Umræðan

Óður til sprengjugleðinnar

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt. 

Umræðan

Orkumál í brennidepli

Páll Erland skrifar

Eitt brýnasta verkefnið að mati Samorku er uppbygging og viðhald flutnings- og dreifikerfis raforku því aðeins með sterku, áfallaþolnu kerfi sem lágmarkar töp skilar græna orkan sér þangað sem hennar er þörf. Þar hefur flókin lagaumgjörð á ýmsan hátt staðið í vegi fyrir raunverulegum umbótum. Úr þessu þarf að bæta til þess að metnaðarfull markmið um orkuöryggi og árangur í loftslagsmálum verði að veruleika.

Umræðan

Kombakk ársins

Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Þótt nýtt ár beri alls kyns óvissu í skauti sér, bæði orkukrísu og stríð, þá höfum við séð að þessar hindranir virðast hafa heldur minni bein áhrif á ferðaviljann til Íslands en hjá ýmsum samkeppnislöndum okkar. Það verður því að telja litlar líkur á að íslensk ferðaþjónusta beri stórvægan skaða af þessum óvissuþáttum þótt um einhverja eðlilega baksveiflu kunni að verða að ræða. Miðað við útlitið í dag stefnir í mjög gott ferðaþjónustuár 2023, ár þar sem ferðaþjónustan mun jafnvel geta skilað metverðmætum til samfélagsins.

Umræðan

Árið á verðbréfamarkaði – raðirnar þéttar

Magnús Harðarson skrifar

Undangengin útboð og öflugar nýskráningar og markvissar umbætur hafa átt helstan þátt því að við erum komin á þennan stað, bæði hvað varðar FTSE flokkunina og aukinn áhuga á markaðnum að öðru leyti. Til að við getum gert enn betur sem og aukið líkur á að færa okkur ofar í gæðaflokkun bæði hjá FTSE og MSCI verður að eiga sér stað áframhaldandi samtal við markaðsaðila og stjórnvöld um markaðsumbætur, sem meðal annars krefjast laga- og reglugerðabreytinga.

Umræðan

Varanlega breyttur heimur

Þórður Gunnarsson skrifar

Þeir sem halda að heimurinn verði aftur eins og áður var, ef á einhvern ótrúlegan hátt tekst að stöðva stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og í kjölfarið hleypa landinu aftur í viðskipti við hinn vestræna heim, gætu þurft að endurskoða þær væntingar sínar. Varanlegar breytingar á heimshagkerfinu eru komnar af stað. Þriggja áratuga hagvaxtarskeiði sem einkenndist af lágri verðbólgu og ódýru fjármagni er lokið. Nýr veruleiki blasir við.

Umræðan

Vinnum saman að framförum

Sigurður Hannesson skrifar

Gleymum því ekki að stjórnvöld í öðrum ríkjum vinna stöðugt að umbótum til að efla samkeppnishæfni. Með því að gera ekkert þá drögumst við aftur úr. Þær umbætur sem hafa átt sér stað á síðustu árum efla okkur nú á óvissutímum og gera hagkerfið betur í stakk búið að takast á við áföll. Öflugur og framsækinn iðnaður sem skapar verðmæti á óvissutímum er forsenda þess að Ísland verði áfram í fremstu röð.

Umræðan

Brú yfir óvissutíma

Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Það blasir við hverjum sem sjá vill að Samtök atvinnulífsins geta ekki samið um aðrar og meiri launahækkanir en felast í þegar gerðum samningum. Í því myndi felast trúnaðarbrot gagnvart verkalýðsfélögunum sem þegar hafa samið og starfa um allt land en ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að verkalýðsfélög sem enn hafa ekki samið muni viðurkenna þessa óumflýjanlegu staðreynd.

Umræðan

Evrópa þarf orkubandalag

Ana Palacio skrifar

Allt frá innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur verið einkar athyglisvert fyrir fjölmiðla og stefnusmiði að fylgjast með æðisgengnu kapphlaupi Evrópu við að aðlaga orkumarkaði og tegnda innviði að nýjum veruleika alþjóðastjórnmála. Varla einn dagur hefur liðið án þess að athugasemdir og vangaveltur um vandamál Evrópu flæði um dægurmálaumræðuna. En þrátt fyrir það er Evrópusambandið ekki nálægt því að hafa smíðað raunhæfa orkustefnu til framtíðar.

Umræðan

Tækifærin bíða

Ólafur Stephensen skrifar

Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða. Þetta er öfugþróun, sem verður að sporna gegn á nýju ári þegar hið opinbera sezt á ný að samningaborði með stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Ekkert hagkerfi getur staðið undir því að hið opinbera sé leiðandi í launa- og kjaraþróun.

Umræðan

Sagan endurtekur sig – tíu lærdómar

Richard Haass skrifar

Fáir munu sakna ársins 2022. Það skilgreindist af faraldri sem ílengdist, hröðun loftslagsbreytinga, hækkandi verðbólgu og minni hagvexti. En einna helst skilgreindist árið af þeim kostnaðarsömu átökum sem brutust út í Evrópu og áhyggjum af hugsanlegum, vopnuðum átökum í Asíu.

