Menning

Ævar Örn seilist í Glerlykilinn í vor

Glerlykillinn, hin norrænu verðlaun glæpasagnanna, er nú í undirbúningi og taka brátt að birtast tilnefningar frá valnefndum í hverju landi. Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur lokið störfum og tilnefnir eina íslenska glæpasögu útgefna árið 2005 til að keppa um Glerlykilinn, verðlaun Norrænu glæpasamtakanna SKS, Skandinaviska Kriminalsällskapet.

Menning

Tangó er spuni á milli tveggja

Tangófélagið stendur fyrir tangódansleik, milongu, í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Áður en ballið byrjar fá þeir sem vilja tilsögn í tangó svo að þeir séu betur í stakk búnir að láta ljós sitt skína á dansgólfinu.

Menning

Skugginn leikur laus

Stjórn Íslensku óperunnar varð á síðasta ári fyrir nokkurri gagnrýni vegna þess að hún sinnti ekki frumsköpun í óperusmíði. Þá hafði Óperan stofnað Óperustúdíó til að þróa ný verk.

Menning

Af uppboðum

Tvö íslensk málverk voru slegin í fyrradag á uppboði Bruun Rasmussen í Landskrona. Bæði verkin voru kynnt á vef fyrirtækisins danska sem þau væru eftir nafnlausa listamenn en íslenska. Annað verkið er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur frá 1988 (66x1.000) og fór á 5.500 dkr., eða 66.292 ísl. kr. Hitt verkið er eftir Guðbjörgu Láru frá 1989 (74x80) og seldist á 1.650 dkr., – 19.887 ísl. kr.

Menning

Uppskriftir að höfundi

Félag bókmenntafræðinema í Háskóla Íslands kallar sig Torfhildi til heiðurs fyrsta íslenska atvinnuhöfundinum, Torfhildi Hólm. Á morgun verður það með málþing sem öllum er opið í Odda á háskólalóðinni, stofu 101 kl. 15. Þar verða í boði kökur á basar fyrir gesti: Kaffi og kökur í boði Torfhildar; skúffu-, gulrótar-, bláberja-, marengs- og eplakökur.

Menning

Tveggja turna tal komið út

Í dag kemur út rit Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings, Skáldalíf - ofvitinn í Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri, um þá Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson. Rannsóknarverk Halldórs er um fimm hundruð síður, ríkulega myndskreytt með skrám mynda, heimilda og nafnaskrá.

Menning

Aðfangadagur tungunnar

Í kvöld verður upplestrarhátíð Bjarts á Kaffi Sólon í Bankastræti. Þær Bjartsfreyjur segja hátíðina bera upp á aðfangadag íslenskrar tungu, en á morgun verður afmælisdagur Jónasar haldinn hátíðlegur. Hefst hátíðahaldið í kvöld kl. 20.30, stundvíslega.

Menning

Tilnefnd til verðlauna

það styttist í að Myndstefsverðlaunin svokölluðu verði veitt og var tilkynnt á föstudag hverjir væru tilnefndir að þessu sinni. Sex myndhöfundar, þrjár konur og þrír karlar, keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, en forseti Íslands úthlutar þeim hinn 21. nóvember næstkomandi. Það verður í annað sinn sem verðlaunum Myndstefs er úthlutað.

Menning

Bannið þessa sjúku bók

Allt útlit er fyrir að hagsmunasamtök á Írlandi muni reyna að fá örmyndasögubók Hugleiks Dagssonar, Should You Be Laughing At This?, bannaða þar í landi en bókin þykir senda unglingum vægast sagt varasöm skilaboð.

Menning

Portus hrósað í Feneyjum

Íslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut á miðvikudag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíðlega athöfn.

Menning

Aldingarðurinn

Á mánudaginn, 13. nóvember, kemur út hjá Hjá Vöku Helgafelli Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Aldingarðurinn kemur út samtímis í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Menning

Á eigin vegum

Hjá Vöku-Helgafelli er komin út bókin Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur.

Menning

Fljótandi heimur

Hjá Máli og menningu er komin út bókin Fljótandi heimur eftir Sölva Björn Sigurðsson. Sölvi Björn hefur áður sent frá sér skáldsöguna Radíó Selfoss auk nokkurra ljóðabóka. Síðasta bók hans Gleðileikurinn djöfullegi vakti mikla athygli.

Menning

Tvær nýjar bækur um Magga mörgæs

Hjá Vöku-Helgafelli eru komnar út tvær bækur um Magga mörgæs, Maggi verður lasinn og Sleðaskólinn sem Halla Sverrisdóttir þýddi. Margir krakkar þekkja Magga mörgæs og vini hans úr sjónvarpinu sem Pingú í Íslandi í bítið.

