Viðskipti erlent

Diablo III loks lentur

Tólf ára bið spilara lauk þegar dyr tölvuleikjaverslana víða um heim opnuðu í gærkvöld. Þúsundir spilara þustu þá inn og tryggðu sér eintak af einum eftirsóttasta tölvuleik allra tíma, Diablo III.

Viðskipti erlent

Moody's lækkar ítalska banka

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í gærkvöldi lánshæfi 26 banka á Ítalíu á einu bretti. Þar á meðal eru stærstu bankar landsins, Unicredit og Intesa Sanpaolo. Samdráttur hefur verið á Ítalíu eins og víða annars staðar og ríkisstjórnin stendur í viðamiklum breytingum á opinbera geiranum. Bankarnir eru því sagðir mun viðkvæmari fyrir áföllum. Tíu af bönkunum 26 voru færðir í svokallaðan ruslflokk en stóru bankarnir tveir, fóru úr einkunninni A3 og niður í A2.

Viðskipti erlent

Krugman: Evruragnarrök hugsanlega framundan

Paul Krugman, prófessor í hagfræði og Nóbelsverðlaunahafi árið 2008, spáir "evruragnarrökum“ á næstu mánuðum, ekki síst vegna óumflýjanlegs falls Grikklands með tilheyrandi hliðaráhrifum á nágrannaríkin Spán og Ítalíu. Hann spáir því að þetta gerist á næstu mánuðum, ekki árum.

Viðskipti erlent

Rauðar tölur lækkunar á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu með rauðum tölum lækkunar í dag en áhyggjur fjárfesta vegna pólitískrar óvissu í Suður-Evrópu, þar helst Grikklandi, hafa farið vaxandi undanfarin misseri. Þannig lækkaði Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum um 0,53 prósent strax við opnun, og var lækkunin öðru fremur rakin til svartsýni á stöðu mála á mörkuðum í Evrópu.

Viðskipti erlent

Apple hefur selt 370 þúsund iphone á dag í hálft ár

Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur skilað til kauphallarinnar í New York. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Apple breytir auglýsingum sínum - iPad ekki 4G

Héðan í frá verður nýjasta spjaldtölva Apple, iPad, ekki auglýst sem 4G jaðartæki. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir auglýsingar sína eftir að í ljós kom að eiginleikar fjórðu kynslóðar farsímanetkerfa eru mismunandi milli landa — þannig er óvíst hvort að iPad geti í raun notast við 4G netkerfi mismunandi landa.

Viðskipti erlent

Hlutabréf falla skarplega í Evrópu

Hlutabréf í Evrópu hafa fallið skarplega í verði í morgun, en ástæðan er vaxandi hræðsla á mörkuðum við það að Grikkir hverfi úr evrusamstarfinu og taki upp drökmuna á nýjan leik. Samræmd hlutabréfavísitala fyrir Evrópu, DAX, hefur lækkað um 2,3 prósent það sem af er degi, en mesta lækkunin er á mörkuðum í Suður-Evrópu.

Viðskipti erlent

Jamie Dimon: Svona á ekki að stunda viðskipti

"Svona á ekki að stunda viðskipti," sagði Jamie Dimon, forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase, í viðtali við New York Times í dag, og vitnaði til viðskipta bankans með fyrirtækjaskuldabréf sem bankinn tapaði tveimur milljörðum dala á.

Viðskipti erlent

Levin: Sýnir að það verður að herða regluverkið

Þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er, að herða reglurverkið þegar kemur að viðskiptum bankanna sem eru of stórir til að falla," segir öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, í viðtali við New York Times, vegna taps risabankans JP Morgan upp á tvo milljarða dala sem tilkynnt var um eftir lokun markaða í gær. Það er tilkomið vegna viðskipta með bandarísk fyrirtækjaskuldabréf, en bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta meira úr kútnum en raunin varð.

Viðskipti erlent

JP Morgan tapar ótrúlegum upphæðum

Stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase hefur greint frá tapi upp á heila tvo milljarða dollara eða 250 milljarða króna vegna flókinna hlutabréfaviðskipta sem ekki gengu upp. Fregnirnar koma flestum á óvart en búist er við að heildartap bankans á öðrum ársfjórðungi muni nema 800 milljónum dollara eða um 100 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Facebook mun opna vefverslun

Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna.

Viðskipti erlent

Pólitískur titringur í Evrópu skekur markaði

Pólitískur titringur í Evrópu og vaxandi hætta á því að ríkissjóðir í Suður-Evrópu, einkum Grikkland og Spánn, lendi í greiðsluvanda, skók markaði í dag að því er segir á vef Wall Street Journal, en víðast hvar einkenndust hlutabréfamarkaðir af rauðum tölum lækkunar. Þannig lækkaði FTSE 100 vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu um 1,78 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,59 prósent.

Viðskipti erlent

Ástralar grípa til aðgerða vegna skulda

Fjármálaráðherra Ástralíu, Wayne Swan, segir að ríkisfjármálum Ástralíu verði komið á réttan kjöl á næstu tveimur árum, en stefnt er að því að rekstrarafgangur verði upp á 1,5 milljarða Ástralíudala, sem jafngildir um 187,5 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook

Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins.

Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn óðir í ofurhetjurnar

Ofurhetjurnar í „The Avengers" hafa slegið enn eitt metið. Kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær og halaði hún inn 80.5 milljón dollurum eða rúmum 10 milljörðum króna en það er önnur besta opnun kvikmyndasögunnar.

Viðskipti erlent