en fer áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon, Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15.vísir/antonvísir/antonvísir/anton
EM 2018 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira