Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 26-26 | Spennutryllir í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2019 21:30 Ásbjörn skoraði átta mörk fyrir FH. vísir/vilhelm FH og Stjarnan skildu jöfn, 26-26, í lokaleik 10. umferðar Olís-deildar karla í kvöld. Birgir Már Birgisson skoraði jöfnunarmark FH-inga þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Þetta var þriðja jafntefli Stjörnunnar í síðustu fjórum leikjum sem hafa allir verið gríðarlega spennandi. Stjörnumenn eru í 10. sæti deildarinnar með sex stig og hafa aðeins unnið einn leik í vetur. FH-ingar, sem höfðu unnið fjóra heimaleiki í röð fyrir leikinn í kvöld, eru með tólf stig í 5. sætinu. FH var með frumkvæðið framan af leik en Stjarnan náði því með því að skora þrjú mörk í röð og breyta stöðunni úr 5-4 í 5-7. Stjörnumenn voru gríðarlega grimmir í vörninni og fyrir aftan hana varði Brynjar Darri Baldursson vel, sérstaklega framan af fyrri hálfleik. Stjörnusókn gekk svo nánast fullkomlega, liðið skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik og var með 74% skotnýtingu. Ólafur Bjarki Ragnarsson var frábær í fyrri hálfleik, skoraði þrjú fyrstu mörk Stjörnunar og sex mörk alls. Hann gaf eftir í seinni hálfleik og fór meiddur af velli undir lokin. FH átti í miklum vandræðum með að opna vörn Stjörnunnar en náði stundum að skora þegar sóknin var komin í öngstræti og leiktöf yfirvofandi. Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson drógu sóknarvagn FH en vantaði meiri hjálp. Andri Þór Helgason sá til þess að Stjarnan var fjórum mörkum yfir, 13-17, þegar liðin gengu til búningsherbergja með því að skora síðasta mark fyrri hálfleiks í tómt mark FH. FH breytti um vörn í hálfleik og það gaf góða raun. Framliggjandi vörn heimamanna gerði gestunum erfitt fyrir og þeir þurftu að hafa miklu meira fyrir öllum sínum aðgerðum. Stjarnan skoraði aðeins níu mörk í seinni hálfleik. Að sama skapi datt vörn Stjörnunnar niður í seinni hálfleik. Þá átti Ólafur Rafn Gíslason, sem leysti meiddan Brynjar Darra af í hálfleik, erfitt uppdráttar í marki gestanna. FH gekk á lagið, saxaði á forskotið og Einar Rafn Eiðsson jafnaði um miðjan seinni hállfeik, 21-21. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Eins og áður sagði meiddist Ólafur Bjarki þegar sjö mínútur voru eftir og útlitið batnaði ekki fyrir Stjörnuna þegar Einar Örn Sindrason kom FH yfir, 25-24. Andri jafnaði úr vítakasti og eftir nokkrar slakar sóknir liðanna kom Andri Stjörnunni yfir, 25-26, þegar hálf mínúta var til leiksloka. FH tók leikhlé og Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, stillti upp í leikkerfi sem gekk upp. Birgir Már fór inn úr hægra horninu og jafnaði með sínu fyrsta og eina marki í leiknum. Lokatölur 26-26.Af hverju varð jafntefli? Þetta var leikur tveggja hálfleikja. Stjörnumenn voru betri í þeim fyrri en FH-ingar í þeim seinni. Sigursteinn átti framliggjandi vörnina uppi í erminni og hún sneri leiknum FH í vil. FH-ingar hafa líka væntanlega verið nokkuð rólegir í hálfleik, þrátt fyrir að vera fjórum mörkum undir, enda eru Stjörnumenn með meirapróf í að kasta frá sér forystu. Garðbæingar geta þó verið sáttir með frammistöðu sína lengst af. Fyrri hálfleikurinn var frábær af þeirra hálfu og þeir brotnuðu ekki þrátt fyrir áhlaup FH í þeim seinni.Hverjir stóðu upp úr? Ásbjörn og Einar Rafn skoruðu átta mörk hvor fyrir FH og voru allt í öllu sóknarleik liðsins. Leonharð Þorgeir Harðarson átti einnig flottan leik og Birkir Fannar Bragason varði vel í seinni hálfleik. Andri átti góðan leik í vinstra horninu hjá Stjörnunni og skoraði sjö mörk. Ólafur Bjarki