Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-27 | Haukar komnir yfir eftir öruggan sigur á Ásvöllum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 5. maí 2019 18:00 Daníel skoraði níu mörk fyrir Hauka í dag. vísir/daníel þór Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í undanúrslita einvíginu, 32-27. Daníel Þór Ingason slökkti á Eyjamönnum með stórleik á Ásvöllum en sigur Haukanna var aldrei í hættu. Það var hátt tempó í upphafi leiks og mikið skorað, staðan var 6-6 eftir 10 mínútur. Næstu tíu mínútur voru heldur rólegri og skoruðu liðin aðeins tvö mörk hvort um sig og staðan 8-8. Heimamenn tóku völdin á vellinum á lokakaflanum og náðu fjögurra marka forystu og leiddu þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 17-13. Það var undir ÍBV komið hvernig þeir myndu mæta út í síðari hálfleikinn, þeir mættu hins vegar ekki tilbúnir til leiks og Haukar voru komnir með sex marka forystu áður langt var liðið, 20-14. Eftir það var leikurinn í höndum heimamanna sem misstu forystuna aldrei frá sér. Grétar Ari Guðjónsson var stærsta ástæðan fyrir því hversu vel gekk hjá Haukum í dag en hann varði 22 bolta og tók allt sjálfstraust úr leikmönnum ÍBV. Þegar mest lét voru átta mörk á milli liðanna, 28-20. Þá voru 10 mínútur til leiksloka, gestirnir frá Eyjum náðu inn smá áhlaupi undir lokin og minnkuðu leikinn niður í fjógur mörk, 30-26, en tíminn var of naumur. Haukarnir unnu öruggann sigur að lokum, 32-27, og leiða nú einvígið 2-1. Af hverju unnu Haukar? Þeir voru betri á öllum vígstöðvum. Sóknarlega geggjaðir með Daníel Þór og Tjörva í fararbroddi, varnarlega voru þeir þéttir og markvarslan var algjörlega yfirburðar hjá Grétari Ara.Hverjir stóðu upp úr?Daníel Þór Ingason átti frábæran leik í dag, hann skoraði 9 mörk og var ógnasterkur í vörninni. Ásamt honum þá var Tjörvi Þorgeirsson sterkur, hann skoraði 6 mörk og var með 8 sköpuð færi, hann var allt í öllu í sóknarleik Hauka. Grétar Ari Guðjónsson var þó maður leiksins með rétt tæplega 50% markvörslu eða 22 bolta varða. Dagur Arnarsson var lang besti leikmaður ÍBV í dag, hann stjórnaði sóknarleiknum og var maðurinn sem reyndi allt hvað hann gat í 60 mínútur, hann var atkvæðamestur Eyjamanna með 5 mörk. Elliði Snær Viðarsson átti stórgóðan leik í vörninni í fjarveru Róberts Sigurðarsonar en hann var með 10 löglegar stöðvanir en það gekk ekki eins vel sóknarlega hjá honum. Hvað gekk illa? Heilt yfir gekk leikur Eyjamanna illa, þeir réðu ekkert við Daníel Þór og Tjörva. Sóknarlega var þetta erfitt mest allan leikinn og eiga þeir bæði Kristján Örn og Sigurberg Sveinsson inni fyrir næsta leik. Hvað er framundan?Staðan er 2-1 í einvígi þessara liða en þriðji leikurinn verður í Eyjum á miðvikudaginn, þar sem Haukar geta skellt ÍBV í sumarfrí.Elliði Snær Viðarsson reynir skot að marki Hauka.vísir/daníel þórKiddi: Lentum í vandræðum með Daníel„Við vorum andlega of flatir„ var það fyrsta sem Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sagði að leik loknum „Við spiluðum bara ekki nógu góðan leik til að vinna svona gott lið Hauka í dag.“ ÍBV lenti fjórum mörkum undir undir lok fyrri hálfleik og sýndu svo engan karakter í síðari hálfleik. Kiddi segir að það hafi vantað ákvefðina að mæta mönnum, maður á mann og þeir hafi komið sér í erfiða stöðu sem erfitt var að komast upp úr. „Við vorum að lenda í miklum vandræðum með Daníel (Þór Ingason} sem var frábær. Þetta byrjaði í fyrri hálfleik þegar við verðum óskynsamir sóknarlega. Við fengum þá á okkur hraðaupphlaup og komum okkur í ákveðna gröf. Við byrjum svo seinni hálfleikinn illa og þá verður þetta erfitt.“ „Við bökkuðum útúr maður á mann í staðinn fyrir að fara inní þau einvígi og klára þau. við vorum rosalega til baka og passífir í öllum aðgerðum, þá á maður bara ekki séns“ sagði Kiddi og segir að það þurfi margt að lagast í þeirra leik fyrir næstu viðureign „Við þurfum að vera beittari í öllum okkar aðgerðum ef við ætlum að eiga séns í Haukana í næsta leik“ Kiddi er þó bjartsýnn fyrir leiknum í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn og segir þá erfiða viðureignar á heimavelli „Það er okkar vígi og við ætlum okkur að vinna og halda þessu einvígi á lífi.“ sagði Kidda að lokum.Gunnar Magnússon var ánægður með sitt lið.vísir/daníel þórGunni Magg: Leikur tvö er úr sögunni„Frábær leikur og liðsheildin í dag frábær“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir öruggann sigur á Eyjamönnum í dag „Hvernig menn stigu líka upp, ég kallaði eftir því að menn myndu fylla uppí þessi skörð og þeir gerðu það. Ég er hrikalega ánægður með það hvernig liðsheildin var í dag“ „Nú eru þrír leikir búnir og í tveimur af þessum þremur leikjum hafa bæði lið verið að spila flottann handbolta, drengilega og góðan handbolta. Við skulum bara vona að þetta hafi verið einhver algjör undantekning í síðasta leik. Mér sýnist bara bæði lið vilja spila handbolta, þau sýndu það í dag og þessi leikur tvö er bara úr sögunni.“ sagði Gunni og vitnar þar í fíaskóið í síðasta leik þegar fjögur rauð spjöld fóru á loft og liðin þurftu að borga fyrir það í dag „Við þurfum að fókusera á það sem skiptir máli og pæla ekki í neinu öðru. Í dag þurftum við að finna lausnir, við þurftum nýjan bakvörð, aðra róteringu í vörn og sókn eftir að hafa misst Adam (Hauk Baumrum). Svo það var fullt sem við þurftum að leysa en það tókst ágætlega.“ Gunnar hrósar liðinu í heild en það voru þrír leikmenn sem áttu stórkostlegann leik í dag, þeir Tjörvi Þorgeirsson, Daníel Þór Ingason og Grétar Ari Guðjónsson. „Þeir voru geggjaðir, þetta er liðsheildin. Þetta er svo sterkt liðsheild að þegar einhverjir detta út að þá stíga aðrir upp og þeir gerðu það í dag. Auðvitað hjálpar það líka þegar Grétar er að verja svona svakalega mikið“ Staðan er nú 2-1 í einvíginu fyrir Haukum en þeir eiga erfitt verkefni á miðvikudaginn er þeir fara til Vestmannaeyja og mæta Eyjamönnum í fjórða leiknum. ÍBV hefur ekki tapað leik í úrslitakeppni á heimavelli í ansi langan tíma. Gunni segir að Haukar séu með nógu gott lið til að vinna í Eyjum en að þetta sé að sjálfsögðu lang erfiðasti útivöllur landsins. „Þetta er bara eitt skref og við vitum að það er eitt skref eftir. Ég hef sagt það áður að mér finnst rosalega gaman að fara til Eyja og það verður gaman á miðvikudaginn. Það verður stappað hús og svakaleg stemning. Við getum unnið í Eyjum, við erum með nógu gott lið til þess en það er hrikalega erfitt, við vitum það“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla
Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í undanúrslita einvíginu, 32-27. Daníel Þór Ingason slökkti á Eyjamönnum með stórleik á Ásvöllum en sigur Haukanna var aldrei í hættu. Það var hátt tempó í upphafi leiks og mikið skorað, staðan var 6-6 eftir 10 mínútur. Næstu tíu mínútur voru heldur rólegri og skoruðu liðin aðeins tvö mörk hvort um sig og staðan 8-8. Heimamenn tóku völdin á vellinum á lokakaflanum og náðu fjögurra marka forystu og leiddu þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 17-13. Það var undir ÍBV komið hvernig þeir myndu mæta út í síðari hálfleikinn, þeir mættu hins vegar ekki tilbúnir til leiks og Haukar voru komnir með sex marka forystu áður langt var liðið, 20-14. Eftir það var leikurinn í höndum heimamanna sem misstu forystuna aldrei frá sér. Grétar Ari Guðjónsson var stærsta ástæðan fyrir því hversu vel gekk hjá Haukum í dag en hann varði 22 bolta og tók allt sjálfstraust úr leikmönnum ÍBV. Þegar mest lét voru átta mörk á milli liðanna, 28-20. Þá voru 10 mínútur til leiksloka, gestirnir frá Eyjum náðu inn smá áhlaupi undir lokin og minnkuðu leikinn niður í fjógur mörk, 30-26, en tíminn var of naumur. Haukarnir unnu öruggann sigur að lokum, 32-27, og leiða nú einvígið 2-1. Af hverju unnu Haukar? Þeir voru betri á öllum vígstöðvum. Sóknarlega geggjaðir með Daníel Þór og Tjörva í fararbroddi, varnarlega voru þeir þéttir og markvarslan var algjörlega yfirburðar hjá Grétari Ara.Hverjir stóðu upp úr?Daníel Þór Ingason átti frábæran leik í dag, hann skoraði 9 mörk og var ógnasterkur í vörninni. Ásamt honum þá var Tjörvi Þorgeirsson sterkur, hann skoraði 6 mörk og var með 8 sköpuð færi, hann var allt í öllu í sóknarleik Hauka. Grétar Ari Guðjónsson var þó maður leiksins með rétt tæplega 50% markvörslu eða 22 bolta varða. Dagur Arnarsson var lang besti leikmaður ÍBV í dag, hann stjórnaði sóknarleiknum og var maðurinn sem reyndi allt hvað hann gat í 60 mínútur, hann var atkvæðamestur Eyjamanna með 5 mörk. Elliði Snær Viðarsson átti stórgóðan leik í vörninni í fjarveru Róberts Sigurðarsonar en hann var með 10 löglegar stöðvanir en það gekk ekki eins vel sóknarlega hjá honum. Hvað gekk illa? Heilt yfir gekk leikur Eyjamanna illa, þeir réðu ekkert við Daníel Þór og Tjörva. Sóknarlega var þetta erfitt mest allan leikinn og eiga þeir bæði Kristján Örn og Sigurberg Sveinsson inni fyrir næsta leik. Hvað er framundan?Staðan er 2-1 í einvígi þessara liða en þriðji leikurinn verður í Eyjum á miðvikudaginn, þar sem Haukar geta skellt ÍBV í sumarfrí.Elliði Snær Viðarsson reynir skot að marki Hauka.vísir/daníel þórKiddi: Lentum í vandræðum með Daníel„Við vorum andlega of flatir„ var það fyrsta sem Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sagði að leik loknum „Við spiluðum bara ekki nógu góðan leik til að vinna svona gott lið Hauka í dag.