Innherji

Ísland og Grænland á áhrifasvæði Bandaríkjanna
Ísland er og verður á áhrifasvæðinu óháð því hver er forseti Bandaríkjanna, óháð stöðu NATO hverju sinni og óháð tengslum Íslands við Evrópusambandið. Hvorki ESB né Evrópuríki í NATO munu nokkurn tíma hafa burði til að koma í stað Bandaríkjanna í hernaðarlegum efnum í okkar heimshluta eða á norðurslóðum almennt.

Íbúðaverð gefur eftir samtímis háum raunvöxtum og stífum lánaskilyrðum
Fasteignamarkaðurinn er heilt yfir nokkuð kaldur um þessar mundir, sem birtist meðal annars í fækkun kaupsamninga og íbúðaverð staðið nánast í stað síðustu mánuði, og útlit er fyrir að raunverð geti gefið eftir á fyrri hluta ársins samtímis háum raunvöxtum og þröngum lánþegaskilyrðum, að mati hagfræðinga Arion. Á sama tíma og mjög hefur dregið úr verðhækkunum á fasteignamarkaði hefur framboð á íbúðum til sölu aukist talsvert, drifið áfram af fjölgun nýbygginga, og ekki verið meira um langt skeið.

Fjármagn streymdi í hlutabréfasjóði eftir viðsnúning á mörkuðum í lok ársins
Eftir nánast samfellt útflæði frá innrás Rússa í Úkraínu eru fjárfestar farnir að beina fjármagni sínu á nýjan leik í hlutabréfasjóði og eftir viðsnúning á mörkuðum undanfarna mánuði reyndist vera hreint innflæði í slíka sjóði á öllu árinu í fyrra í fyrsta sinn frá 2021. Með auknu innflæði og verðhækkunum í Kauphöllinni hefur umfang hlutabréfasjóða ekki verið meira í um þrjátíu mánuði.

Styrkjum innviði okkar mikilvægustu atvinnugreinar
Ferðaþjónustan skapar fleiri störf og aflar meiri gjaldeyris en aðrar greinar – greinin er ung og því nauðsynlegt að stjórnvöld og fyrirtækin í greininni eigi gott samráð um mótun starfsumhverfis hennar, segir formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.

Grænar fjárfestingar eins stærsta lífeyrissjóðsins undir tveimur milljörðum í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðum landsins, sem skrifuðu allir undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegum samtökum seint á árinu 2021 um að auka verulega við umhverfissjálfbærar fjárfestingar sínar út þennan áratug, hefur gengið heldur hægt að bæta við nýfjárfestingar sjóðanna í slíkum verkefnum. Lífeyrissjóðurinn Birta, sem ætlar að þrefalda vægi grænna fjárfestinga í eignasafninu fyrir árslok 2030, fjárfesti fyrir minna en tvo milljarða í fyrra í verðbréfum sem uppfylla skilyrði samkomulagsins.

Tilnefningarnefndir ættu að eiga í opnara samtali við stærstu hluthafa félaga
Lífeyrissjóðurinn Gildi, stór fjárfestir í mörgum félögum í Kauphöllinni, kallar eftir því að tilnefningarnarnefndir eigi í „opnara samtali“ við hluthafa sína, einkum þá stærstu þannig að þeir öðlist betri innsýn í vinnu nefndanna þegar verið er að leggja til samsetningu stjórnar. Þá segist Gildi ætla að beita sér fyrir því að skráð félög horfi til fjölbreyttari flóru en aðeins kauprétta þegar verið er að koma á langtímahvatakerfum fyrir stjórnendur skráðra félaga.

Tekjurnar af Stelara féllu um þriðjung með innkomu líftæknilyfja í Evrópu
Framleiðandi frumlyfsins Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sá sölutekjur sínar skreppa saman um tugi prósenta utan Bandaríkjanna í lok ársins 2024 þegar keppinautar á borð við Alvotech komu inn á markaðinn í Evrópu með líftæknilyfjahliðstæður. Eftir mestu er hins vegar að slægjast á Bandaríkjamarkaði sem opnaðist í byrjun ársins fyrir hliðstæður við Stelara en hversu stóran bita þeim tekst að fá af kökunni mun meðal annars ráðast af verðstefnu Johnson & Johnson þegar nýir leikendur mæta á sviðið.

