Erlent

Þrjá­tíu hand­teknir í ó­eirðum í Hollandi

Ofbeldisfull mótmæli sem beindust gegn innflytjendum brutust út í Haag í Hollandi í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar, en minnst tveir lögreglumenn slösuðust, og hafa þrjátíu mótmælendur verið handteknir.

Erlent

Austur­ríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison

Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með.

Erlent

Trump og Selenskí funda á ný

Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum.

Erlent

Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas

Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990.

Erlent

Eistar óska eftir sam­ráði NATO eftir að Rússar rufu loft­helgi þeirra

Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins

Erlent

Gary Busey dæmdur fyrir kyn­ferðis­brot

Bandaríski stórleikarinn Gary Busey hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Hann játaði að hafa gripið í og káfað á aðdáanda árið 2022, á svokallaðri hryllingssamkomu, fyrir aðdáendur hryllingsmynda og þess háttar.

Erlent

Ís­lendingur grunaður um morð í Sví­þjóð

Sænski vefmiðillinn Samnytt heldur því fram að rúmlega fertugur maður sem grunaður er um að hafa skotið 63 ára gamla konu til bana á heimili hennar í október í fyrra, sé Íslendingur. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir verknaðinn ásamt tveimur öðrum, manni á sextugsaldri og konu á fertugsaldri.

Erlent

Rúss­neskum herþotum flogið inn í loft­helgi Eist­lands

Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Erlent

Norska krónprinsessan í veikinda­leyfi

Norska krónprinsessan Mette-Marit er á leið í veikindaleyfi vegna lungnasjúkdóms og ætlar hún að leita sér meðferðar. Tilkynningin kemur í kjölfar ákæru á hendur syni hennar sem grunaður er um að hafa brotið á fjórum konum.

Erlent

Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada

Kanadamenn eru að fjarlægja sig verulega frá nágrönnum sínum í Bandaríkjunum. Þeir kaupa mun minna af vörum þaðan, ferðast lítið sem ekkert til Bandaríkjanna og neyta mun minna af bandarískum menningarafurðum.

Erlent

Rússar á­frýja niður­stöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar

Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi.

Erlent

Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl

Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni.

Erlent

Banna kennslu­bækur eftir konur í há­skólum landsins

Talíbanastjórnin í Afganistan hefur bannað notkun kennslubóka eftir konur í háskólum landsins, auk þess sem átján fög hafa verið bönnuð. Fögin, sem mörg varða konur, jafnrétti eða mannréttindi, eru sögð ganga gegn trúnni og stefnu stjórnvalda.

Erlent

Segir Pútín hafa valdið sér „miklum von­brigðum“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið.

Erlent

Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flug­vélar

Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU).

Erlent

Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði því í nótt að forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, hefðu tekið þá ákvörðun að hætta að sýna þátt Jimmy Kimmel í óákveðinn tíma, eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina.

Erlent

Hans Enoksen er látinn

Grænlenski stjórnmálamaðurinn Hans Enoksen er látinn, 69 ára að aldri. Enoksen var formaður grænlensku landstjórnarinnar á árunum 2002 til 2009, en hann lést eftir langvarandi veikindi.

Erlent

Fundu Guð í App store

Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit.

Erlent

Nýr kókaínkóngur í Mexíkó

Kókaín hefur aldrei verið ódýrara né hreinna í Bandaríkjunum en það er nú. Neysla þess hefur aukist til muna á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum aðgerðum gegn neyslu fentanýls í Bandaríkjunum og gegn framleiðslu þess í Mexíkó.

Erlent