Lífið

Kveður sólina og flytur til Manchester

Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir er að flytja til Manchester. Hún sagði frá því á Instagram að þar væri planið að koma hárlengingamerkinu Glamista hair í verslanir erlendis. 

Lífið

„Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en unga­börn, þá er það megrun“

„Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi.

Lífið

Neituðu að birta fyrir­sögn um þyngdar­aukninguna

Diljá Ámundadóttir Zoëga birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hún talar um fitufordóma og hvernig þeir viðgangast í samfélaginu og á hinum ýmsu miðlum. Þá nefnir hún sérstaklega einn fjölmiðil sem hún átti í samskiptum við fyrir nokkrum árum.

Lífið

Ást­fangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldurs­mun

Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki.

Lífið

Dagarnir lengjast og válynd veður

Janúar getur verið mörgum þungbær, ekki síst þegar veðurguðirnir berja á allt og alla, líkt og raunin er í kvöld. Mánuðurinn bíður þó upp á þá vonarglætu að dagsljósið hefur smám saman betur gegn myrkrinu.

Lífið

Linda selur íbúð sína á Rauðarárstíg

Markþjálfinn og hlaðvarpsstjórnandinn Linda Baldvinsdóttir hefur sett íbúð sína á Rauðarárstíg á sölu. Um er að ræða glæsilega og nýlega endurnýjaða tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í miðbænum.

Lífið

Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur

Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið.

Lífið

„Rosa­lega stór á­kvörðun að ætla að gera þetta ein“

Viktoría Rós Jóhannsdóttir er kraftmikil ung móðir sem heldur úti hlaðvarpinu og Instagram-síðunni Einstæð. Markmiðið með miðlunum hennar er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra heim. Viktoría er viðmælandi Andreu Eyland í einlægu viðtali í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar.

Lífið

Þrí­háls­brotnaði lífs­hættu­lega en lætur nú drauminn rætast

Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs.

Lífið

Harmageddon snýr aftur sem hlaðvarp

„Hin kærleiksríki og óumdeildi útvarpsþáttur með Frosta og Mána snýr aftur sem hlaðvarpsþáttur í áskriftaformi,“ segir í nýrri tilkynningu frá Tal hér á Vísi.

Lífið

Spjótin beinast að Fríðu

Þriðji þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum.

Lífið

Arnar og Sara eiga von á barni

Hlauparinn Arnar Pétursson á von á sínu fyrsta barni ef marka má nýjustu samfélagsmiðlafærslu Söru Bjarkar Þorsteinsdóttur. Sara, sem er förðunarfræðingur og ljósmyndari, birti af sér fallega bumbumynd í tilkynningu á Instagram. 

Lífið