Innlent

Viður­kenndi að hafa átt hnefa­högg skilið

Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið.

Innlent

Sá stærsti 5,0 að stærð

Fjöldi kröftugra jarðskjálfta með upptök á Reykjanesskaga hefur riðið yfir nú eftir miðnætti í kvöld. Klukkan 01:24 reið yfir skjálfti sem mældist 4,7 að stærð samkvæmt Veðurstofunni. Sá átti upptök sín um þrjá kílómetra norður af Grindavík, en fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík í nótt. 

Innlent

Fjögur prósent Ís­lendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífs­líkum

Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni.

Innlent

Sam­staða um Gasa á Al­þingi en pattstaða í á­tökum

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt saman í dag um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Innlent

Telur gagn­rýni Dóru Bjartar var­huga­verða

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína.

Innlent

Fimm rúm­metrar streyma í sylluna á hverri sekúndu

Um það bil 1200 jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólahring, flestir á svæðinu milli Þorbjörns og Sýlingarfells svipað og daginn áður. Stærsti skjálftinn var 3,4 að stærð klukkan 00:31 í nótt skammt sunnan við Þorbjörn.

Innlent

Meintur leik­stjóri segir nafn sitt mis­notað

Bosse Lindquist, sænskur rannsóknarblaðamaður, segir nafn hans og orðspor hafa verið misnotað af framleiðendum heimildarmyndarinnar Baráttan um Ísland. Hann hafi sagt sig frá leikstjórn myndarinnar löngu fyrir útgáfu hennar en samt sem áður verið titlaður leikstjóri hennar. Hann er það þó ekki lengur.

Innlent

Náðu saman með á­lyktun um vopna­hlé

Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun.

Innlent

Upplýsingafundur um jarð­hræringarnar í Hljómahöll í kvöld

Í hinu sögufræga félagsheimili Stapa, stærsta sal Hljómahallar, verður haldinn upplýsingafundur vegna jarðhræringa og landriss við Grindavík. Fundurinn hefst klukkan átta en einnig verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á fréttavef okkar Vísi og í sjónvarpinu á stöð 2 Vísi.

Innlent

Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl

Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973.

Innlent

Mikill meiri­hluti lands­manna ó­á­nægður með á­kvörðunina

Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við þingflokksformann Pírata sem segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gasa liggi fyrir sem allra fyrst.

Innlent