var frábær í fyrri hálfleik sem og Brynjar Darri. Stjörnumenn krossleggja nú fingur og vonast til að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.Hvað gekk illa? Markvarslan var afleit hjá FH í fyrri hálfleik. Phil Döhler byrjaði í markinu og varði aðeins þrjú skot. Þjóðverjinn hefur ekki staðið undir væntingum í vetur og er alltof misjafn milli leikja. FH fékk aðeins þrjú mörk samtals frá Birgi, Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og Arnari Frey Ársælssyni sem hafa oftast spilað betur en í kvöld. Birgir skoraði þó jöfnunarmarkið mikilvæga. Eins og fyrr sagði náði Ólafur Rafn sér ekki á strik í Stjörnumarkinu í seinni hálfleik og þá vantaði betri og fleiri lausnir við framliggjandi vörn FH.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins á fimmtudaginn. FH sækir Gróttu heim á meðan Stjarnan fær HK í heimsókn.Sigursteinn var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri.vísir/vilhelmSigursteinn: Þónokkur andlit í stúkunni með skeifu „Mig langaði í bæði stigin og hélt að við ætluðum að ná því. En ætli jafntefli hafi ekki verið sanngjarnt,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir jafnteflið við Stjörnuna. FH-ingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og voru fjórum mörkum undir að honum loknum, 13-17. „Við fórum yfir okkar mál í hálfleik. Við vorum ósáttir við varnarleikinn, sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Við ákváðum að snúa bökum saman og kveikja stemmningu innan okkar raða. Maður sá að þónokkur andlit í stúkunni voru með skeifu,“ sagði Sigursteinn. „Við gátum bara bjargað okkur út úr þessari stöðu og ég var mjög ánægður með vörnina í seinni hálfleik. Við héldum þeim í níu mörkum. En það var fúlt að ná ekki í bæði stigin.“ FH jafnaði um miðjan seinni hálfleikinn og lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi. „Við vorum sjálfum okkur verstir undir lokin. Ásbjörn [Friðriksson] og Einar [Rafn Eiðsson] fengu brottvísanir sem var ekkert alltof sniðugt,“ sagði Sigursteinn. „En svona lagað gerist og þessir leikir í deildinni eru bara svona. Þetta eru jafnir leikir og það má ekki mikið út af bregða.“Rúnar og strákarnir hans eru orðnir þaulvanir spennuleikjum.vísir/báraRúnar: Sama tilfinning og eftir síðustu leiki Rúnar Sigtryggson, þjálfari Stjörnunnar, var mátulega sáttur eftir jafnteflið við FH í kvöld. „Þetta var bara eins og síðustu leikir. Þetta er sama tilfinning. Þetta er fjórði leikur okkar í röð þar sem úrslitin ráðast á síðustu sekúndunum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Maður verður líka að segja það að við erum að spila betur og sýna framfarir. En við þurfum að klára leikina.“ Stjarnan spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir eftir hann, 13-17. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og það hafa verið góðir kaflar í okkar leikjum. Við misstum Brynjar Darra [Baldursson] í fyrri hálfleik og spiluðum þá á fjórða markverði [Ólafi Rafni Gíslasyni]. Hann kom kaldur inn á og stóð sig eins vel og hann gat,“ sagði Rúnar. „Óli Bjarki [Ragnarsson] meiddist síðan og þá fannst mér flott hjá strákunum að klára þetta svona og vera frekar nær tveimur stigum en einu.“ Stjörnunni hefur gengið afar illa að halda forystu í leikjum sínum í vetur og oft farið illa að ráði sínu. En leggst þetta þungt á leikmenn liðsins? „Eða við viljum hafa leikina spennandi. Það fer eftir því hvernig þú horfir á það,“ sagði Rúnar léttur. „Við erum orðnir smá vanir þessu og ég held að við lærum með tímanum hvað þarf að gera.“ Ólafur Bjarki og Brynjar Darri fóru meiddir af velli. En hver er staðan á þeim? „Ég sá bara að hnén voru vafin og það boðar aldrei gott,“ sagði Rúnar að endingu. Olís-deild karla