Umræðan

Ekki tjaldað til einnar nætur í íslenskum áliðnaði

Pétur Blöndal skrifar

Ríkissjóður hefur verulegar tekjur af ETS-kerfinu, viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir, þar sem ríkið fær úthlutað heimildum sem kallast á við útgjöld stóriðjunnar. Þó að útfærslan hafi ekki verið þannig hér á landi, þá er hugsunin með ETS-kerfinu er sú, að tekjur ríkja af kerfinu renni aftur til atvinnulífsins í formi styrkja til loftslagsvænna verkefna. Ekki er því lagt upp með að þetta sé bein skattlagning heldur að stjórnvöld og atvinnulíf leggist á eitt við að leysa loftslagsvandann.

Umræðan

Efst í huga við ára­mót

Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Þrátt fyrir lækkun bankaskattsins eru sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki enn miklu hærri en í nágrannalöndunum. Verkefni stjórnvalda ætti fremur að vera að halda áfram lækkun þessara sérstöku skatta en að hækka þá á ný. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að íslensk fjármálafyrirtæki búi ekki við auknar álögur, hvort sem er í formi skatta eða reglna, sem skekkir samkeppnishæfni þeirra.

Umræðan

Að loknum heimsfaraldri

Andrés Magnússon skrifar

Það sem skipti sköpum við að leiða fyrirtækin og samfélagið allt í gegn um þetta sérstaka tímabil voru þær margháttuðu stuðningsaðgerðir sem stjórnvöld innleiddu og voru flestar unnar í nánu samstarfi við hagsmunasamtök í atvinnulífinu. Ekki er neinum vafa undirorpið að þær aðgerðir breyttu miklu og má endlaust velta því fyrir sér hver staðan væri núna í hagkerfi landsins ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða.

Umræðan

Of mikil svartsýni?

Willem H. Buiter skrifar

Nouriel Roubini heldur því fram að alþjóðahagkerfið fljóti nú í átt að „efnahags-, fjármála- og skuldakreppu án fordæma í kjölfar hallareksturs, óhóflegrar lántöku og skuldsetningar síðastliðinna áratuga.“ Hefur hann rétt fyrir sér?

Umræðan

Í vasa hvers?

Benedikt S. Benediktsson skrifar

Það er ekki rétt, sem virðist hafa verið gefið í skyn, að aukinn húsnæðisstuðningur renni nær beint og óskipt í vasa leigusala. Þó húsaleiga geti vissulega tekið hækkun á sama tíma og húsnæðisbætur hækka eru fjölmargir aðrir þætti sem hafa áhrif bæði til lækkunar á hækkunar. Myndin er ekki eins svarthvít og gefið er til kynna.

Umræðan

Stríð um Tævan?

Joseph S. Nye skrifar

Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi.

Umræðan

Við þurfum kannski ekki þennan fund

Björgvin Ingi Ólafsson skrifar

Ég þekki engan sem vill sitja fleiri fundi. Ég held að við viljum öll færri fundi. Spyrjum nokkurra spurninga áður en við bókum fundinn og þá fækkar þeim vonandi. Með því bætum við lífið (og heiminn).

Umræðan

Af hverj­­u kaup­­a fyr­­ir­t­æk­­i eig­­in hlut­­a­br­éf?

Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson skrifar

Þegar félag kaupir eigin bréf má oft túlka þá ákvörðun annars vegar á þann veg að forsvarsmenn fyrirtækisins telja ekki til staðar umfangsmikil hagkvæm fjárfestingatækifæri til vaxtar og hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins telja að virði félagsins sé hærra en markaðsverð. Það sé því hagkvæmara fyrir fyrirtæki að kaupa eigin bréf í þeim aðstæðum heldur en að greiða út arð.

Umræðan

Minnkandi seljan­leiki og of­metin í­búða­þörf

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Nú virðist markaðurinn vera endanlega orðinn vinalaus. Stýrivextir hafa hækkað um 5,25 prósentustig, lánþegaskilyrði hafa verið hert, áhugi á íbúðum hefur dregist saman um 72% og nú liggur fyrir að fólksfjölgun sem hefur verið megindrifkraftur húsnæðisverðshækkana undanfarin ár er verulega ofmetin.

Umræðan

Nýjar reglur Twitter í ljósi markaðsmisnotkunar í skilningi MAR

Anton Örn Pálsson skrifar

Markaðsmisnotkun er í grunninn að röngum eða misvísandi upplýsingum er miðlað til markaðarins sem gefa eða eru líklegar til að gefa ranga eða villandi mynd af verði fjármálagernings. Óumdeilt er að tíst á fölsuðum Twitter-reikningi hafði að geyma rangar upplýsingar sem höfðu töluverð áhrif á verð hlutabréfanna í félaginu Eli Lilly and Company. Löggjöfin gerir ekki kröfu um að auðgunarásetningur þurfi að vera fyrir hendi eða að hagnaður hafi hlotist af brotinu svo að um sé að ræða markaðsmisnotkun.

Umræðan

Kröftugur hagvöxtur en hvar er framleiðnin?

Konráð S. Guðjónsson skrifar

Allan hagvöxt ársins hingað til má rekja til 7,7% fjölgunar starfa og þar með ánægjulegs viðsnúnings hagkerfisins eftir að samkomu- og ferðatakmörkunum var aflétt. Það sem hefur gerst er að störf sem glötuðust í faraldrinum hafa endurheimst að fullu. Á hinn bóginn hefur framleiðni dregist saman um 0,5% á árinu. Það er nokkuð áhyggjuefni.

Umræðan

Nýr veruleiki blasir við (enn og aftur)

Valdimar Ármann skrifar

Ljóst er að fjármálaleg tilraunastarfsemi seðlabanka heimsins og skrautleg peningaprentun hefur endað með ósköpum og vakið upp verðbólgudrauginn all hressilega. Eilífðarvélin virkaði ekki og MMT er stefna sem gleymist vonandi sem fyrst. Enda sjást núna ávöxtunarkröfur á skuldabréfum sem hafa ekki verið í boði árum saman erlendis þó að ekki þurfi að fara mörg ár aftur í tímann hérlendis.

Umræðan

Má gagnrýna Skattinn?

Bjarnfreður Ólafsson skrifar

Það gefur auga leið að ef skattborgarar og ráðgjafar þeirra beita öðrum lögskýringarsjónarmiðum en kann að tíðkast hjá Skattinum þá er eitthvað að. Fjöldi deilumála og kröfur um réttaröryggi á þessu sviði leiða til þess að það þarf að athuga hvort kenning um mismunandi viðhorf til lögskýringa sé mögulega rétt og hvort það kunni að vera skýring á fjölda dómsmála sem snúast fyrst og fremst um lögskýringar í skattarétti.

Umræðan

Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar

Hörður Ægisson skrifar

Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi.

Umræðan

Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni

Árni Grétar Finnsson skrifar

Forsætisráðuneytið hefur hafnað því að fyrirhugað frumvarp ráðherra hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis á þeim grundvelli að ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það. Það er ekki trúverðugur málflutningur. Þær kvaðir sem felast í sérstakri rýni og samþykktarferli auka kostnað og áhættu mögulegra fjárfesta og hafa þannig augljósan fælingarmátt, jafnvel þótt fjárfestingum sé almennt ekki hafnað

Umræðan

Hvernig Kína nær yfirráðum

Carl Bildt skrifar

Ekki má vanmeta hversu veigamikil ásókn Kína í áhrif á sviði alþjóðaviðskipta er. Þó svo að Kína sé ekki að ráðast inn í önnur lönd (ennþá), er metnaður landsins í uppbyggingu viðskiptatengsla um allan heim mikill, sem á endanum styður pólitísk áhrif. Sláandi er að horfa upp á hversu ólíkri leið Bandaríkin og Kína eru á um þessar mundir.

Umræðan

Næsta auðlindakreppa

Daniel Litvin skrifar

Sú staðreynd að Vesturlönd eru háð Kína um ákveðna málma hefur hingað til aðeins angrað fámennan hóp sérfræðinga. Núna eru slíkar áhyggjur hins vegar orðnar almennar eins og lesa má úr fyrirsögnum fjölmiðla og heimildaþáttaröðum á BBC. Við höfum hins vegar ekki ennþá svarað mikilvægustu spurningunni: Hvað getum við gert í þessu?

Umræðan

Norðurheimskautið hitnar

Ana Palacio skrifar

Hernaðarvæðing Norðurheimskautsins hefur verið marga áratugi í undirbúningi. Vesturlönd eru þó rétt að vakna til lífsins. Í nýlegri umfjöllun NATO segir að Rússland hafi getu til að hamla umsvifum bandalagsþjóða í Norðurhöfum á átakatímum. Í stefnumótun ESB vegna norðurslóða er engin boðleg nálgun í þessum efnum. Að vonast eftir því að átök um Norðurheimskautið hætti að sjálfu sér væri óskhyggja.

Umræðan

Birting af­komu­við­varana

Stefán Orri Ólafsson skrifar

Það er hvorki markaðinum í heild né fjárfestum til framdráttar að birta afkomuviðvaranir vegna hvers konar minniháttar frávika. Til að auðvelda þetta mat og koma á samræmdri framkvæmd væri ekki úr vegi að skráð félög innleiddu vandað innra verklag í tengslum við vinnslu fjárhagsupplýsinga, birtingu uppgjöra, gerð afkomuspáa og við hvaða mörk skuli miða þegar afstaða er tekin til birtingu afkomuviðvarana.

Umræðan

Eru hlut­a­bréf verð­tryggð?

Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson skrifa

Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa.

Umræðan