Innherji
Lífeyrissjóðir með augun á enn meiri fjárfestingum erlendis á komandi ári
Margir af stærri lífeyrissjóðum landsins setja stefnuna á að auka áfram nokkuð við hlutfall erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum á komandi ári samhliða því að nýjar breytingar taka þá gildi sem hækkar hámarksvægi gjaldeyriseigna hjá sjóðunum. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni flestir hverjir ekki auka vægi sitt í innlendum hlutabréfum á næstunni þrátt fyrir að sá eignaflokkur hafi lækkað mikið síðustu ár.
Eru takmörk á því hversu mikið má hafa gaman?
Já, það eru takmörk á því. Að minnsta kosti þegar kemur að því hvað launagreiðendur mega gefa starfsmönnum sínum í formi gjafa eða skemmtana, til dæmis í kringum hátíðir.
Verðandi stjórnarformaður Controlant fjárfesti í útboði félagsins
Þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu inn sem nýir beinir hluthafar í Controlant þegar þeir lögðu til félaginu meginþorra þess fjármagns sem það sótti sér í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Daninn Søren Skou, verðandi stjórnarformaður Controlant og fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók sömuleiðis þátt í útboðinu en í bréfi til fjárfesta boðar tæknifyrirtækið tíðari upplýsingagjöf til hluthafa.
Hlutabréfamarkaðurinn í millibilsástandi
Í nóvember hækkaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (svonefnt CAPE-hlutfall) í Kauphöllinni lítillega frá fyrri mánuði, og var 26,1 eftir að hafa verið 24,9 í lok október. Hækkunin stafar af hærra virði félaga að baki OMXI10-vísitölunnar fremur en lækkun hagnaðar. Til samanburðar er CAPE-hlutfallið fyrir bandarísku hlutabréfavísitöluna S&P500 liðlega 31 um þessar mundir.
Íslendingar vinna einna minnst en þéna mest
Íslendingar vinna einna minnst en þéna mest á mánuði, talsvert meira borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir, samkvæmt gögnum frá OECD. „Við getum varðveitt þessa stöðu svo lengi sem verðmætasköpun stendur undir henni,“ segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg
Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“
IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi
IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“
Búast við talsverðum greiðslum á næstu vikum vegna nýrra samstarfsamninga
Stjórnendur Alvotech, sem sá lausafé sitt minnka um meira en 110 milljónir dala á þriðja fjórðungi samhliða miklum fjárfestingum, segjast vera í viðræðum við lyfjafyrirtæki um samstarfssamning vegna líftæknilyfjahliðstæðna í þróun hjá félaginu sem geti skilað sér í talsverðum greiðslum undir lok árs. Dræmar sölutekjur ollu vonbrigðum en Alvotech fullyrðir að þær muni taka við sér á yfirstandandi ársfjórðungi þegar lyfin eru hlutfallslega seld meira á mörkuðum þar sem verðlagningin á þeim er hærri.
Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris
Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið.
„Sem betur fór vildi Baader ekki kaupa“ Marel árið 1991
Árið 1991 reyndu forsvarsmenn Marels að fá þýska iðnfyrirtækið Baader, sem þremur áratugum seinna keypti Skagann 3X, til að fjárfesta í íslenska fyrirtækinu en það gekk ekki eftir. „Sem betur fór vildi Baader ekki kaupa!“ segir í nýrri bók um fyrirtækið. „Kaupin hefðu varla verið Marel til góðs,“ sagði fyrrverandi forstjóri félagsins.
Breyttar tekjuáætlanir tóku verðmiðann á Controlant niður um tíu milljarða
Minni umsvif en áður hafði verið reiknað með vegna ört minnkandi eftirspurnar eftir bóluefnum gegn Covid-19 þýddi að gengið í milljarða króna hlutafjáraukningu Controlant, sem hefur staðið yfir síðustu mánuði, lækkaði talsvert eftir því sem leið á fjármögnunarferlið. Ásamt þátttöku tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins eru meðal annars stofnandi og aðrir stórir hluthafar í Kerecis núna í hópi fjárfesta sem leggja Controlant til aukið hlutafé.
Lífeyrissjóðir voru ekki áhugasamir um tilboð JBT í Marel
Stjórnendur lífeyrissjóða, sem Innherji ræddi við, voru ekki áhugasamir um óskuldbindandi tilboð bandaríska fyrirtækisins John Bean Technologies Corporation í Marel. Þeim þótti gengið of lágt og óspennandi að fá greitt að stórum hluta með hlutabréfum í erlendu félagi. Gengi Marels lækkað um allt að nærri fjögur prósent í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að stjórn þess hafnaði tilboðinu. Hún er þó opin fyrir betri tilboðum í félagið.
Ardian kaupir meðal annars Verne gagnaverið á Íslandi í risaviðskiptum
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem eignaðist Mílu undir lok síðasta árs, hefur náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure (D9) um kaup á öllum eignarhlutum þess í gagnaverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi. Kaupverðið á öllu hlutafé Verne getur numið allt að 575 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, en aðeins tvö ár eru frá því að gagnaverið hér á landi komst í eigu D9 sem hefur glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu.
Síminn ekki „sloppið undan sölugleði markaðarins“ sem hafi gengið of langt
Greinandi verðmetur Símann 57 prósentum hærra en markaðsvirði er um þessar mundir. Á einu ári hefur gengið félagsins lækkað um 20 prósent sem er lítillega meira en lækkun Aðalvísitölu hlutabréfamarkaðarins. „Síminn hefur ekki sloppið undan sölugleði markaðarins og þykir Jakobsson Capital að markaðurinn sé kominn fulllangt fram úr sér sjálfum.“
Telur norðurslóðir eiga eftir að verða eitt mikilvægasta efnahagssvæði veraldar
Vegna landfræðilegrar legu og öflugra innviða er Ísland í kjörstöðu til að nýta sér þau tækifæri sem við blasa í þróun efnahagsuppbyggingar á norðurslóðum, útskýrði Ólafur Ragnar Grímsson á ráðstefnu í London fyrr í þessum mánuði, sem hann telur að sé óðum að verða eitt af mikilvægustu efnahagssvæðum heimsins. Forstjóri Stoða brýndi fyrir erlendum fjárfestum mikilvægi þess að finna „réttan samstarfsaðila“ þegar fjárfest væri á Íslandi og nefndi að vegna sterkrar stöðu íslenska þjóðarbúsins þá ætti gjaldmiðillinn ekki að vera vandamál.
Mestu þyngslin á íslenska markaðnum en tæknirisar tosað upp ávöxtun erlendis
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur lækkað hvað mest á heimsvísu, ásamt markaðnum í Kólumbíu, á meðan ávöxtun hlutabréfa er með ágætum í mörgum kauphöllum erlendis. Viðmælendur Innherja benda á að ekki séu sambærileg félög í íslensku kauphöllinni og hafa verið að leiða hækkanir í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá hafi starfsumhverfi á Íslandi verið krefjandi með miklum launahækkunum síðustu misseri ásamt mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi, umfram það sem þekkist í öðrum löndum.
Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda
Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik.
Kauphöllin stöðvaði viðskipti með Marel eftir 29 prósenta hækkun
Marel hækkaði um 29 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að tæknifyrirtækið upplýsti um að því hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing um mögulegt tilboð í öll hlutabréf þess. Ekki var greint frá mögulegu gengi í viðskiptunum né hver gerði tilboðið. Í kjölfarið lokaði Kauphöllin fyrir viðskipti með bréfin.
Icelandair áformar að stækka flotann í allt að hundrað vélar fyrir árið 2037
Stjórnendur Icelandair stefna á að flugfélagið vaxi úr 39 flugvélum í 70 til 100 árið 2037, á 100 ári afmæli þess. Framkvæmdastjóri hjá félaginu sagði að markmiðið væri raunhæft en hvort það gangi eftir muni ráðast af markaðsaðstæðum. Forstjóri Icelandair telur hins vegar að of háir umhverfisskattar gætu orðið Þrándur í Götu.
Félag Guðbjargar áformar að selja fyrir um tíu milljarða í útboði Ísfélagsins
Fjárfestingafélag Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleigandi Ísfélagsins, mun standa að sölu á miklum meirihluta þeirra bréfa sem verða seld til nýrra fjárfesta í almennu hlutafjárútboði sjávarútvegsfyrirtækisins sem hófst í morgun. Miðað við lágmarksgengið í útboðinu, sem metur Ísfélagið á 110 milljarða, þykir félagið nokkuð hagstætt verðlagt í samanburði við önnur sjávarútvegsfyrirtæki á markaði og verðmöt sem greinendur hafa gert í tengslum við skráninguna.
Ísfélagið verðmetið á yfir 110 milljarða í útboði á um fimmtán prósenta hlut
Sjávarútvegsfyrirtækið Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um mitt þetta ár, hefur ákveðið að hefja almennt hlutafjárútboð þar sem til stendur að selja tæplega fimmtán prósenta hlut í félaginu. Miðað við lágmarksgengið í tilboðsbók A í útboðinu, sem er beint að minni fjárfestum, er fyrirtækið verðmetið á samtals rúmlega 110 milljarða króna.
Hærri álagning fyrirtækja vegur ekki „þungt í þróun verðbólgu“
Miklar launahækkanir hafa verið „megin drifkraftur“ mikillar verðbólgu hérlendis, ekki aukinn hagnaður fyrirtækja. Aukinn hlutur hagnaðar fyrirtækja hefur verið nokkru minni en aukinn launakostnaður á undanförnum árum, sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundi þar sem vaxtaákvörðun var kynnt í morgun.
Vöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum þótt verðbólguhorfur hafi versnað
Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúinu og versnandi verðbólguhorfur þá hefur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 9,25 prósentum í annað skiptið í röð vegna óvissu um efnahagslegu áhrifin af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ákvörðunin er í takt við væntingar nærri allra markaðsaðila og greinenda en peningastefnunefndin undirstrikar að mögulega þurfi að hækka vexti enn frekar síðar meir.
Bókunum fækkað um 20 prósent hjá bílaleigu vegna jarðhræringa
Fyrir rúmri viku fór að bera á færri bókunum hjá bílaleigum vegna jarðhræringa á Reykjanesi og mögulegs eldgoss. Þeim fækkaði um 20 prósent hjá einni bílaleigu. Framkvæmdastjóri hótelsamstæðu segir að í upphafi jarðhræringa hafi borið á afbókunum en þær hafi síðan „fjarað út“.
Treble stefnir á um tveggja milljarða fjármögnun frá erlendum fjárfestum
Djúptæknifyrirtækið Treble Technologies stefnir á 12-15 milljón evra fjármögnun, jafnvirði 1,8-2,3 milljarða króna, frá erlendum fjárfestum og fjölga starfsmönnum úr 32 í um 50 hérlendis. Evrópski fjárfestingarbankinn hefur skuldbindið sig til að taka þátt í fjárfestingarlotunni og leggja fram jafn háa fjárhæð og safnast frá öðrum fjárfestum, upplýsir framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins.
Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum
Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka.
Guðmundur Fertram og risasala á Kerecis hlutu viðskiptaverðlaun Þjóðmála
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var útnefndur viðskiptamaður ársins 2023 á Hátíðarkvöldi Þjóðmála síðastliðinn fimmtudag auk þess sem risasala á fyrirtækinu til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast fyrir jafnvirði um 180 milljarða króna var valin viðskipti ársins. Þá hlaut Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, sérstök heiðursverðlaun Þjóðmála fyrir ævilangt framlag sitt til uppbyggingar íslensks atvinnulífs.
Forstjóri Regins minnkar stöðu sína og tekur á sig tap vegna framvirks samnings
Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins, hefur minnkað hlutafjáreign sína í fasteignfélaginu um meira en helming en hún hafði verið í gegnum framvirka samninga. Hann segir við Innherja að það hafi verið vandasöm staða samhliða hækkandi vöxtum og lækkunum á mörkuðum og því ákveðið að losa um hana og „innleysa tapið.“
Rafmyntasjóðurinn Viska hækkaði um 29 prósent í október
Gengi Visku rafmyntasjóðs hækkaði verulega í október samhliða miklum hækkunum á Bitcoin, en mörgum öðrum rafmyntum vegnaði ekki eins vel. Um var að ræða besta mánuð sjóðsins frá stofnun hans, þar síðasta sumar. Sjóðurinn hefur tvöfaldast að stærð á innan við ári.
Vægi íslenskra hlutabréfa í eignasöfnum lífeyrissjóða ekki verið lægra í þrjú ár
Hlutfall innlendra hlutabréfa í eignasöfnum lífeyrissjóða hefur fallið stöðugt undanfarin misseri samhliða meðal annars því að verðlækkanir á mörkuðum hér heima hafa verið mun meiri en þekkist erlendis og er vægi þess eignaflokks núna nokkuð undir meðaltali síðasta áratugs. Með auknum umsvifum lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði á nýjan leik er hlutfall sjóðsfélagalána í eignasöfnum sjóðanna á sama tíma búið að hækka skarpt.