Viðskipti erlent Lagarde harðorð í garð Grikkja Ljóst er að ekki er tekið út með sældinni að búa í Grikklandi um þessar mundir. Ríkið þiggur neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með nokkuð ströngum skilyrðum. Viðskipti erlent 26.5.2012 10:45 Facebook með nýtt myndaforrit Facebook hefur ákveðið að fara af stað með nýtt myndaforrit fyrir snjallsíma sem kallast Camera. Forritið gerir notendum kleyft að taka myndir og deila þeim strax án þess að þurfa að hlaða upp einni mynd á hverjum tíma. Þessi nýi hugbúnaður þykir koma nokkuð á óvart því að forritið býður upp á svipaða möguleika og Instagram sem Facebook hefur ákveðið að kaupa á einn milljarð bandaríkjadala. Í fyrstu verður einungis hægt að nota Camera á Apple snjallsíma og spjaldtölvur. Í fréttatilkynningu frá Facebook er ekki tekið fram hvenær svoleiðis forrit mun fást fyrir Android eða önnur kerfi. Viðskipti erlent 25.5.2012 13:17 Stöðva viðskipti með bréf í Bankia Viðskipti með bréf í spænska bankanum Bankia hafa verið stöðvuð í kauphöllinni í Madríd. Talið er að forsvarsmenn bankans ætli að fara fram á aðstoð frá spænskum stjórnvöldum upp á 15 milljarða evra að loknum stjórnarfundi í bankanum sem haldinn verður síðar í dag. Bankia er fjórði stærsti banki landsins og að hluta í eigu ríkisins eftir að lánum var breytt í hlutafé fyrir nokkrum misserum. Viðskipti erlent 25.5.2012 08:06 Hewlett Packard rekur 27 þúsund starfsmenn Tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Hewlett Packard hyggst segja upp 27 þúsund starfsmönnum, eða um 8 prósent af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins á heimsvísu. Aðgerðirnar eiga að spara árlega um 3,5 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 440 milljörðum króna. Viðskipti erlent 24.5.2012 08:56 Vekur upp spurningar um framtíð fjármálakerfisins Gríðarlegt tap sem bandaríski bankarisinn JPMorgan Chase tilkynnti nýverið um hefur sett umræðuna um hvað sé hæfilegt regluverk fyrir alþjóðlega fjármálakerfið á fullt aftur í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 23.5.2012 22:00 Yfirhönnuður Apple sleginn til riddara Jonathan Ive, yfirhönnuður Apple, má frá og með deginum í dag kalla sig Sir Jonathan Ive, en hann var sleginn til riddara í Buckinghamhöll fyrr í dag við hátíðlega athöfn. Hann byrjaði störf sín hjá Apple árið 1992 eftir að hafa unnið hjá sjálfstæðri hönnunarstofu. Ive var mjög góður vinur og samstarfsfélagi Steve Jobs sáluga samkvæmt frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 23.5.2012 15:30 Papademos: Fyrir alla muni haldið ykkur við áætlunina! Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, segir að Grikkir verði, fyrir alla muni, að halda sig við áætlunina í ríkisfjármálum sem samþykkt var af Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðum, stjórnvöldum í Grikklandi og kröfuhöfum landsins. Einhver önnur leið muni dýpka vandamál landsins til muna og valda stórkostlegu víðtæku efnahagstjóni í Evrópu. Viðskipti erlent 23.5.2012 13:24 Skráning Facebook dregur dilk á eftir sér Gengi Facebook féll um 9 prósent í gær, en daginn þar á undan féll gengi bréfa félagsins um tæplega 11 prósent. Þetta hrun á markaðsvirði félagsins hefur nú kallað fram sterk viðbrögð hjá fjárfestum sem hafa tapað á fjárfestingunni í Facebook, og er þar ekki síst horft til þess hvernig skráningin var kynnt fyrir þeim sem keyptu bréf strax við skráningu. Þar beinast spjótin að bankanum sem hafði umsjón með skráningarferlinu fyrir hönd Facebook, Morgan Stanley. Viðskipti erlent 23.5.2012 08:49 Dyr að opnast inn á stærsta farsímamarkað heims Markaðurinn fyrir smáforrit (App) í snjallsíma hefur stækkað ógnarhratt síðustu misseri, ekki síst í Asíu. Í Kína eru um einn milljarður farsímanotenda og er hlutdeild snjallsíma sífellt að stækka. Þetta gefur framleiðendum smáforrita mikil tækifæri á því að komast inn á markað sem annars er þekktur fyrir að vera með margvíslegar hindranir fyrir hugbúnaðarframleiðendur. Viðskipti erlent 22.5.2012 11:37 OECD spáir áfram erfiðleikum í Evrópu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir Evrópu geta lent í enn meiri vanda ef ekki verður gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að minnka opinberar skuldir þjóðríkja. Samkvæmt nýrri spá OECD, sem Wall Street Journal vitnar til í morgun, mun landsframleiðsla í Evrópu dragast saman um 0,1 prósent á þessu ári. Til þess að hún aukist þurfa ríkisstjórnir að grípa til víðtækra aðgerða, til þess að auka hagvöxt en fyrri spá stofnunarinnar gerði ráð fyrir hagvexti upp á 0,2 prósent. Viðskipti erlent 22.5.2012 11:02 Norðmenn ólíkir Bretum þegar kemur að framtíðarsjóðum Norðmenn njóta góðs af því að hugsa til framtíðar þegar kemur að olíuauði landsins, og aðskilja hann algjörlega frá opinberum sjóðum. Bretar hefðu getað lært mikið af framtíðarhugsjón Norðmanna, segir í myndbandsumfjöllun sem aðgengileg er á viðskiptavef Vísis, þar sem samanburður á stöðu Norðmanna og Breta, þegar kemur að sjóðum fyrir komandi kynslóðir, er til umfjöllunar. Viðskipti erlent 22.5.2012 08:47 Google Chrome er vinsælasti vafri veraldar Nýjustu netmælingar fyrirtækisins StatCounter gefa til kynna að Chrome, netvafri tæknirisans Google, sé nú vinsælasti vafri veraldar. Viðskipti erlent 21.5.2012 21:21 Hrun á markaðsvirði Facebook - allra augu á Morgan Stanley Augu fjárfesta í Bandaríkjunum beinast nú að Morgan Stanley, helsta viðskiptabanka Facebook, en markaðsvirði Facebook hefur verið í frjálsu falli í dag. "Skráningarverðið hefði átt að vera helmingurinn af því sem það var,“ segir Michael Pachter, greinandi hjá fyrirtækinu Wedbush Securites, í viðtali við Wall Street Journal. Viðskipti erlent 21.5.2012 20:30 Skemmtigarðastríð í uppsiglingu Mikið skemmtigarðastríð virðist í uppsiglingu milli Disney og Universal Studios. Í júní nk. mun Disney opna nýjan Cars-skemmtigarð í Kaliforníu sem kostar um 450 milljónir dala, eða sem nemur yfir 56,7 milljörðum króna. Forsvarsmenn Disney vonast til þess að ná að lokka fjölskyldufólk í garðinn í stórum stíl, en garðurinn verður glæsilegur í alla staði, þar sem Leiftur McQueen og félagar verða í aðalhlutverki. Disney fékk um 73 milljónir gesta í átta skemmtigarða á síðasta ári. Viðskipti erlent 21.5.2012 13:58 Yahoo selur hlut í Alibaba fyrir stórar upphæðir Bandaríski netrisinn hefur samþykkt að selja hluta af eignarhluta sínum í kínverska netfyrirtækinu Alibaba Group. Um gríðarlegar upphæðir er að ræða en Alibaba kaupir 20 prósenta hlut Yahoo á rúma sjö milljarða dollara, eða um 898 milljarða króna. Eftir viðskiptin mun Yahoo ennþá eiga 20 prósent í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 21.5.2012 10:25 Danir auka þjónustu við BRIC-löndin Danska hagkerfið hefur í sívaxandi mæli snúið sér í það að þjónusta BRIC-löndin svokölluðu, Brasilíu, Rússland, Indland og Kína, þar sem vöxtur hefur verið gríðarlega mikill undanfarin ár, á sama tíma og erfiðleikar hafa verið miklir á alþjóðavettvangi. Viðskipti erlent 21.5.2012 08:52 Fjárfestar óttast áhlaup á evrópska banka Fjárfestar óttast áhlaup á evrópska banka, einkum þá sem eru með höfuðstöðvar í Suður-Evrópu, að því er greint er frá í helgarútgáfu Wall Street Journal. Þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu hafi lánað evrópskum bönkum ríflega þúsund milljarða evra, liðlega 166 þúsund milljarða króna, í lok síðasta árs og byrjun þessa árs, þá hefur áhyggjum fjárfesta ekki verið eytt. Lánin voru veitt á lægri vöxtum en bönkum bauðst á markaði, einkum til þess að þeir gætu endurfjármagnað skuldir ríkissjóða í Evrópu. Viðskipti erlent 20.5.2012 23:41 Kínverjar leyfa Google að kaupa Motorola Kínversk yfirvöld hafa loks gefið sitt lokasvar um að netrisanum Google sé heimilt að ljúka kaupum á farsímaframleiðandanum Motorola. Verðmiðinn er 12,5 milljarðar dala, eða sem nemur 1.587,6 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Kaupin voru endanlega heimiluð eftir að forsvarsmenn Google féllust á skilyrði kínverskra yfirvalda um að Android stýrikerfið standi öllum opið án kostnaðar næstu fimm árin, af því er New York Times greindi frá í dag. Viðskipti erlent 20.5.2012 14:00 Zuckerberg breytti hjúskaparstöðunni í "Giftur" Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, tilkynnti heiminum í gær að hann hefði gengið í það heilaga með því að breyta hjúskaparstöðu sinni á áðurnefndu sköpunarverki sínu Facebook. Viðskipti erlent 20.5.2012 09:54 Skuldastaða evruríkjanna aðalviðfangsefnið Búist er við því að skuldastaða evruríkjanna verði aðalviðfangsefni leiðtoga átta helstu iðnríkja, eða svokallaðra G8 ríkja, þegar þeir hittast nærri Washington í Bandaríkjunum í dag. Obama, forseti Bandaríkjanna, og Francois Hollande, nýr forseti Frakklands, munu kynna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, áherslur sínar í efnahagsmálum. Þá er búist við því að rætt verði um mögulegt brotthvarf Grikklands úr evrusamstarfinu. Fundurinn hófst seint í gærkvöld, að því er fram kemur í fréttum BBC. Viðskipti erlent 19.5.2012 12:38 Facebook á NASDAQ - fyrstu viðskipti framar vonum Verð á hlutabréfum í samskiptamiðlinum Facebook hækkaði verulega eftir að fyrirtækið var formlega skráð á hlutbréfamarkað í dag. Viðskipti erlent 18.5.2012 16:00 Facebook skráð á markað Samskiptamiðillinn Facebook hefur nú formlega verið skráður á hlutabréfamarkað. Mark Zuckerberg, meðstofnandi og stjórnarformaður Facebook, opnaði NASDAQ markaðinn frá höfuðstöðvum síðunnar í Palo Alto í Kaliforníu klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Viðskipti erlent 18.5.2012 14:18 Jamie Dimon kallaður fyrir þingnefnd Jamie Dimon, stjórnarformaður og forstjóri JP Morgan Chase, þarf að svara spurningum bandarískra þingamanna frammi fyrir þingnefnd vegna ótrúlegs taps bankans á viðskiptum með bandarísk fyrirtækjaskuldabréfe, í heild nam það ríflega tveimur milljörðum dala, jafnvirði yfir 250 milljarða króna. Greint er frá þessu á vef Wall Street Journal í dag. Viðskipti erlent 18.5.2012 14:17 Í beinni frá Wall Street - Facebook tekið til viðskipta Viðskipti með hluti í samskiptamiðlinum Facebook á NASDAQ markaðinum í Bandaríkjunum hefjast klukkan 13:15 í dag. Viðskipti erlent 18.5.2012 12:30 Galaxy S III: 9 milljón eintök seld í forpöntunum Samsung Galaxy S III, nýjasti snjallsími Samsung, virðist ætla að slá öll met en um 9 milljón eintök af honum hafa selst í forpöntunum. Galaxy snjallsímarnir eru vinsælustu vörur Samsung en fyrirtækið er nú þegar stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. Viðskipti erlent 18.5.2012 11:40 Facebook á markað - spenna á mörkuðum Mikill eftirvænting er meðal fjárfesta fyrir því þegar hlutir í Facebook verða teknir til viðskipta á skráðum markaði í Bandaríkjunum í dag. Á vef Wall Street Journal kemur fram að eftirvæntingin fyrir nýskráningu hafi ekki verið jafn mikil árum saman, en skráning Facebook er langsamlega stærsta skráning netfyrirtækisins í sögunni þegar horft til markaðsvirðis við skráningu. Félagið verður metið á um 104 milljarða dala, tæplega 13 þúsund milljarða, þegar það verður tekið til viðskipta, en það jafngildir um 38 dölum á hlut. Viðskipti erlent 18.5.2012 08:56 Moody's lækkar lánshæfi banka á Spáni Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Viðskipti erlent 18.5.2012 08:14 Facebook á markað á morgun Viðskipti með hlutabréf í Facebook munu hefjast á morgun. Sjaldan eða aldrei hefur verið beðið eftir nokkru hlutafjárútboði með eins mikilli eftirvæntingu. Búist er við því að eftirspurnin verði mikil og því mun verða seldur 25% stærri hlutur en áður hafði verið áformað að selja. Búist er við því að samkvæmt niðurstöðu útboðsins verði markaðsvirði fyrirtækisins 100 milljarðar dala, eða jafngildi 12600 milljarða íslenskra króna. Hins vegar hafa vaknað efasemdir um það hversu miklum hagnaði fyrirtækið getur skilað. Viðskipti erlent 17.5.2012 20:07 Titringur í Evrópu vegna efnahagsáfalls á Spáni Markaðir í Evrópu hafa allir verið á niðurleið í dag vegna frétta frá Spáni um að skuldabréfaútboð hafi mistekist hrapallega. Samkvæmt niðurstöðum útboðsins er lánsfjárkostnaður tvöfalt hærri en þegar ríkið gaf síðast út skuldabréf. Búist er við því að matsfyrirtækið Moodys muni lækka mat á 21 spænskum banka í kjölfar niðurstöðunnar. Staðan er svo viðkvæm að spænska ríkisstjórnin hefur þurft að gefa út yfirlýsingu um að bankakerfið hafi ekki orðið fyrir áhlaupi. Viðskipti erlent 17.5.2012 14:03 Frakkar munu ekki samþykkja áætlanir ESB að óbreyttu Nýr fjármálaráðherra Frakklands ítrekaði í sjónvarpsviðtali í gær að ný sósíalistastjórn Frakklands myndi ekki staðfesta fjárhagsáætlanir Evrópusambandsins óbreyttar. Ráðherrann, Pierre Moscovici, segir að áætlanirnar verði að miða að því að auka hagvöxt til að Frakkar geti staðfest hann. Fjárhagsáætlunin felur hins vegar aðallega í sér niðurskurð á fjárlögum aðildarríkja. Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, lagði mikla áherslu á það í aðdraganda forsetakosninganna að niðurskurður myndi einn og sér ekki bæta efnahagsástandið á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 17.5.2012 09:30 « ‹ 177 178 179 180 181 182 183 184 185 … 334 ›
Lagarde harðorð í garð Grikkja Ljóst er að ekki er tekið út með sældinni að búa í Grikklandi um þessar mundir. Ríkið þiggur neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með nokkuð ströngum skilyrðum. Viðskipti erlent 26.5.2012 10:45
Facebook með nýtt myndaforrit Facebook hefur ákveðið að fara af stað með nýtt myndaforrit fyrir snjallsíma sem kallast Camera. Forritið gerir notendum kleyft að taka myndir og deila þeim strax án þess að þurfa að hlaða upp einni mynd á hverjum tíma. Þessi nýi hugbúnaður þykir koma nokkuð á óvart því að forritið býður upp á svipaða möguleika og Instagram sem Facebook hefur ákveðið að kaupa á einn milljarð bandaríkjadala. Í fyrstu verður einungis hægt að nota Camera á Apple snjallsíma og spjaldtölvur. Í fréttatilkynningu frá Facebook er ekki tekið fram hvenær svoleiðis forrit mun fást fyrir Android eða önnur kerfi. Viðskipti erlent 25.5.2012 13:17
Stöðva viðskipti með bréf í Bankia Viðskipti með bréf í spænska bankanum Bankia hafa verið stöðvuð í kauphöllinni í Madríd. Talið er að forsvarsmenn bankans ætli að fara fram á aðstoð frá spænskum stjórnvöldum upp á 15 milljarða evra að loknum stjórnarfundi í bankanum sem haldinn verður síðar í dag. Bankia er fjórði stærsti banki landsins og að hluta í eigu ríkisins eftir að lánum var breytt í hlutafé fyrir nokkrum misserum. Viðskipti erlent 25.5.2012 08:06
Hewlett Packard rekur 27 þúsund starfsmenn Tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Hewlett Packard hyggst segja upp 27 þúsund starfsmönnum, eða um 8 prósent af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins á heimsvísu. Aðgerðirnar eiga að spara árlega um 3,5 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 440 milljörðum króna. Viðskipti erlent 24.5.2012 08:56
Vekur upp spurningar um framtíð fjármálakerfisins Gríðarlegt tap sem bandaríski bankarisinn JPMorgan Chase tilkynnti nýverið um hefur sett umræðuna um hvað sé hæfilegt regluverk fyrir alþjóðlega fjármálakerfið á fullt aftur í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 23.5.2012 22:00
Yfirhönnuður Apple sleginn til riddara Jonathan Ive, yfirhönnuður Apple, má frá og með deginum í dag kalla sig Sir Jonathan Ive, en hann var sleginn til riddara í Buckinghamhöll fyrr í dag við hátíðlega athöfn. Hann byrjaði störf sín hjá Apple árið 1992 eftir að hafa unnið hjá sjálfstæðri hönnunarstofu. Ive var mjög góður vinur og samstarfsfélagi Steve Jobs sáluga samkvæmt frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 23.5.2012 15:30
Papademos: Fyrir alla muni haldið ykkur við áætlunina! Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, segir að Grikkir verði, fyrir alla muni, að halda sig við áætlunina í ríkisfjármálum sem samþykkt var af Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðum, stjórnvöldum í Grikklandi og kröfuhöfum landsins. Einhver önnur leið muni dýpka vandamál landsins til muna og valda stórkostlegu víðtæku efnahagstjóni í Evrópu. Viðskipti erlent 23.5.2012 13:24
