Menning Útilistaverk í Árborg fjórfaldaðist í verði Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm milljónir króna sem upphaflega var áætlað. Menning 27.9.2008 05:00 Óperur á neti Metropolitan Opera í New York er fremst í flokki þeirra óperuhúsa heimsins sem vilja halda sér í takt við tímann. Þar er uppi sú hreyfing að heimta að óperusöngvarar grenni sig, þar er lengst komið tæknivæðingu í þjónustu við áhugamenn um óperur á netinu. Menning 26.9.2008 06:00 Leikið til góðs Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag. Menning 26.9.2008 05:30 Bjartmar leigir leikhús í London Bjartmar Þórðarson þreytti frumraun sína sem leikstjóri í verki sem frumsýnt var í London í gær. Menning 26.9.2008 05:00 Heimur heyrnarlausra Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Menning 26.9.2008 04:45 Ljósmyndari þjóðarinnar Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Menning 26.9.2008 04:30 Myndbandalist í Gerðubergi Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Menning 26.9.2008 02:45 Engisprettur koma aftur á svið Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Menning 26.9.2008 02:45 Katrín á sigurbraut Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur verið tilnefnd til Deutsche Börse Photographic Prize fyrir sýningu sína Margsaga sem nú er uppi í Gallerí Ágúst á Baldursgötunni í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar í Evrópu á síðastliðnu ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru listamennirnir Esko Männikkö, Rineke Dijkstra og Andreas Gursky. Menning 26.9.2008 01:15 100 myndir frá 27 löndum Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Menning 24.9.2008 07:00 Vox vantar raddir Kórinn Vox academica er að hefja sitt 13. starfsár. Vox academica er blandaður 60 manna kór skipaður tónlistarmenntuðu fólki og þrautreyndum kórsöngvurum. Æfingar eru einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum og fyrsta mánudag hvers mánaðar. Menning 24.9.2008 07:00 Tilbrigðatónsmíðar í kvöld Kammerhópurinn Nordic Affect hefur vetrartónleikaröð sína í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 20. Á þessum fyrstu tónleikum starfsvetrarins, sem bera yfirskriftina „Fram og til baka", verður efnisskráin tileinkuð tilbrigðatónsmíðum. Menning 24.9.2008 04:00 Norrænir tónar á haustjafndægrum Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20, á haustjafndægrum, og leikur norræna tónlist. Menning 22.9.2008 04:00 Gefur út tvær kynlífsbækur Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright, sem á íslenska móður og bandarískan föður, hefur gefið út tvær nýjar bækur sem nefnast Pleasuring: The Secrets to Sexual Satisfaction og Your Orgasmic Pregnancy: Little Secrets Every Hot Mama Should Know. Menning 21.9.2008 08:00 Afmæli Atla fagnað Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Menning 18.9.2008 08:00 Perlur frumsýndar í kvöld Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Menning 18.9.2008 05:00 Hvalreki í Grindavík Leiklistarfólk sem á ættir sínar að rekja til Grindavíkur vill koma þar í gang reglulegu leiklistarstarfi. Nýverið hófust æfingar á 21 manns saknað sem Grindvíska atvinnuleikhúsið frumsýnir í lok október. Menning 18.9.2008 03:00 Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. Menning 16.9.2008 07:00 Endurútgefur Ólaf Jóhann „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. Menning 11.9.2008 06:00 Fýsn frumsýnd í kvöld Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Menning 11.9.2008 06:00 Svartir þræðir Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Svartir þræðir á laugardag kl. 14 í Grafíksafni Íslands, hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúr. Menning 11.9.2008 06:00 Ástarflónið norður Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Menning 11.9.2008 05:00 Saga flóttamanna og hælisleitenda Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Menning 11.9.2008 04:00 Óður Birtu til jarðarinnar Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Menning 11.9.2008 04:00 Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Menning 11.9.2008 04:00 Ólöf opnar sýningu Sýning á verkum myndlistarkonunnar Ólafar Bjargar Björnsdóttur verður opnuð í dag kl. 17 í Artóteki, sem er á jarðhæð aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nefnist sýningin „Áttavitinn sjálfsnánd og mild mýkingarefni". Menning 11.9.2008 03:00 Gylfi semur um Breiðavík Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Menning 9.9.2008 05:00 Þjóðleikhúsið opið Boðið verður upp á opið hús í Þjóðleikhúsinu í dag á milli kl. 13 og 16. Þar verður margt skemmtilegt um að vera; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mun taka á móti gestum í sínu fínasta leikhúspússi, ræningjarnir úr Kardemommubænum ætla að grilla á tröppum Þjóðleikhússins og starfsfólk og leikarar hússins verða á ferð og flugi um alla bygginguna, uppáklædd í tilefni dagsins, leitandi að ísbirni sem ku hafa tekið sér bólfestu í húsinu. Menning 6.9.2008 05:00 Píanóverk Þorkels í Salnum Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Menning 6.9.2008 04:00 Safnarar selja eigur sínar Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III Menning 6.9.2008 04:00 « ‹ 178 179 180 181 182 183 184 185 186 … 334 ›
Útilistaverk í Árborg fjórfaldaðist í verði Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm milljónir króna sem upphaflega var áætlað. Menning 27.9.2008 05:00
Óperur á neti Metropolitan Opera í New York er fremst í flokki þeirra óperuhúsa heimsins sem vilja halda sér í takt við tímann. Þar er uppi sú hreyfing að heimta að óperusöngvarar grenni sig, þar er lengst komið tæknivæðingu í þjónustu við áhugamenn um óperur á netinu. Menning 26.9.2008 06:00
Leikið til góðs Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag. Menning 26.9.2008 05:30
Bjartmar leigir leikhús í London Bjartmar Þórðarson þreytti frumraun sína sem leikstjóri í verki sem frumsýnt var í London í gær. Menning 26.9.2008 05:00
Heimur heyrnarlausra Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Menning 26.9.2008 04:45
Ljósmyndari þjóðarinnar Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Menning 26.9.2008 04:30
Myndbandalist í Gerðubergi Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Menning 26.9.2008 02:45
Engisprettur koma aftur á svið Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Menning 26.9.2008 02:45
Katrín á sigurbraut Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur verið tilnefnd til Deutsche Börse Photographic Prize fyrir sýningu sína Margsaga sem nú er uppi í Gallerí Ágúst á Baldursgötunni í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar í Evrópu á síðastliðnu ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru listamennirnir Esko Männikkö, Rineke Dijkstra og Andreas Gursky. Menning 26.9.2008 01:15
100 myndir frá 27 löndum Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Menning 24.9.2008 07:00
Vox vantar raddir Kórinn Vox academica er að hefja sitt 13. starfsár. Vox academica er blandaður 60 manna kór skipaður tónlistarmenntuðu fólki og þrautreyndum kórsöngvurum. Æfingar eru einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum og fyrsta mánudag hvers mánaðar. Menning 24.9.2008 07:00
Tilbrigðatónsmíðar í kvöld Kammerhópurinn Nordic Affect hefur vetrartónleikaröð sína í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 20. Á þessum fyrstu tónleikum starfsvetrarins, sem bera yfirskriftina „Fram og til baka", verður efnisskráin tileinkuð tilbrigðatónsmíðum. Menning 24.9.2008 04:00
Norrænir tónar á haustjafndægrum Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20, á haustjafndægrum, og leikur norræna tónlist. Menning 22.9.2008 04:00
Gefur út tvær kynlífsbækur Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright, sem á íslenska móður og bandarískan föður, hefur gefið út tvær nýjar bækur sem nefnast Pleasuring: The Secrets to Sexual Satisfaction og Your Orgasmic Pregnancy: Little Secrets Every Hot Mama Should Know. Menning 21.9.2008 08:00
Afmæli Atla fagnað Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Menning 18.9.2008 08:00
Perlur frumsýndar í kvöld Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Menning 18.9.2008 05:00
Hvalreki í Grindavík Leiklistarfólk sem á ættir sínar að rekja til Grindavíkur vill koma þar í gang reglulegu leiklistarstarfi. Nýverið hófust æfingar á 21 manns saknað sem Grindvíska atvinnuleikhúsið frumsýnir í lok október. Menning 18.9.2008 03:00
Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. Menning 16.9.2008 07:00
Endurútgefur Ólaf Jóhann „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. Menning 11.9.2008 06:00
Fýsn frumsýnd í kvöld Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Menning 11.9.2008 06:00
Svartir þræðir Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Svartir þræðir á laugardag kl. 14 í Grafíksafni Íslands, hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúr. Menning 11.9.2008 06:00
Ástarflónið norður Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Menning 11.9.2008 05:00
Saga flóttamanna og hælisleitenda Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Menning 11.9.2008 04:00
Óður Birtu til jarðarinnar Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Menning 11.9.2008 04:00
Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Menning 11.9.2008 04:00
Ólöf opnar sýningu Sýning á verkum myndlistarkonunnar Ólafar Bjargar Björnsdóttur verður opnuð í dag kl. 17 í Artóteki, sem er á jarðhæð aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nefnist sýningin „Áttavitinn sjálfsnánd og mild mýkingarefni". Menning 11.9.2008 03:00
Gylfi semur um Breiðavík Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Menning 9.9.2008 05:00
Þjóðleikhúsið opið Boðið verður upp á opið hús í Þjóðleikhúsinu í dag á milli kl. 13 og 16. Þar verður margt skemmtilegt um að vera; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mun taka á móti gestum í sínu fínasta leikhúspússi, ræningjarnir úr Kardemommubænum ætla að grilla á tröppum Þjóðleikhússins og starfsfólk og leikarar hússins verða á ferð og flugi um alla bygginguna, uppáklædd í tilefni dagsins, leitandi að ísbirni sem ku hafa tekið sér bólfestu í húsinu. Menning 6.9.2008 05:00
Píanóverk Þorkels í Salnum Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Menning 6.9.2008 04:00
Safnarar selja eigur sínar Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III Menning 6.9.2008 04:00