Menning

Fyrir kvölddyrum

Hjá Máli og menningu kemur út á morgun ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson, Fyrir kvölddyrum. Hannes yrkir um mannlegar tilfinningar í öllum sínum fjölbreytileika, en ekki síst eru það yrkisefni tengd náttúru og sögu Íslands sem hafa gert hann ástsælan með þjóðinni.

Menning

Pétur Már með sýningu í i8

Samhliða sýningu Katrínar Sigurðardóttur opnar Pétur Már Gunnarsson (f.1975) sýningu sína undir stiganum í i8. Pétur stundaði nám við Listaháskóla Íslands og við Listakademíuna í Vínarborg.

Menning

Aríur um ástina í hádeginu á þriðjudaginn

Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar hefur fest sig í sessi sem einn af föstum liðum í dagskrá Óperunnar yfir vetratímann. Þriðjudaginn 14. nóvember er komið að öðrum tónleikunum í hádegistónleikaröðinni í vetur og bera þeir yfirskriftina „Aríur um ástina”.

Menning

Portrett af Skarði

Einar Falur Ingólfsson og Helgi Þorgils Friðjónsson opna óvenjulega sýningu í Anima galleríi kl. 17 í dag. Sýningin ber heitið „Portrett af stað“ og geymir verk þeirra félaga í ljósmyndum, textum og málverkum er öll tengjast bænum Skarði á Skarðsströnd í Dalasýslu.

Menning

Opið hús í Listaháskólanum

Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi.

Menning

Litirnir dansa

Guðrún Bergsdóttir opnar sýningu á útsaumsverkum og tússteikningum í Boganum í Gerðubergi í dag. Litirnir dansa og iða fullir af kátínu og frelsiskennd og vitna um hina óheftu tjáningu sem sprettur fram úr hugarheimi Guðrúnar Bergsdóttur.

Menning

Tveimur sýningum að ljúka

Nú um helgina lýkur tveimur athyglisverðum sýningum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru, Reykjavík - Úr launsátri: Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar og Flóðhestar og framakonur: Afrískir minjagripir á Íslandi.

Menning

Gjaldmælir dauðans telur

Áhugaverð og skemmtilega spunnin glæpasaga líður fyrir einfalda afgreiðslu lausra enda. Höfundarnir hafa áður sýnt að þeir geta betur en Farþeginn stendur þó vel fyrir sínu sem þokkalegur reyfari og manni leiðist aldrei við lesturinn.

Menning

Fjölskyldusýningar dansflokksins

Íslenski dansflokkurinn opnar dyr sínar í nóvember og býður til þriggja fjölskyldusýninga sem henta jafnt ungum sem öldnum. Mat flokksins er að mikilvægt sé að auðvelda fólki að kynnast dansi og sjá hversu skemmtilegt það getur verið að koma á danssýningu.

Menning

Ævisaga Laxness gefin út á ensku

Ævisagan um Nóbelskáldið Halldórs Kiljan Laxness eftir Halldór Guðmundsson verður gefin út á ensku. Samningar þar að lútandi hafa tekist á milli JPV útgáfu og MacLehose Press í London sem gefur bókina út í samvinnu við Quercus-forlagið.

Menning

Heimsglaumur á Barnum

Í tilefni af útgáfu bókanna Fljótandi heimur, eftir Sölva Björn Sigurðsson, og Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins, eftir Steinar Braga, bjóða útgáfurnar Edda og Bjartur öllum velunnurum íslenskra bókmennta í útgáfupartý á efri hæðinni á Barnum, Laugavegi 22, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00.

Menning

Unglist fer vel af stað

Eins víst og Lóan kemur á vorin þá hefur Unglist Listahátíð ungs fólks, verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992. Hátíðin stendur yfir í rúma viku í hvert sinn með fjölda þátttakenda og njótenda.

Menning

Ófétin komin til Hveragerðis

Eftir endilöngu gólfi bókasafnsins í Hveragerði liggur djúp og mikil sprunga sem er eitt af undrum bæjarins. Sprungan kom í ljós meðan verið var að byggja húsið og geta gestir nú dáðst að þessu náttúrufyrirbæri gegnum gler í gólfinu.

Menning

Forvitnileg yfirlitssýning

Í Smiðjunni Listhúsi í Ármúla 36 í Reykjavík er nú sýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar málara en í ár eru níutíu ár liðin frá fæðingu hans. Sigurður var fæddur árið 1916.

Menning