Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis 9. september 2017 20:18 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins en hún skaust úr 7-12. sæti í fjórða sætið með góðum lokaholum. Mun þetta eflaust efla sjálstraust hennar fyrir Evian-mótið um næstu helgi, síðasta stórmóts ársins á LPGA-mótaröðinni en hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt. Lexi Thompson bar sigur úr býtum í Indianapolis um helgina eftir baráttu við Lydia Ko en af efstu tíu kylfingum lék aðeins Minjee Lee sem hafnaði í 3. sæti betur en Ólafía á fimm höggum undir pari. Ekki er komið á hreint hversu mikið þessi sigur færir Ólafíu í verðlaunafé en ef miðað er við önnur mót á mótaröðinni þar sem verðlaunapotturinn var sá sami var Ólafía að tryggja sér á bilinu 80-100 þúsund dollara eða rúmlega tíu milljónir íslenskra króna. Það ætti að hjálpa henni all verulega að halda sæti sínu á LPGA-mótaröðinni en fram að þessu var hún búinn að vinna 72.090 dollara. Var hún í 106. á peningalistanum en hún ætti að lyfta sér verulega upp listann með þessu. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins en hún skaust úr 7-12. sæti í fjórða sætið með góðum lokaholum. Mun þetta eflaust efla sjálstraust hennar fyrir Evian-mótið um næstu helgi, síðasta stórmóts ársins á LPGA-mótaröðinni en hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt. Lexi Thompson bar sigur úr býtum í Indianapolis um helgina eftir baráttu við Lydia Ko en af efstu tíu kylfingum lék aðeins Minjee Lee sem hafnaði í 3. sæti betur en Ólafía á fimm höggum undir pari. Ekki er komið á hreint hversu mikið þessi sigur færir Ólafíu í verðlaunafé en ef miðað er við önnur mót á mótaröðinni þar sem verðlaunapotturinn var sá sami var Ólafía að tryggja sér á bilinu 80-100 þúsund dollara eða rúmlega tíu milljónir íslenskra króna. Það ætti að hjálpa henni all verulega að halda sæti sínu á LPGA-mótaröðinni en fram að þessu var hún búinn að vinna 72.090 dollara. Var hún í 106. á peningalistanum en hún ætti að lyfta sér verulega upp listann með þessu.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira