Lífið

Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin?

Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember.

Lífið

Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægi­síðu

Re­bekka Rafns­dótt­ir, kvik­mynda­gerðarkona og rithöfundur, hefur sett fallega hæð við Ægisíðu á sölu. Um er að ræða 174 fermetra hæð í húsi sem var byggt árið 1952 og steinað meðal annars með íslenskri hrafntinnu. 

Lífið

Höll sumar­landsins komin á sölu

Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa sett íbuð sína við Skeljanes á sölu. Ásett verð er 108 milljónir.

Lífið

Mætti á dregilinn þrátt fyrir á­sakanirnar

Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið.

Lífið

Yrsa reykspólar fram úr Geir

Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni.

Lífið

Villi Vill og Halla Vil­hjálms á Nínu

Það var líf og fjör á opnun skemmtistaðarins Nínu við Hverfisgötu á dögunum. Eigendur segja staðinn vera svar við kalli landsmanna um öðruvísi og lágstemmdari skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig.

Lífið

Um­ræða um kólesteról á villi­götum

Axel F. Sigurðsson sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum til þrjátíu ára segir umræða um kólesteról hér á landi hafi verið á villigötum undanfarin ár. Lyf sem notuð séu í forvarnarskyni hafi verið ofnotuð, kólesteról sé lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi.

Lífið

Vala Ei­ríks og Óskar orðin for­eldrar

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, eignuðust frumburð sinn þann 5. desember síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið

Skáld­skapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta

Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti rithöfundur og skáld landsins, segir frá skáldskaparferli sínum, sjálfri sér og störfum í sérlega fróðlegri og skemmtilegri bók þar sem flakkað er fram og aftur í tíma og rúmi. Bókin, sem ber heitið Skálds saga, er fyrst og fremst lýsing á ýmsum þáttum í lífi og starfi skáldsins, aðferðum og aðstöðu við skriftir, kveikjum og innblæstri, hindrunum og hvatningu, og veitir athyglisverða innsýn í sköpunarferlið og glímuna við orðin.

Lífið samstarf

Snorri skein skært í hátíðarbrókinni

Það var stemning og mikil gleði á jólatónleikum Snorra Ásmundssonar í Hannesarholti í síðustu viku þar sem hann flutti frumsamin verk og sömuleiðis spunaverk sem samin voru á augnablikinu. Snorri skartaði glimmerbrók og skein skært.

Menning

„Ég hrundi“

Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara til þess að láta sér líða vel. Og ein af þeim leiðum er sjálfstyrkingaraðferð sem kölluð er Baujan.

Lífið

Mari sló met í eggheimtu

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum.

Lífið

Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tví­bura

Það hefur margt á daga Sævars Breka drifið en hann myndar tvíeykið NUSSUN ásamt Agli Breka. Þeir stóðu fyrir stórum útgáfutónleikum í síðustu viku þar sem þeir gáfu út stuttmynd og tónlistarmyndband og á föstudag eignuðust Sævar Breki og unnusta hans Guðrún Lóa svo tvíbura. 

Tónlist

Halla Vil­hjálms á lausu

Halla Vilhjálmsdóttir Koppel, leikkona og verðbréfamiðlari, er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr hjónabandi hennar og Harry Koppel. Saman eiga þau þrjú börn.

Lífið

Húrrandi stemning í opnun Húrra

Tískuunnendur landsins gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstudag þegar verslunin Húrra opnaði dyrnar að splunkunýrri verslun í Kringlunni. Margt var um manninn og gestir skörtuðu sínum flottustu fötum. 

Tíska og hönnun

Kittý og Egill byrjuð saman

Leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson og Kittý Johansen athafnakona eru saman. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum síðasta sumar.

Lífið