“ ÍBV lenti fjórum mörkum undir undir lok fyrri hálfleik og sýndu svo engan karakter í síðari hálfleik. Kiddi segir að það hafi vantað ákvefðina að mæta mönnum, maður á mann og þeir hafi komið sér í erfiða stöðu sem erfitt var að komast upp úr. „Við vorum að lenda í miklum vandræðum með Daníel (Þór Ingason} sem var frábær. Þetta byrjaði í fyrri hálfleik þegar við verðum óskynsamir sóknarlega. Við fengum þá á okkur hraðaupphlaup og komum okkur í ákveðna gröf. Við byrjum svo seinni hálfleikinn illa og þá verður þetta erfitt.“ „Við bökkuðum útúr maður á mann í staðinn fyrir að fara inní þau einvígi og klára þau. við vorum rosalega til baka og passífir í öllum aðgerðum, þá á maður bara ekki séns“ sagði Kiddi og segir að það þurfi margt að lagast í þeirra leik fyrir næstu viðureign „Við þurfum að vera beittari í öllum okkar aðgerðum ef við ætlum að eiga séns í Haukana í næsta leik“ Kiddi er þó bjartsýnn fyrir leiknum í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn og segir þá erfiða viðureignar á heimavelli „Það er okkar vígi og við ætlum okkur að vinna og halda þessu einvígi á lífi.“ sagði Kidda að lokum.Gunnar Magnússon var ánægður með sitt lið.vísir/daníel þórGunni Magg: Leikur tvö er úr sögunni„Frábær leikur og liðsheildin í dag frábær“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir öruggann sigur á Eyjamönnum í dag „Hvernig menn stigu líka upp, ég kallaði eftir því að menn myndu fylla uppí þessi skörð og þeir gerðu það. Ég er hrikalega ánægður með það hvernig liðsheildin var í dag“ „Nú eru þrír leikir búnir og í tveimur af þessum þremur leikjum hafa bæði lið verið að spila flottann handbolta, drengilega og góðan handbolta. Við skulum bara vona að þetta hafi verið einhver algjör undantekning í síðasta leik. Mér sýnist bara bæði lið vilja spila handbolta, þau sýndu það í dag og þessi leikur tvö er bara úr sögunni.“ sagði Gunni og vitnar þar í fíaskóið í síðasta leik þegar fjögur rauð spjöld fóru á loft og liðin þurftu að borga fyrir það í dag „Við þurfum að fókusera á það sem skiptir máli og pæla ekki í neinu öðru. Í dag þurftum við að finna lausnir, við þurftum nýjan bakvörð, aðra róteringu í vörn og sókn eftir að hafa misst Adam (Hauk Baumrum). Svo það var fullt sem við þurftum að leysa en það tókst ágætlega.“ Gunnar hrósar liðinu í heild en það voru þrír leikmenn sem áttu stórkostlegann leik í dag, þeir Tjörvi Þorgeirsson, Daníel Þór Ingason og Grétar Ari Guðjónsson. „Þeir voru geggjaðir, þetta er liðsheildin. Þetta er svo sterkt liðsheild að þegar einhverjir detta út að þá stíga aðrir upp og þeir gerðu það í dag. Auðvitað hjálpar það líka þegar Grétar er að verja svona svakalega mikið“ Staðan er nú 2-1 í einvíginu fyrir Haukum en þeir eiga erfitt verkefni á miðvikudaginn er þeir fara til Vestmannaeyja og mæta Eyjamönnum í fjórða leiknum. ÍBV hefur ekki tapað leik í úrslitakeppni á heimavelli í ansi langan tíma. Gunni segir að Haukar séu með nógu gott lið til að vinna í Eyjum en að þetta sé að sjálfsögðu lang erfiðasti útivöllur landsins. „Þetta er bara eitt skref og við vitum að það er eitt skref eftir. Ég hef sagt það áður að mér finnst rosalega gaman að fara til Eyja og það verður gaman á miðvikudaginn. Það verður stappað hús og svakaleg stemning. Við getum unnið í Eyjum, við erum með nógu gott lið til þess en það er hrikalega erfitt, við vitum það“ sagði Gunnar að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti