Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 21:30 Áki skoraði átta mörk fyrir KA. vísir/bára KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaumferð Olís-deildar karla í kvöld. Þótt ekkert væri undir í leiknum var hann hin mesta skemmtun. KA-menn leiddu nær allan tímann og sigur þeirra var sanngjarn. Staðan í hálfleik var 14-13, heimamönnum í vil. FH byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en KA náði fljótlega góðum tökum á leiknum á ný. KA breytti stöðunni úr 17-17 í 20-17 og leit ekki í baksýnisspegilinn eftir það. FH var aldrei langt undan en KA hélt vel á sínum spilum og vann á endanum þriggja marka sigur, 29-26. KA endaði í 9. sæti deildarinnar á sínu fyrsta tímabili í efstu deild síðan 2005-06. FH endaði í 4. sætinu og mætir ÍBV í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Heimir Örn Árnason lék sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld. Hann stóð fyrir sínu í vörn KA að vanda. Þá var Sverre Jakobson í hóp hjá KA og átti stutta innkomu í fyrri hálfleik.Af hverju vann KA? Þótt ekkert væri undir voru KA-menn tilbúnir í leikinn og gott betur. Stemmningin í KA-heimilinu var líka frábær. Fyrir utan nokkurra mínútna kafla seint í fyrri hálfleik var sóknarleikur KA góður og margar sóknir þeirra voru frábærlega útfærðar. KA-vörnin var lengst af góð og Jovan Kukobat tók rispur í markinu. Á meðan var markvarslan hjá FH engin. Ásbjörn Friðriksson hélt FH á floti lengst af en var hvíldur stóran hluta seinni hálfleiks og þá lentu Hafnfirðingar í vandræðum.Hverjir stóðu upp úr? Áki Egilsnes og Dagur Gautason fóru fyrir KA-liðinu í markaskorun. Þeir skoruðu báðir átta mörk. Jón Heiðar Sigurðsson stýrði sóknarleiknum einkar vel og Daníel Matthíasson var frábær í vörninni. Ásbjörn var allt í öllu hjá FH og skoraði níu mörk, þar af átta í fyrri hálfleik. Hann endaði sem markakóngur deildarinnar. Ágúst Birgisson skoraði fimm mörk úr fimm skotum á línunni.Hvað gekk illa? Markverðir FH gátu lítið í kvöld en saman vörðu þeir aðeins átta skot. Á meðan var Kukubat traustur í rammanum hjá KA. Lítið kom út úr hægri vængnum hjá FH. Einar Rafn Eiðsson átti misjafnan leik og Leonharð Þorgeir Harðarson fór illa með færin sín í horninu.Hvað gerist næst? KA-menn eru komnir í sumarfrí, gulir og glaðir eftir sigur kvöldsins. Tímabilinu er hins vegar langt frá því að vera lokið hjá FH. Eftir landsleikjahléið tekur úrslitakeppnin við hjá Fimleikafélaginu. Fyrstu andstæðingar þess þar eru Íslandsmeistarar ÍBV. Þessi lið mættust í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili.vísir/báraKveðjuleikur Heimis og Sverre: Hefði viljað skora Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum. Sverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“Stefán: Erum bara rétt að byrja „Við mættum FH-ingunum af krafti og spiluðum vel. Þessi leikur skipti okkur máli. Það er gríðarlega gott að enda tímabilið með sigri,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA, eftir sigurinn á FH. KA-menn höfðu ekki að neinu að keppa en lögðu sig þó alla fram í leiknum og unnu sanngjarnan sigur. „Spilamennskan var frábær og andinn í liðinu góður. Við fundum frábærar lausnir við vörninni þeirra. Það var góður andi í liðinu, góður andi í húsinu og þetta var flottur lokaleikur,“ sagði Stefán. Þetta var ekki bara lokaleikur KA á tímabilinu heldur lokaleikur Heimis Arnar Árnasonar á ferlinum. „Það hafa verið forréttindi að þjálfa Heimi og þjálfa með honum. Okkar samstarf hefur verið frábært,“ sagði Stefán. „Þetta er ótrúlegur leikmaður og einn af bestu varnarmönnum deildarinnar. Ég skil ekki af hverju hann hefur ekki fengið meiri umfjöllun fyrir frammistöðu sína í vetur.“ KA hélt sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild síðan 2005-06. Það var aðalmarkmiðið þegar keppni í Olís-deildinni hófst síðasta haust. „Við ætluðum að festa okkur í sessi í deildinni og sýna öllum að KA ætti heima í deild þeirra bestu. Við sýndum það í nánast öllum leikjunum í vetur,“ sagði Stefán. „Við höfum unnið gríðarlega góða vinnu á undanförnum tveimur árum en erum bara rétt að byrja. Þetta er ágætt en við stefnum hærra. Við sjáum meira en þetta en það mun taka okkur 3-4 ár að komast þangað sem við viljum fara.“Halldór: Ekki næg innistæða fyrir sigri Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sagði frammistöðu sinna manna ekki hafa verið nógu góða. „Við nálguðumst þennan leik eins og alla aðra. Undirbúningurinn var sá sami. Við ætluðum að vinna en mér fannst ekki næg innistæða fyrir því. KA voru betri en við,“ sagði Halldór eftir leik. „Þeir leiddu nánast allan leikinn. Við náðum frumkvæðinu um tíma en köstuðu því aftur frá okkur. Það var margt sem við gátum gert betur. Við mættum of værukærir til leiks.“ Það er nóg eftir hjá FH en eftir landsleikjahléið tekur úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn við. Í 1. umferð hennar mætir FH ÍBV. „Við erum með leikmenn í landsliðsverkefnum og tveir sem eru á leið í sprautu. Við þurfum að ná öllum heilum. Svo byrjar undirbúningurinn fyrir einvígið við ÍBV,“ sagði Halldór. „Í úrslitakeppninni geta leikirnir verið alls konar og heimavöllurinn skiptir miklu máli. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir leikina úti í Eyjum.“ Olís-deild karla
KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaumferð Olís-deildar karla í kvöld. Þótt ekkert væri undir í leiknum var hann hin mesta skemmtun. KA-menn leiddu nær allan tímann og sigur þeirra var sanngjarn. Staðan í hálfleik var 14-13, heimamönnum í vil. FH byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en KA náði fljótlega góðum tökum á leiknum á ný. KA breytti stöðunni úr 17-17 í 20-17 og leit ekki í baksýnisspegilinn eftir það. FH var aldrei langt undan en KA hélt vel á sínum spilum og vann á endanum þriggja marka sigur, 29-26. KA endaði í 9. sæti deildarinnar á sínu fyrsta tímabili í efstu deild síðan 2005-06. FH endaði í 4. sætinu og mætir ÍBV í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Heimir Örn Árnason lék sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld. Hann stóð fyrir sínu í vörn KA að vanda. Þá var Sverre Jakobson í hóp hjá KA og átti stutta innkomu í fyrri hálfleik.Af hverju vann KA? Þótt ekkert væri undir voru KA-menn tilbúnir í leikinn og gott betur. Stemmningin í KA-heimilinu var líka frábær. Fyrir utan nokkurra mínútna kafla seint í fyrri hálfleik var sóknarleikur KA góður og margar sóknir þeirra voru frábærlega útfærðar. KA-vörnin var lengst af góð og Jovan Kukobat tók rispur í markinu. Á meðan var markvarslan hjá FH engin. Ásbjörn Friðriksson hélt FH á floti lengst af en var hvíldur stóran hluta seinni hálfleiks og þá lentu Hafnfirðingar í vandræðum.Hverjir stóðu upp úr? Áki Egilsnes og Dagur Gautason fóru fyrir KA-liðinu í markaskorun. Þeir skoruðu báðir átta mörk. Jón Heiðar Sigurðsson stýrði sóknarleiknum einkar vel og Daníel Matthíasson var frábær í vörninni. Ásbjörn var allt í öllu hjá FH og skoraði níu mörk, þar