Menning

Fjölbreyttara framhaldsnám

Háskólinn á Akureyri hefur vaxið hratt á síðustu misserum og er nú boðið upp á háskólanám í sex deildum. Nemendur skólans eru um 1500 og þar af stundar nærri helmingur fjarnám.

Menning

Adam, Eva og eplið

Kristinn Ólason guðfræðingur er með nýtt námskeið hjá Endurmenntun HÍ um sköpunartexta Gamla testamentisins. Þar veltir hann meðal annars fyrir sér hvort nútímafólk eigi erindi við þennan texta.

Menning

Fljúgandi tölvunarfræðingur

Ýmir Vigfússon er námshestur. Hann er 21 árs og ætlar að útskrifast í vor með BS gráðu í stærðfræði frá HÍ og stefnir að því að taka lokapróf í píanóleik og einkaflugmannspróf seinna á árinu. Ýmir var að koma frá Bandaríkjunum þar sem hann heimsótti Cornell háskólann í New York fylki sem býður honum rífandi laun fyrir að koma í doktorsnám.

Menning

Drengir í danskennslu

Strákar úr Hlíðaskóla lögðu sig alla fram í danskennslu hjá Íslenska dansflokknum í dag, en boðið var upp á kennsluna til að vekja áhuga þeirra á nútímadansi.

Menning

Íþrótt sem gefur mér mikið

Halldóru Rut Bjarnadóttur, dagskrárgerðarkonu í þættinum Fríða og Dýrið á Popptíví, finnst mikilvægt að stunda íþrótt sem gefur henni bæði útrás og kraft.

Menning

Góð hvíld er lífsnauðsynleg

Lovísa Ólafsdóttir hjá Liðsinni Solarplexus rannsakaði svefnvenjur sjómanna og tók rannsóknin tæp fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa starfað að vinnuvernd í fjórtán ár, þá segist hún sjaldan eða aldrei fengið eins opinn og skemmtilegan hóp.

Menning

Aukatónleikar með Kyrkjebö

Miðar á tónleika, sem norska söngkonana Sissel Kyrkjebö hyggst halda hér á landi 30. september næstkomandi í Háskólabíói, seldust upp á innan við klukkustund í sérstakri forsölu í morgun. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika og fara þeir fram kvöldið eftir, 1. október. Miðasala á aukatónleikana hefst á morgun, miðvikudag.

Menning

Upp á Skjaldbreið á Porsche

Sportbíl, hönnuðum til að aka á hraðbrautum í Evrópu, var í fyrsta sinn ekið upp fjallið Skjaldbreið í dag. Og það var brunað upp brekkurnar.

Menning

Með lag á heilanum

Vísindamenn reyna að komast að því af hverju sum lög valda okkur næstum áráttukenndum endurtekningum.

Menning

Besta starf í heimi

Hákon Bragi Valgeirsson, matreiðslumaður á Grand Hótel og félagi í matreiðsluklúbbi matreiðslumanna, Freistingu, er aðeins á 25. aldursári en búinn að ná takmarki sínu sem hann hefur unnið að síðan hann var 15 ára -- að verða kokkur. Hann er alsæll í starfinu og gæti ekki hugsað sér neina aðra vinnu.

Menning

Stuð á skakinu um sumartímann

Garðar Berg Guðjónsson á bát sem hann notar bæði til veiða og skemmtisiglinga. Hann er á móti kvótakerfinu en segir fátt í stöðunni annað en að sætta sig við orðinn hlut.

Menning

Mikill hraði og spenna

Helga Hlín Hákonarsdóttir starfar sem lögmaður hjá Íslandsbanka. Hún segist eiga mikil samskipti við fólk og ávallt hafa nóg að gera.

Menning

Tveir skipstjórar

Hjónin Guðmundur og Guðný standa vaktina saman í dagróðrunum og hafa gert í fjölda ára.

Menning

Sissel komin til landsins

Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust.

Menning