Menning

Sýningarskálinn opnaður 2006

Sýningarskáli vegna fornminja við Aðalstræti 16 í Reykjavík verður opnaður almenningi vorið 2006. Í skálanum verður saga landnáms sögð og margmiðlunartækni notuð til að koma túlkunum fræðimanna á framfæri.

Menning

Díoxín skaðlegt en ekki banvænt

Díoxín komst í fréttirnar eftir að austurrískir læknar staðfestu að það hefði verið notað til að eitra fyrir úkraínska stjórnarandstöðuleiðtoganum Viktor Júsjenkó. Það olli því að andlit hans breyttist svo mjög að það varð í raun óþekkjanlegt; grátt, guggið og fullt af útbrotum.

Menning

Ný sinfóníuhljómsveit stofnuð

Aðstandendur tónleika með Placido Domingo, sem haldnir verða í Egilshöll í mars, eru að stofna heila sinfóníuhljómsveit til undirleiks við söngvarann. Alfreð Alfreðssson, sem vinnur að undirbúningi, segir að það gangi ótrúlega vel að ná saman góðum hljóðfæraleikurum.

Menning

Baróninn haldinn norðurhjaradellu

Franskur barón kom til Íslands árið 1898 til þess að auðgast. Hann var haldinn norðurhjaradellu og taldi landið tilvalið til þess að hefja nýtt líf. En háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu ekki samleið, eins og fram kemur í heimildaskáldsögunni <em>Baróninn</em> eftir Þórarin Eldjárn.

Menning

Friðriksmótið í dag

Friðriksmótið, skákmót til heiðurs Friðriki Ólafssyni fór fram í dag. Friðrik, sem er fyrsti stórmeistari Íslands, tefldi upphafsskák mótsins við Lenku Patsnikóvu, fyrsta kvennastórmeistara landsins. Lenka gerði sér lítið fyrir og sigraði Friðrik í æsispennandi skák. Allir helstu skákmenn þjóðarinnar tóku þátt í mótinu.

Menning

Brúðgumi í basli

Ísraelskur fráskilinn maður lenti heldur betur í því þegar hann gifti sig á ný um helgina. Fyrrverandi eiginkona hans sætti sig ekki við að maðurinn hafði ekki greitt henni lögboðna framfærslu. Hann hafði reynt að fara huldu höfði og tekist það í nær átta ár, þegar hún loks hafði upp á honum og varð sér úti um boðskort í brúðkaupsveislu hans.

Menning

Talibanafemínistar gegn Bjössa Jör

Björn Jörundur var að fá úr prentsmiðjunni 5. tölublaðið af bOGb. Hann tók við ritstjórn tímaritsins blautur á bak við eyrun. Nú er komin reynsla og í helgarblaði DV ræðir ritstjórinn það hversu erfitt getur reynst að kollvarpa hugmyndum fólks um að hann ritstýri klámblaði og árásir femínista á hendur sér.

Menning

Töfraheimur prakkarans frumsýndur

Óperusöngvarar framtíðarinnar frumsýna í kvöld Töfraheim prakkarans, þar sem er að finna ýmsar af helstu perlum tónbókmenntanna. Garðar Cortes stjórnar, en nemendur við Söngskólann í Reykjavík ljá verkinu rödd sína. Verkinu er lýst sem líflegri og skemmtilegri óperu fyrir prakkara á öllum aldri.

Menning

Justeat.is er framtíðin

"Hugmyndin á bak við Justeat er sú að fólk geti farið inn á justeat.is og pantað sér mat á Netinu. Það skráir inn allar nauðsynlegar upplýsingar, eins og heimilisfang og síma, í fyrsta sinn sem það skráir sig inn. 

Menning

Alveg geðveikur

"Draumabíllinn minn er Porsche 911," svarar Rúnar Gíslason á augabragði aðspurður um draumabílinn. "Reyndar hef ég alltaf verið hrifinn af jeppum en mig langar bara í einn léttan og lipran núna," segir Rúnar,

Menning

Á við góða hugleiðslu

"Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin."

Menning

Grænir og vænir

Mengun er vandamál sem eykst bara ef ekki er tekið á því af einhverju viti og virðast bílaframleiðendur vera að vakna til vitundar með því að framleiða umhverfisvænni bíla sem menga minna. 

Menning

100 þúsund eintök seld

Fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin um Litlu lirfuna ljótu hefur nú náð þeim áfanga að seljast í yfir 100.000 eintökum frá því hún kom út fyrir tveimur árum hér á Íslandi. Lang stærstur hluti þessarar sölu er kominn til af útgáfu hennar á gagnvirku formi í Frakklandi og á Norðurlöndunum.

Menning

Gengu í kringum jólatréð

Börn í þriðja bekk í Hlíðaskóla stóðustu ekki freistinguna og gengu nokkura stund í kringum jólatréð á Austurvelli þegar þau áttu leið framhjá. Tveir kennarar sjá um að kenna börnunum, annar þeirra er heyrnarlaus og talar bara táknmál.

Menning

Aðventuhátíð í faðmi fjalla

Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með

Menning

Matselja tekin útlitslega í gegn

"Mér veitti ekkert af þessu og allir í kringum mig eru rosalega ánægðir," segir Klara Sigurbjörnsdóttir sem rekur kaffihús sem þáði allsherjar klössun hjá Hönnu Kristínu Didriksen, Oddný Z hárgreiðslukonu, Ingigerði Guðmundsdóttur tannlækni og Guðrúnu S. Stefánsdóttur verslunarstjóra í Park. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Menning

Loksins aftur tvö ein

Elsku Ragga Við erum hjón á mjög skemmtilegum aldri, rétt komin niður brekkuna handan við 45 árin. Við erum loksins orðin tvö ein á heimilinu efitir gengdarlaust barnauppeldi síðustu tuttugu árin. Nú langar okkur að fara að gefa aðeins í  aftur... Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Menning

Ertu ánægð með þig?

Samkvæmt nýrri rannsókn virðast konur tíu sinnum óánægðari með líkama sinn en karlmenn. Konur halda að þær séu of feitar þegar þær eru virkilega heilbrigðar og í réttri þyngd. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Menning

Algjör fatafrík

"Ég er mikil fatafrík og á því sjaldan einhverja uppáhalds flík lengi," segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona. Regína heldur mikið upp á þessa kápu sem hún keypti í Vera Moda í Kaupmannahöfn. "Ég kol féll fyrir henni og hef gengið mikið í henni." Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum. <font face="Helv"></font>

Menning

Er botox hættulegt?

Nýjasta tískuæðið í fegurðaraðgerðum vestanhafs eru svokallaðar botox sprautur. Flestir læknar telja botox hættulaust svo lengi sem það er notað í litlum skömmtum en margar konur virðast ekki geta hætt eftir að þær hafa prófað. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Menning

Algengustu fantasíur kvenna

<strong>1. Fantasíur um makann</strong> Flestar konur fantasía um hluti sem þær hafa gert eða væru til í að prófa með makanum. Svo virðist sem raunhæfar fantasíur séu stundum meira æsandi en þær óraunhæfu. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Menning

Dagreykingamönnum fækkar mjög

Innan við fimmtungur Íslendinga á aldrinum 15-89 ára reykja daglega samkvæmt niðurstöðum þriggja kannana á tóbaksnotkun hér á landi sem lýðheilsustöð hefur látið taka saman. Til samanburðar reyktu um 30% fólks á þessum aldri daglega fyrir tólf árum síðan. Í aldurshópnum 30-40 ára reykja helmingi færri nú en árið 1992.

Menning

Fegurðardrottning með tvö börn

"Ég var löngu búin að ákveða nafnið, hafði verið með það lengi í höfðinu," segir Guðbjörg Hermannsdóttir fyrrverandi fegurðardrottning en hún eignaðist sitt annað barn þann 16. júlí síðastliðinn. Drengurinn hefur fengið nafnið Leonard Thorstensen en fyrir á Guðbjörg dótturina Kleópötru. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV á fimmtudögum.

Menning

Ferskt og hollt fyrir barnið

Meðal þess fræðsluefnis sem foreldrum er rétt á heilsugæslustöðinni er bæklingur sem heitir Næring ungbarna og þar er farið vel og ítarlega yfir það hvað er óhætt að gefa barninu á ýmsum aldursskeiðum og hvers það þarfnast. 

Menning

Morgunblaðið ekki dýragarður

Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina<em> Málsvörn og minningar</em>. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna.

Menning

Gengur og hjólar á milli staða

"Ég er svo heppin að eiga ekki bíl þannig að ég geng mjög mikið. Það er minn ferðamáti - að ganga og hjóla. Það er mjög praktísk leið til að komast á milli staða og alls ekki meðvituð hollustuhreyfing en ákaflega hressandi," segir Guðfríður Lilja og hlær dátt. 

Menning

Næturtónleikar í minningu Mozarts

Óperukórinn í Reykjavík heldur sérstæða tónleika í Langholtskirkju í nótt á dánarstundu Mozarts. Wolfgang Amadeus Mozart andaðist klukkan eitt eftir miðnætti aðfararnótt 5. desember árið 1791 en hann var þá langt kominn með að semja sitt síðasta tónverk, <em>Sálumessu</em>.

Menning

Hamborgarhryggur vinsælastur

Hamborgarhryggur verður vinsælasti jólamaturinn í ár og ætlar liðlega helmingur landsmanna að hafa hann í matinn á aðfangadagskvöld, samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Lambasteik er í örðu sæti en langt á eftir Hamborgarhryggnum, því tæp tíu prósent ætla að borða lambasteik.

Menning