af átta í fyrri hálfleik. Hann endaði sem markakóngur deildarinnar. Ágúst Birgisson skoraði fimm mörk úr fimm skotum á línunni.Hvað gekk illa? Markverðir FH gátu lítið í kvöld en saman vörðu þeir aðeins átta skot. Á meðan var Kukubat traustur í rammanum hjá KA. Lítið kom út úr hægri vængnum hjá FH. Einar Rafn Eiðsson átti misjafnan leik og Leonharð Þorgeir Harðarson fór illa með færin sín í horninu.Hvað gerist næst? KA-menn eru komnir í sumarfrí, gulir og glaðir eftir sigur kvöldsins. Tímabilinu er hins vegar langt frá því að vera lokið hjá FH. Eftir landsleikjahléið tekur úrslitakeppnin við hjá Fimleikafélaginu. Fyrstu andstæðingar þess þar eru Íslandsmeistarar ÍBV. Þessi lið mættust í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili.vísir/báraKveðjuleikur Heimis og Sverre: Hefði viljað skora Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum. Sverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“Stefán: Erum bara rétt að byrja „Við mættum FH-ingunum af krafti og spiluðum vel. Þessi leikur skipti okkur máli. Það er gríðarlega gott að enda tímabilið með sigri,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA, eftir sigurinn á FH. KA-menn höfðu ekki að neinu að keppa en lögðu sig þó alla fram í leiknum og unnu sanngjarnan sigur. „Spilamennskan var frábær og andinn í liðinu góður. Við fundum frábærar lausnir við vörninni þeirra. Það var góður andi í liðinu, góður andi í húsinu og þetta var flottur lokaleikur,“ sagði Stefán. Þetta var ekki bara lokaleikur KA á tímabilinu heldur lokaleikur Heimis Arnar Árnasonar á ferlinum. „Það hafa verið forréttindi að þjálfa Heimi og þjálfa með honum. Okkar samstarf hefur verið frábært,“ sagði Stefán. „Þetta er ótrúlegur leikmaður og einn af bestu varnarmönnum deildarinnar. Ég skil ekki af hverju hann hefur ekki fengið meiri umfjöllun fyrir frammistöðu sína í vetur.“ KA hélt sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild síðan 2005-06. Það var aðalmarkmiðið þegar keppni í Olís-deildinni hófst síðasta haust. „Við ætluðum að festa okkur í sessi í deildinni og sýna öllum að KA ætti heima í deild þeirra bestu. Við sýndum það í nánast öllum leikjunum í vetur,“ sagði Stefán. „Við höfum unnið gríðarlega góða vinnu á undanförnum tveimur árum en erum bara rétt að byrja. Þetta er ágætt en við stefnum hærra. Við sjáum meira en þetta en það mun taka okkur 3-4 ár að komast þangað sem við viljum fara.“Halldór: Ekki næg innistæða fyrir sigri Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sagði frammistöðu sinna manna ekki hafa verið nógu góða. „Við nálguðumst þennan leik eins og alla aðra. Undirbúningurinn var sá sami. Við ætluðum að vinna en mér fannst ekki næg innistæða fyrir því. KA voru betri en við,“ sagði Halldór eftir leik. „Þeir leiddu nánast allan leikinn. Við náðum frumkvæðinu um tíma en köstuðu því aftur frá okkur. Það var margt sem við gátum gert betur. Við mættum of værukærir til leiks.“ Það er nóg eftir hjá FH en eftir landsleikjahléið tekur úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn við. Í 1. umferð hennar mætir FH ÍBV. „Við erum með leikmenn í landsliðsverkefnum og tveir sem eru á leið í sprautu. Við þurfum að ná öllum heilum. Svo byrjar undirbúningurinn fyrir einvígið við ÍBV,“ sagði Halldór. „Í úrslitakeppninni geta leikirnir verið alls konar og heimavöllurinn skiptir miklu máli. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir leikina úti í Eyjum.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti