Lífið

„Ég dreg mig í hlé og fer bara og stofna kaffi­hús“

Birna Einarsdóttir athafnakona og stjórnarformaður Iceland seafood skaut föstum skotum að Snorra Mássyni fjölmiðlamanni á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem nú fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Þar stýrði Snorri pallborðsumræðum. 

Lífið

Græn­metis­æta í 38 ár en ekki lengur

Martin Freeman er hættur að vera grænmetisæta eftir að hafa verið það í 38 ár. Hinn 52 ára gamli leikari varð grænmetisæta sem unglingur árið 1986 vegna þess að honum fannst aldrei þægileg tilhugsun að borða dýr.

Lífið

Magnús Árni selur sögu­frægt hús með kastalaturni

Magnús Árni Skjöld Magnússon varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður hefur sett íbúð sína við Ásvallagötu 1 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 120 fermetra eign í sögufrægu húsi frá árinu 1930. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Lífið

Minningar um líf sem er að hverfa

Á Ströndum var blómlegur búskapur en nú er fátt fólk sem býr þar allt árið um kring. Bændur á svæðinu höfðu tekjur af æðadúni og rekaviði sem barst að miklu leyti frá Síberíu en í dag berst aðeins brot af því sem gerði áður.

Lífið

Jón Daði og María Ósk eignuðust dreng

Jón Daði Böðvarsson knattspyrnumaður og unnusta hans María Ósk Skúladóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt annað barn síðastliðinn þriðjudag, þann 30.apríl. Fyr­ir eiga þau Sunn­evu Sif sem er fimm ára.

Lífið

Tíu ár og aukin með­vitund í bransanum

Snyrtivöruverslunin Nola fagnaði tíu ára afmæli sínu á dögunum. Í tilefni tímamótanna sló verslunin til veislu og nýtti í leiðinni tækifærið á að breyta útliti vörumerkisins. Nola hefur verið leiðandi í innflutningi á snyrtivörum án óæskilegra innihaldsefna.

Lífið

MANOWAR til Ís­lands í fyrsta sinn

Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“

Tónlist

Alltaf með nagla­þjöl en gleymir stundum lyklunum

Tískuhönnuðurinn Berglind Hlynsdóttir hannar undir nafninu Bosk og hefur vakið athygli fyrir einstakar og litríkar töskur. Það er búið að vera mikið um að vera hjá Berglindi í kringum HönnunarMars og er hún gjarnan með marga bolta á lofti en hún gaf sér tíma til þess að veita lesendum Vísis innsýn í töskuna sína í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun

Hvetur fólk til þess að leika sér

Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki.

Lífið

Ný vörulína lagar litabletti í húð

Bright Reveal er splunkuný húðvörulína frá L´Oréal Paris sem er að slá í gegn. Vörurnar innihalda einstakt virkt efni sem Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri L´Oréal Paris á Íslandi segir leikbreyti þegar kemur að lagfæringum á húð og endurnýjun.

Lífið samstarf

Mikið fjör á opnun kosningaskrifstofu Gnarr

Fjöldi fólks lét sjá sig þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi opnaði dyrnar að kosningaskrifstofu sinni við Aðalstræti 11 í dag. Boðið var upp á kræsingar og skemmtiatriði í tilefni opnunarinnar. 

Lífið

Sjarmerandi og seiðandi á sjö­tugs­aldri

Einstaklingar sem búa yfir ákveðnum persónutöfrum virðast ná að heilla flesta með sínu fallega brosi, útgeislun eða sjálfsöryggi, og þykja afar sjarmerandi. Eitt er að víst að það er misjafnt hvað heillar fólk en þessar týpur eiga það sameiginlegt að stela senunni hvert sem þær mæta. 

Lífið

Nem­endur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín

Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lífið

„Kveiktum næstum í öllu sumar­bú­staða­landinu“

Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá.

Lífið

„Nú­tíminn er trunta“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki hrifinn af ýmis konar nútímavæðingu í arkítektúr og innanhússhönnun. Nú eru það nýr hurðarhúnn á Alþingi sem fær sinn skerf af gagnrýni frá þessum reynda þingmanni. 

Lífið