Markaðurinn nálgast jafnvægi eftir langt tímabil þar sem öll félög voru vanmetin
Eftir langt tímabil þar sem flest félög í Kauphöllinni voru undirverðlögð, ásamt því að vera mun ódýrari í samanburði við verðkennitölur erlendis, þá virðist íslenski hlutabréfamarkaðurinn núna vera að komast í jafnvægi eftir hraustlegar verðhækkanir flestra félaga síðustu mánuði, að sögn hlutabréfagreinanda. Það eru hins vegar blikur samhliða hratt versnandi samkeppnishæfni landsins sem gæti einkum bitnað á mannaflsfrekum greinum sem eru í erlendri samkeppni.

Setja á fót fimm milljarða framtakssjóð sem fjárfestir í Bretlandi
Kvika eignastýring hefur klárað fjármögnun á nýjum framtakssjóði, sem ber heitið Harpa Capital Partners II, en tekið var við áskriftum fyrir jafnvirði meira en fimm milljarða íslenskra króna. Sjóðsfélagar samanstanda af stórum hópi innlendra og breskra fjárfesta en Harpa mun fjárfesta einungis í fyrirtækjum í Bretlandi þar sem Kvika er með starfsemi.

„Vegna fjarlægðar frá evrusvæðinu“
Talsvert hefur verið rætt um það hvort krónan hafi bjargað Íslandi í kjölfar falls stóru viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 með því að gera landinu fært að aðlagast breyttum efnahagslegum aðstæðum og ná sér í kjölfarið fljótt á strik á ný.

Tvískráningar félaga: Umgjörð og uppgjör viðskipta
Áhugi innlendra fjárfesta á tvískráðum félögum í Kauphöllinni hefur aukist jafnt og þétt frá skráningu hér á landi. Innlendir hluthafar skipta nú þúsundum án þess að efnt hafi verið til sérstaks hlutafjárútboðs og áhugavert verður að fylgjast með framgangi þessara félaga á íslenska markaðnum.

Arctic Therapeutics sækir fjóra milljarða frá innlendum og erlendum fjárfestum
Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics hefur klárað jafnvirði um fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta, meðal annars fjárfestingafélagi Samherja-fjölskyldunnar og norrænu rannsóknarsamsteypunni Sanos Group. Fjármögnunin mun tryggja að félagið geti hafið klínískar rannsóknir á lyfjum við heilabilun og húðbólgusjúkdómum.

Hátt raungengi að nálgast „þolmörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir
Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Trumpaður heimur
Ákvarðanir Trumps geta haft veruleg áhrif á daglegt líf Íslendinga og viðskiptaumhverfi. Þetta eru viðmiðaumskipti sem við neyðumst til að taka með í reikninginn í framtíðinni. Þetta er kannski ekki súrnun hafsins en það getur fleira súrnað hratt ef við erum ekki vakandi. Það styttist í krísufund.

Fer hörðum orðum um kjarasamninga og segir nálgun SA hafa beðið „skipbrot“
Nálgun Samtaka atvinnulífsins í síðustu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, með áherslu á krónutöluhækkanir fyrir þá sem eru á taxtalaunum og valdið launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja, hefur beðið „skipbrot“ að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en hún er jafnframt stjórnarmaður í SA og var áður í framkvæmdastjórn samtakanna. Vegna þessarar nálgunar „datt henni ekki í hug“ að samþykkja svonefndan stöðugleikasamning á liðnu ári á vettvangi SA og telur að með sama áframhaldi muni það leiða til þess að atvinnugreinarnar „fari í sundur“ og sjái um það sjálfar að semja við stéttarfélögin.

Sögur sem sameina okkur virðast vera á undanhaldi
„Góð saga er saga sem við skiljum. Það ríkir sögustríð í heiminum og við sjáum ósannar sögur fljúga og færa mönnum auð og völd,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur í viðtali* þar sem hann ræðir meðal annars hvernig sögur geta haft áhrif í atvinnulífinu. Fyrir fyrirtæki þurfi sagan hins vegar auðvitað að standa á einhverju sem er raunverulegt, annars fellur hún. Það sé alltaf góð saga að afhjúpa ranga sögu.

Spá meiri arðsemi Arion en minni vaxtatekjur taki niður afkomu Íslandsbanka
Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum.

Afar og ömmur óska eftir íbúðum fyrir nýfædd barnabörn á höfuðborgarsvæðinu
Rétt viðbrögð við vandanum, sem fer vaxandi, eru mikilvæg. Nauðsynlegt er því að horfa í þær kerfislægu hindranir sem eru á vegi hraðari uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ef ekki tekst að ráða við vandann mun okkur hér í samfélagi höfuðborgarsvæðisins aðeins takast að bjóða tveimur nýjum fjölskyldum af fimm þak yfir höfuðið næstu 15 árin.