Skráning Facebook dregur dilk á eftir sér Gengi Facebook féll um 9 prósent í gær, en daginn þar á undan féll gengi bréfa félagsins um tæplega 11 prósent. Þetta hrun á markaðsvirði félagsins hefur nú kallað fram sterk viðbrögð hjá fjárfestum sem hafa tapað á fjárfestingunni í Facebook, og er þar ekki síst horft til þess hvernig skráningin var kynnt fyrir þeim sem keyptu bréf strax við skráningu. Þar beinast spjótin að bankanum sem hafði umsjón með skráningarferlinu fyrir hönd Facebook, Morgan Stanley. Viðskipti erlent 23.5.2012 08:49
Dyr að opnast inn á stærsta farsímamarkað heims Markaðurinn fyrir smáforrit (App) í snjallsíma hefur stækkað ógnarhratt síðustu misseri, ekki síst í Asíu. Í Kína eru um einn milljarður farsímanotenda og er hlutdeild snjallsíma sífellt að stækka. Þetta gefur framleiðendum smáforrita mikil tækifæri á því að komast inn á markað sem annars er þekktur fyrir að vera með margvíslegar hindranir fyrir hugbúnaðarframleiðendur. Viðskipti erlent 22.5.2012 11:37
OECD spáir áfram erfiðleikum í Evrópu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir Evrópu geta lent í enn meiri vanda ef ekki verður gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að minnka opinberar skuldir þjóðríkja. Samkvæmt nýrri spá OECD, sem Wall Street Journal vitnar til í morgun, mun landsframleiðsla í Evrópu dragast saman um 0,1 prósent á þessu ári. Til þess að hún aukist þurfa ríkisstjórnir að grípa til víðtækra aðgerða, til þess að auka hagvöxt en fyrri spá stofnunarinnar gerði ráð fyrir hagvexti upp á 0,2 prósent. Viðskipti erlent 22.5.2012 11:02
Norðmenn ólíkir Bretum þegar kemur að framtíðarsjóðum Norðmenn njóta góðs af því að hugsa til framtíðar þegar kemur að olíuauði landsins, og aðskilja hann algjörlega frá opinberum sjóðum. Bretar hefðu getað lært mikið af framtíðarhugsjón Norðmanna, segir í myndbandsumfjöllun sem aðgengileg er á viðskiptavef Vísis, þar sem samanburður á stöðu Norðmanna og Breta, þegar kemur að sjóðum fyrir komandi kynslóðir, er til umfjöllunar. Viðskipti erlent 22.5.2012 08:47
Google Chrome er vinsælasti vafri veraldar Nýjustu netmælingar fyrirtækisins StatCounter gefa til kynna að Chrome, netvafri tæknirisans Google, sé nú vinsælasti vafri veraldar. Viðskipti erlent 21.5.2012 21:21
Hrun á markaðsvirði Facebook - allra augu á Morgan Stanley Augu fjárfesta í Bandaríkjunum beinast nú að Morgan Stanley, helsta viðskiptabanka Facebook, en markaðsvirði Facebook hefur verið í frjálsu falli í dag. "Skráningarverðið hefði átt að vera helmingurinn af því sem það var,“ segir Michael Pachter, greinandi hjá fyrirtækinu Wedbush Securites, í viðtali við Wall Street Journal. Viðskipti erlent 21.5.2012 20:30
Skemmtigarðastríð í uppsiglingu Mikið skemmtigarðastríð virðist í uppsiglingu milli Disney og Universal Studios. Í júní nk. mun Disney opna nýjan Cars-skemmtigarð í Kaliforníu sem kostar um 450 milljónir dala, eða sem nemur yfir 56,7 milljörðum króna. Forsvarsmenn Disney vonast til þess að ná að lokka fjölskyldufólk í garðinn í stórum stíl, en garðurinn verður glæsilegur í alla staði, þar sem Leiftur McQueen og félagar verða í aðalhlutverki. Disney fékk um 73 milljónir gesta í átta skemmtigarða á síðasta ári. Viðskipti erlent 21.5.2012 13:58
Yahoo selur hlut í Alibaba fyrir stórar upphæðir Bandaríski netrisinn hefur samþykkt að selja hluta af eignarhluta sínum í kínverska netfyrirtækinu Alibaba Group. Um gríðarlegar upphæðir er að ræða en Alibaba kaupir 20 prósenta hlut Yahoo á rúma sjö milljarða dollara, eða um 898 milljarða króna. Eftir viðskiptin mun Yahoo ennþá eiga 20 prósent í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 21.5.2012 10:25
Danir auka þjónustu við BRIC-löndin Danska hagkerfið hefur í sívaxandi mæli snúið sér í það að þjónusta BRIC-löndin svokölluðu, Brasilíu, Rússland, Indland og Kína, þar sem vöxtur hefur verið gríðarlega mikill undanfarin ár, á sama tíma og erfiðleikar hafa verið miklir á alþjóðavettvangi. Viðskipti erlent 21.5.2012 08:52
Fjárfestar óttast áhlaup á evrópska banka Fjárfestar óttast áhlaup á evrópska banka, einkum þá sem eru með höfuðstöðvar í Suður-Evrópu, að því er greint er frá í helgarútgáfu Wall Street Journal. Þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu hafi lánað evrópskum bönkum ríflega þúsund milljarða evra, liðlega 166 þúsund milljarða króna, í lok síðasta árs og byrjun þessa árs, þá hefur áhyggjum fjárfesta ekki verið eytt. Lánin voru veitt á lægri vöxtum en bönkum bauðst á markaði, einkum til þess að þeir gætu endurfjármagnað skuldir ríkissjóða í Evrópu. Viðskipti erlent 20.5.2012 23:41
Kínverjar leyfa Google að kaupa Motorola Kínversk yfirvöld hafa loks gefið sitt lokasvar um að netrisanum Google sé heimilt að ljúka kaupum á farsímaframleiðandanum Motorola. Verðmiðinn er 12,5 milljarðar dala, eða sem nemur 1.587,6 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Kaupin voru endanlega heimiluð eftir að forsvarsmenn Google féllust á skilyrði kínverskra yfirvalda um að Android stýrikerfið standi öllum opið án kostnaðar næstu fimm árin, af því er New York Times greindi frá í dag. Viðskipti erlent 20.5.2012 14:00
Zuckerberg breytti hjúskaparstöðunni í "Giftur" Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, tilkynnti heiminum í gær að hann hefði gengið í það heilaga með því að breyta hjúskaparstöðu sinni á áðurnefndu sköpunarverki sínu Facebook. Viðskipti erlent 20.5.2012 09:54
Skuldastaða evruríkjanna aðalviðfangsefnið Búist er við því að skuldastaða evruríkjanna verði aðalviðfangsefni leiðtoga átta helstu iðnríkja, eða svokallaðra G8 ríkja, þegar þeir hittast nærri Washington í Bandaríkjunum í dag. Obama, forseti Bandaríkjanna, og Francois Hollande, nýr forseti Frakklands, munu kynna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, áherslur sínar í efnahagsmálum. Þá er búist við því að rætt verði um mögulegt brotthvarf Grikklands úr evrusamstarfinu. Fundurinn hófst seint í gærkvöld, að því er fram kemur í fréttum BBC. Viðskipti erlent 19.5.2012 12:38
Facebook á NASDAQ - fyrstu viðskipti framar vonum Verð á hlutabréfum í samskiptamiðlinum Facebook hækkaði verulega eftir að fyrirtækið var formlega skráð á hlutbréfamarkað í dag. Viðskipti erlent 18.5.2012 16:00
Facebook skráð á markað Samskiptamiðillinn Facebook hefur nú formlega verið skráður á hlutabréfamarkað. Mark Zuckerberg, meðstofnandi og stjórnarformaður Facebook, opnaði NASDAQ markaðinn frá höfuðstöðvum síðunnar í Palo Alto í Kaliforníu klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Viðskipti erlent 18.5.2012 14:18
Jamie Dimon kallaður fyrir þingnefnd Jamie Dimon, stjórnarformaður og forstjóri JP Morgan Chase, þarf að svara spurningum bandarískra þingamanna frammi fyrir þingnefnd vegna ótrúlegs taps bankans á viðskiptum með bandarísk fyrirtækjaskuldabréfe, í heild nam það ríflega tveimur milljörðum dala, jafnvirði yfir 250 milljarða króna. Greint er frá þessu á vef Wall Street Journal í dag. Viðskipti erlent 18.5.2012 14:17
Í beinni frá Wall Street - Facebook tekið til viðskipta Viðskipti með hluti í samskiptamiðlinum Facebook á NASDAQ markaðinum í Bandaríkjunum hefjast klukkan 13:15 í dag. Viðskipti erlent 18.5.2012 12:30
Galaxy S III: 9 milljón eintök seld í forpöntunum Samsung Galaxy S III, nýjasti snjallsími Samsung, virðist ætla að slá öll met en um 9 milljón eintök af honum hafa selst í forpöntunum. Galaxy snjallsímarnir eru vinsælustu vörur Samsung en fyrirtækið er nú þegar stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. Viðskipti erlent 18.5.2012 11:40
Facebook á markað - spenna á mörkuðum Mikill eftirvænting er meðal fjárfesta fyrir því þegar hlutir í Facebook verða teknir til viðskipta á skráðum markaði í Bandaríkjunum í dag. Á vef Wall Street Journal kemur fram að eftirvæntingin fyrir nýskráningu hafi ekki verið jafn mikil árum saman, en skráning Facebook er langsamlega stærsta skráning netfyrirtækisins í sögunni þegar horft til markaðsvirðis við skráningu. Félagið verður metið á um 104 milljarða dala, tæplega 13 þúsund milljarða, þegar það verður tekið til viðskipta, en það jafngildir um 38 dölum á hlut. Viðskipti erlent 18.5.2012 08:56
Moody's lækkar lánshæfi banka á Spáni Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Viðskipti erlent 18.5.2012 08:14
Facebook á markað á morgun Viðskipti með hlutabréf í Facebook munu hefjast á morgun. Sjaldan eða aldrei hefur verið beðið eftir nokkru hlutafjárútboði með eins mikilli eftirvæntingu. Búist er við því að eftirspurnin verði mikil og því mun verða seldur 25% stærri hlutur en áður hafði verið áformað að selja. Búist er við því að samkvæmt niðurstöðu útboðsins verði markaðsvirði fyrirtækisins 100 milljarðar dala, eða jafngildi 12600 milljarða íslenskra króna. Hins vegar hafa vaknað efasemdir um það hversu miklum hagnaði fyrirtækið getur skilað. Viðskipti erlent 17.5.2012 20:07
Titringur í Evrópu vegna efnahagsáfalls á Spáni Markaðir í Evrópu hafa allir verið á niðurleið í dag vegna frétta frá Spáni um að skuldabréfaútboð hafi mistekist hrapallega. Samkvæmt niðurstöðum útboðsins er lánsfjárkostnaður tvöfalt hærri en þegar ríkið gaf síðast út skuldabréf. Búist er við því að matsfyrirtækið Moodys muni lækka mat á 21 spænskum banka í kjölfar niðurstöðunnar. Staðan er svo viðkvæm að spænska ríkisstjórnin hefur þurft að gefa út yfirlýsingu um að bankakerfið hafi ekki orðið fyrir áhlaupi. Viðskipti erlent 17.5.2012 14:03
Frakkar munu ekki samþykkja áætlanir ESB að óbreyttu Nýr fjármálaráðherra Frakklands ítrekaði í sjónvarpsviðtali í gær að ný sósíalistastjórn Frakklands myndi ekki staðfesta fjárhagsáætlanir Evrópusambandsins óbreyttar. Ráðherrann, Pierre Moscovici, segir að áætlanirnar verði að miða að því að auka hagvöxt til að Frakkar geti staðfest hann. Fjárhagsáætlunin felur hins vegar aðallega í sér niðurskurð á fjárlögum aðildarríkja. Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, lagði mikla áherslu á það í aðdraganda forsetakosninganna að niðurskurður myndi einn og sér ekki bæta efnahagsástandið á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 17.5.2012 09:30