FH og Stjarnan skildu jöfn, 26-26, í lokaleik 10. umferðar Olís-deildar karla í kvöld. Birgir Már Birgisson skoraði jöfnunarmark FH-inga þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Þetta var þriðja jafntefli Stjörnunnar í síðustu fjórum leikjum sem hafa allir verið gríðarlega spennandi. Stjörnumenn eru í 10. sæti deildarinnar með sex stig og hafa aðeins unnið einn leik í vetur. FH-ingar, sem höfðu unnið fjóra heimaleiki í röð fyrir leikinn í kvöld, eru með tólf stig í 5. sætinu. FH var með frumkvæðið framan af leik en Stjarnan náði því með því að skora þrjú mörk í röð og breyta stöðunni úr 5-4 í 5-7. Stjörnumenn voru gríðarlega grimmir í vörninni og fyrir aftan hana varði Brynjar Darri Baldursson vel, sérstaklega framan af fyrri hálfleik. Stjörnusókn gekk svo nánast fullkomlega, liðið skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik og var með 74% skotnýtingu. Ólafur Bjarki Ragnarsson var frábær í fyrri hálfleik, skoraði þrjú fyrstu mörk Stjörnunar og sex mörk alls. Hann gaf eftir í seinni hálfleik og fór meiddur af velli undir lokin. FH átti í miklum vandræðum með að opna vörn Stjörnunnar en náði stundum að skora þegar sóknin var komin í öngstræti og leiktöf yfirvofandi. Ásbjörn Friðriksson og Einar Rafn Eiðsson drógu sóknarvagn FH en vantaði meiri hjálp. Andri Þór Helgason sá til þess að Stjarnan var fjórum mörkum yfir, 13-17, þegar liðin gengu til búningsherbergja með því að skora síðasta mark fyrri hálfleiks í tómt mark FH. FH breytti um vörn í hálfleik og það gaf góða raun. Framliggjandi vörn heimamanna gerði gestunum erfitt fyrir og þeir þurftu að hafa miklu meira fyrir öllum sínum aðgerðum. Stjarnan skoraði aðeins níu mörk í seinni hálfleik. Að sama skapi datt vörn Stjörnunnar niður í seinni hálfleik. Þá átti Ólafur Rafn Gíslason, sem leysti meiddan Brynjar Darra af í hálfleik, erfitt uppdráttar í marki gestanna. FH gekk á lagið, saxaði á forskotið og Einar Rafn Eiðsson jafnaði um miðjan seinni hállfeik, 21-21. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Eins og áður sagði meiddist Ólafur Bjarki þegar sjö mínútur voru eftir og útlitið batnaði ekki fyrir Stjörnuna þegar Einar Örn Sindrason kom FH yfir, 25-24. Andri jafnaði úr vítakasti og eftir nokkrar slakar sóknir liðanna kom Andri Stjörnunni yfir, 25-26, þegar hálf mínúta var til leiksloka. FH tók leikhlé og Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, stillti upp í leikkerfi sem gekk upp. Birgir Már fór inn úr hægra horninu og jafnaði með sínu fyrsta og eina marki í leiknum. Lokatölur 26-26.Af hverju varð jafntefli? Þetta var leikur tveggja hálfleikja. Stjörnumenn voru betri í þeim fyrri en FH-ingar í þeim seinni. Sigursteinn átti framliggjandi vörnina uppi í erminni og hún sneri leiknum FH í vil. FH-ingar hafa líka væntanlega verið nokkuð rólegir í hálfleik, þrátt fyrir að vera fjórum mörkum undir, enda eru Stjörnumenn með meirapróf í að kasta frá sér forystu. Garðbæingar geta þó verið sáttir með frammistöðu sína lengst af. Fyrri hálfleikurinn var frábær af þeirra hálfu og þeir brotnuðu ekki þrátt fyrir áhlaup FH í þeim seinni.Hverjir stóðu upp úr? Ásbjörn og Einar Rafn skoruðu átta mörk hvor fyrir FH og voru allt í öllu sóknarleik liðsins. Leonharð Þorgeir Harðarson átti einnig flottan leik og Birkir Fannar Bragason varði vel í seinni hálfleik. Andri átti góðan leik í vinstra horninu hjá Stjörnunni og skoraði sjö mörk. Ólafur Bjarki var frábær í fyrri hálfleik sem og Brynjar Darri. Stjörnumenn krossleggja nú fingur og vonast til að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.Hvað gekk illa? Markvarslan var afleit hjá FH í fyrri hálfleik. Phil Döhler byrjaði í markinu og varði aðeins þrjú skot. Þjóðverjinn hefur ekki staðið undir væntingum í vetur og er alltof misjafn milli leikja. FH fékk aðeins þrjú mörk samtals frá Birgi, Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og Arnari Frey Ársælssyni sem hafa oftast spilað betur en í kvöld. Birgir skoraði þó jöfnunarmarkið mikilvæga. Eins og fyrr sagði náði Ólafur Rafn sér ekki á strik í Stjörnumarkinu í seinni hálfleik og þá vantaði betri og fleiri lausnir við framliggjandi vörn FH.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins á fimmtudaginn. FH sækir Gróttu heim á meðan Stjarnan fær HK í heimsókn.Sigursteinn var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri.vísir/vilhelmSigursteinn: Þónokkur andlit í stúkunni með skeifu „Mig langaði í bæði stigin og hélt að við ætluðum að ná því. En ætli jafntefli hafi ekki verið sanngjarnt,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir jafnteflið við Stjörnuna. FH-ingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og voru fjórum mörkum undir að honum loknum, 13-17. „Við fórum yfir okkar mál í hálfleik. Við vorum ósáttir við varnarleikinn, sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Við ákváðum að snúa bökum saman og kveikja stemmningu innan okkar raða. Maður sá að þónokkur andlit í stúkunni voru með skeifu,“ sagði Sigursteinn. „Við gátum bara bjargað okkur út úr þessari stöðu og ég var mjög ánægður með vörnina í seinni hálfleik. Við héldum þeim í níu mörkum. En það var fúlt að ná ekki í bæði stigin.“ FH jafnaði um miðjan seinni hálfleikinn og lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi. „Við vorum sjálfum okkur verstir undir lokin. Ásbjörn [Friðriksson] og Einar [Rafn Eiðsson] fengu brottvísanir sem var ekkert alltof sniðugt,“ sagði Sigursteinn. „En svona lagað gerist og þessir leikir í deildinni eru bara svona. Þetta eru jafnir leikir og það má ekki mikið út af bregða.“Rúnar og strákarnir hans eru orðnir þaulvanir spennuleikjum.vísir/báraRúnar: Sama tilfinning og eftir síðustu leiki Rúnar Sigtryggson, þjálfari Stjörnunnar, var mátulega sáttur eftir jafnteflið við FH í kvöld. „Þetta var bara eins og síðustu leikir. Þetta er sama tilfinning. Þetta er fjórði leikur okkar í röð þar sem úrslitin ráðast á síðustu sekúndunum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Maður verður líka að segja það að við erum að spila betur og sýna framfarir. En við þurfum að klára leikina.“ Stjarnan spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir eftir hann, 13-17. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og það hafa verið góðir kaflar í okkar leikjum. Við misstum Brynjar Darra [Baldursson] í fyrri hálfleik og spiluðum þá á fjórða markverði [Ólafi Rafni Gíslasyni]. Hann kom kaldur inn á og stóð sig eins vel og hann gat,“ sagði Rúnar. „Óli Bjarki [Ragnarsson] meiddist síðan og þá fannst mér flott hjá strákunum að klára þetta svona og vera frekar nær tveimur stigum en einu.“ Stjörnunni hefur gengið afar illa að halda forystu í leikjum sínum í vetur og oft farið illa að ráði sínu. En leggst þetta þungt á leikmenn liðsins? „Eða við viljum hafa leikina spennandi. Það fer eftir því hvernig þú horfir á það,“ sagði Rúnar léttur. „Við erum orðnir smá vanir þessu og ég held að við lærum með tímanum hvað þarf að gera.“ Ólafur Bjarki og Brynjar Darri fóru meiddir af velli. En hver er staðan á þeim? „Ég sá bara að hnén voru vafin og það boðar aldrei gott,“ sagði Rúnar að endingu.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti