Lífið

„Nautið kom alltaf á fleygiferð“

Á einni af ferðum sínum um Færeyjar kom RAX auga á skjöldótt naut sem hann langaði að mynda. Það stóð við mosagróinn hlaðinn vegg og RAX sá fyrir sér mynd þar sem það liti út fyrir að vera hluti af veggnum. Nautið átti sér hins vegar enga drauma um fyrirsætustörf og brást hið versta við og reyndi að stanga RAX sem flúði upp á vegginn þar sem hann mátti dúsa í hálftíma.

Lífið

Upp­á­halds­hlað­vörp ís­lenskra kvenna

Hlaðvörp (e. podcast) eru tiltölulega nýtt fyrirbæri en eru orðin nánast ómissandi hluti af lífi margra. Hlaðvörpin eru misjöfn eins og þau eru orðin mörg, allt frá umfjöllun um dularfull morðmál, áhugaverð fræðsluefni eða létt spjall um allt milli himins og jarðar.

Lífið

Er sigurlag Eurovision stolið?

Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns.

Lífið

Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið

Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag.

Tónlist

Hálf­ís­­lensk leik­­kona á upp­­­leið í Banda­­ríkjunum

Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson.

Lífið

Fór loksins að taka pláss: „And­stæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“

„Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“

Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette. 

Lífið

Forsetinn tók lagið með Helga Björns

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir í gær og greip í míkrafóninn ásamt Helga Björns á Úlfarsfelli í grenjandi rigningu og roki. Lagið sem varð fyrir valinu var „Vertu þú sjálfur“.

Lífið

Tilkynntu nafnið með frumsömdu ljóði

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, nefndu dóttur sína og fögnuðu þrítugsafmæli Ingileifar í gær á Uppstigningardaginn.

Lífið

Byrjaði með kærastanum eftir blint stefnu­mót

Söngkonan Miley Cyrus prýðir nýjustu forsíðu British Vogue. Í viðtali við tímaritið segir hún meðal annars frá því hvernig hún kynntist kærastanum sínum, Maxx Morando. Miley segist hafa kynnst honum á blindu stefnumóti.

Lífið

Þóra Dungal er látin

Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur.

Lífið

„Svo verður maður kannski fyrir valtara og hvað gerirðu þá?“

„Ég hef rosalega gaman að því að vera á einhverjum mörkum. Með svona „questionable“ fagurfræði. Ég veit alveg að það finnst ekki öllum þetta flott og mér finnst það bara allt í lagi. Mér líður vel þar,“ segir listakonan og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins.

Menning

Sviðs­höfundur Lor­een segist ekki hafa stolið af Sæ­­mundi

Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 

Lífið

Missti tvær systur sínar og lifir nú einn dag í einu

„Það er ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn og hvað þá tvö. Þetta er ótrúlega erfið lífsreynsla og að sama skapi að horfa á foreldra sína syrgja svona,“ segir íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið

Heiðra minningu Njalla með tónleikum

Næstkomandi laugardag munu þrjár af vinsælustu sveitaballahljómsveitum landsins, Vinir vors og blóma, Land og synir og Sóldögg stíga á stokk í Háskólabíói og heiðra minningu hljómborðsleikara síns og vinar Njáls Þórðarsonar.

Lífið