Jól

„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“

Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini. 

Jól

Besta jóla­gjöfin var bón­orð á að­fanga­dag

Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn

Það er ekki sjálfgefið að börn séu tilbúin að gefa sér tíma til þess að fá fína greiðslu í hárið. Engu að síður getur verið gaman og fræðandi að fá innblástur af fallegum greiðslum sem geta jafnvel komið sér vel yfir hátíðarnar. 

Jól

Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands

Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Rakelar Páls og Gunnars Inga Guðmundssonar en söngkonan Rakel Páls syngur öll fimm lög plötunnar. Rakel gaf út lagið Jólaveröld vaknar eftir Gunnar Inga, í fyrra og ákváðu þau í ár að safna saman lögum og hnoða í jólaplötu um þessi jól.

Jól

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jóla­gleðina á ný

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Jóla­daga­tal Vísis: Rúm­fastur í tvo daga eftir mynd­bands­upp­tökur

Lagið Meðan ég sef með hljómsveitinni Í svörtum fötum kom út árið 2004 og varð gríðarlega vinsælt. Lagið er frábært en myndbandið eiginlega enn betra. Hljómsveitameðlimir sýna stórkostlegan leikursigur. Áki Sveinsson sem ljósmyndari og Einar Örn Jónsson sem reiður bílstjóri. Hrafnkell Pálmarsson er sérlega sannfærandi í hlutverki útigangsmanns.

Jól

Gaf for­eldrum sínum hræði­lega jóla­gjöf sem var fljótt látin hverfa

Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Hrekkj­óttir álfar valda usla á ís­lenskum heimilum

Sífellt fleiri íslensk heimili taka að sér álfa í aðdraganda jóla. Þetta eru engir venjulegir álfar heldur sérstakir aðstoðarmenn jólasveinsins, oft nefndir hrekkjaálfar. Þeir eru einnig þekktir sem „álfar á hillu“ eða „elf on a shelf“.

Jól

Fimm góð ráð til þess að draga úr jóla­stressi og kvíða hjá börnum

„Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar.

Jól

Gera geggjuð fjöl­skyldu­jóla­kort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“

„Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli.

Jól

Pallíettur, pils og Pea­ky Blinders ein­kenna jóla­tískuna í ár

Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og jólatónleikar, jólahlaðborð, jólaboð og hinir ýmsu viðburðir því á næsta leyti. Það er því ekki seinna vænna að byrja huga að því hverju skal klæðast yfir hátíðirnar. Vísir ræddi við Evu Birnu Ormslev, eina fremstu tískudrottningu landsins, um hvað verður heitast í jólatískunni í ár.

Jól

Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís

Jóladagatöl koma í öllum stærðum og gerðum. Eitt eiga þau öll sameiginlegt og það er að þau veita unað á einn hátt eða annan. Hér að neðan má sjá nokkrar vinsælar hugmyndir af dagatölum fyrir fullorðna sem fást á Íslandi til þess að auðvelda biðina í desember fram að jólum.

Jól

Fyrsta jóla­lag Helga Björns í yfir 25 ár

Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér.

Jól

Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress

Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út nýtt jólalagið sem ber nafnið „Jólin eru tíminn“. Það er greinilegt að jólaandinn lifir í þessum söngelsku systkinum þar sem þetta er í annað sinn sem þau gefa út jólalag saman.

Jól

Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt

Söngkonan Mariah Carey hefur oft verið kölluð drottning jólanna enda jólalög hennar órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra. Carey hafði óskað eftir því að titillinn yrði skráður sem vörumerki í hennar eigu. Í vikunni fékkst sú niðurstaða í málið að Carey fengi ekki einkaleyfi fyrir vörumerkinu og má því hver sem er kalla sig „drottningu jólanna“.

Jól

Leita að jólagjöf ársins

RSV (Rannsóknasetur Verslunarinnar) leitar eftir tillögum að jólagjöf ársins. Jogginggalli var valin gjöf ársins í fyrra. Þá verður fróðlegt að sjá hvort neytendur og verslanaeigendur séu sammála viðskiptavinum Elko sem völdu loftsteikingapott sem vinsælustu gjöfina í ár. 

Jól