Útlit fyrir óbreyttan verðbólgutakt í aðdraganda næstu vaxtaákvörðunar
Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði.

Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun
Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021.

Barnafjölskyldur flýja höfuðborgarsvæðið
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2015 hefur aðeins þjónað tilgangi sínum að hluta. Markmið um þéttingu byggðar er á góðri leið en þegar kemur að þeim þáttum sem snúa að framboði íbúða í samræmi við fjölgun íbúa og breyttu búsetumynstri þá miðar hægt og jafnvel í öfuga átt sem endurspeglast í því að íbúar hafa í meira mæli flutt til nágrannasveitarfélaganna með þeim afleiðingum að markmið sjálfbærrar þróunar hafa fjarlægst.

Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum
Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar.

Íslenskir fjárfestar koma að fjármögnun á skráðu norsku líftæknifyrirtæki
Hópur íslenskra einkafjárfesta kemur að fjármögnun á Arctic Bioscience, skráð á hlutabréfamarkað í Noregi, með kaupum á breytanlegum skuldabréfum en líftæknifyrirtækið hefur sótt sér jafnvirði samtals hundruð milljóna íslenskra króna frá núverandi hluthöfum og nýjum fjárfestum. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað skarpt á markaði eftir að fjármögnunin var tryggð.

Samkaup verðmetið á yfir níu milljarða í hlutafjáraukningu verslunarkeðjunnar
Samkaup freistar þess núna að sækja sér aukið fjármagn frá núverandi hluthöfum en miðað við áskriftargengið í yfirstandandi hlutafjáraukningu, sem á að klárast í vikunni, er hlutafjárvirði verslunarsamsteypunnar talið vera ríflega níu milljarðar króna. Félagið skilaði talsverðu tapi á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi rekstraraðstæðum en mikil samlegðaráhrif eru áætluð með boðuðum samruna Samkaupa og Heimkaupa.

Fékk yfir þrjú hundruð milljóna bónus þegar samruni JBT og Marel kláraðist
Árni Sigurðsson, sem er núna tekinn við sem aðstoðarforstjóri JBT-Marel, fékk í sinn hlut sérstaka bónusgreiðslu upp á samanlagt meira en þrjú hundruð milljónir króna þegar risasamruni félaganna formlega kláraðist í byrjun þessa árs. Til viðbótar fær Árni einnig umtalsverðan árangurstengdan kaupauka vegna ársins 2024 og samkvæmt nýjum ráðningarsamningi innihalda launakjör hans hjá sameinuðu fyrirtæki margvíslegar hvatatengdar greiðslur, meðal annars umfangsmikla kauprétti og annars konar bónusgreiðslur.

Borgarsamfélag á hröðu breytingaskeiði
Íbúðahverfi sem byggja þarf á næstu áratugum þurfa að mæta þörfum fólks sem eru 60 ára og eldri í mun ríkari mæli en gert hefur verið og sjá má enn í dag í drögum að nýjum og óbyggðum hverfum. Skipulag hverfa, uppbygging innviða og hönnun híbýla þarf að taka mið af félagslegum þörfum fólks á þriðja og fjórða æviskeiði.

Ábyrgðin er borgarstjóra
Skipulagsskelfingin við Álfabakka er skýr birtingarmynd bágrar fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar.

Saga til næsta bæjar
Fólk hegðar sér að miklu leyti út frá tilfinningum þó að hagfræðingar hafi lengst af skilgreint hinn hagræna mann sem rökhugsandi. Sögur vekja tilfinningar og það er þess vegna sem það er yfirleitt besta leiðin til þess að sannfæra fólk eða hafa áhrif á hegðun. Sögur eru stór hluti af því hvernig hanna má upplifun og þjónustu. Sögur selja líka vörur, hvort sem það eru sögur um viðskiptavini eða uppruna þeirra og þróun.

Framtakssjóður Stefnis kaupir meirihluta hlutafjár í Internet á Íslandi
Framtakssjóðurinn SÍV IV í rekstri Stefnis hefur náð samkomulagi við hluthafa Internets á Íslandi (ISNIC), sem sér um rekstur .is lénakerfisins, um kaup á meirihluta hlutafjár í félaginu. Stærsti einstaki hluthafinn fór með þrjátíu prósenta eignarhlut fyrir viðskiptin en félagið skilaði yfir tvö hundruð milljóna rekstrarhagnaði á árinu 2023.

Biðstaða á gjaldeyrismarkaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hluthafa Marel
Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur.