Viðskipti erlent JP Morgan tapar ótrúlegum upphæðum Stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase hefur greint frá tapi upp á heila tvo milljarða dollara eða 250 milljarða króna vegna flókinna hlutabréfaviðskipta sem ekki gengu upp. Fregnirnar koma flestum á óvart en búist er við að heildartap bankans á öðrum ársfjórðungi muni nema 800 milljónum dollara eða um 100 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.5.2012 06:33 Facebook mun opna vefverslun Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. Viðskipti erlent 10.5.2012 12:49 Heilaskurðaðgerð á Twitter Læknar við Memorial Hermann-sjúkrahúsið í Houston framkvæmdu heilaskurðaðgerð í beinni útsendingu á Twitter-síðunni í gær. Viðskipti erlent 10.5.2012 10:15 Pólitískur titringur í Evrópu skekur markaði Pólitískur titringur í Evrópu og vaxandi hætta á því að ríkissjóðir í Suður-Evrópu, einkum Grikkland og Spánn, lendi í greiðsluvanda, skók markaði í dag að því er segir á vef Wall Street Journal, en víðast hvar einkenndust hlutabréfamarkaðir af rauðum tölum lækkunar. Þannig lækkaði FTSE 100 vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu um 1,78 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,59 prósent. Viðskipti erlent 8.5.2012 21:53 Ástralar grípa til aðgerða vegna skulda Fjármálaráðherra Ástralíu, Wayne Swan, segir að ríkisfjármálum Ástralíu verði komið á réttan kjöl á næstu tveimur árum, en stefnt er að því að rekstrarafgangur verði upp á 1,5 milljarða Ástralíudala, sem jafngildir um 187,5 milljörðum króna. Viðskipti erlent 8.5.2012 11:48 Auðugur Dani er annar stærsti landeigandi á Bretlandseyjum Danskur auðmaður er orðinn næststærsti jarðeigandinn á Bretlandseyjum. Hann á orðið meiri jarðir þar en Karl Bretaprins. Viðskipti erlent 7.5.2012 11:17 Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram í Danmörku Gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku fækkaði áfram í apríl s.l. þriðja mánuðinn í röð. Hafa gjaldþrotin ekki verið færri í einum mánuði síðan í árslok árið 2008 að því er kemur fram í nýjum tölum frá dönsku hagstofunni. Viðskipti erlent 7.5.2012 09:12 Allir Evrópumarkaðir opnuðu í rauðum tölum Hlutabréfamarkaðir í Evrópu opnuðu allir í rauðum tölum í morgun og fylgdu þar með í fótspor markaða í Asíu í nótt. Viðskipti erlent 7.5.2012 08:16 Hlutabréfamarkaðir í mínus, evran fellur og olíuverð lækkar Fyrstu afleiðingar kosningaútrslitanna í Frakklandi og Grikklandi voru að hlutabréfamarkaðir í Asíu tóku dýfu í nótt, evran veiktist og heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að falla. Viðskipti erlent 7.5.2012 06:31 Besta frumsýningarhelgi allra tíma - stefnan tekin á Avatar Frumsýningarhelgi kvikmyndarinnar "The Avengers“ í Bandaríkjunum var vægast sagt góð - myndin sló öll met og þénaði rúmlega 200 milljón dollara eða um 25 milljarða króna. Viðskipti erlent 6.5.2012 20:28 Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins. Viðskipti erlent 6.5.2012 19:58 David Beckham er ríkasti íþróttamaðurinn á Bretlandi David Beckham er ríkasti íþróttamaðurinn á Bretlandi samkvæmt nýjum lista sem Sunday Times hefur tekið saman. Hinn 37 ára gamli knattspyrnumaður, sem leikur með LA Galaxy, á eignir að andvirði 160 milljónir sterlingspunda, eða tæpa 33 milljarða króna. Viðskipti erlent 6.5.2012 17:47 Bandaríkjamenn óðir í ofurhetjurnar Ofurhetjurnar í „The Avengers" hafa slegið enn eitt metið. Kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær og halaði hún inn 80.5 milljón dollurum eða rúmum 10 milljörðum króna en það er önnur besta opnun kvikmyndasögunnar. Viðskipti erlent 5.5.2012 17:23 Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. Viðskipti erlent 4.5.2012 23:03 Atvinnuleysi mælist 8,1 prósent í Bandaríkjunum Um 115 þúsund störf urðu til í Bandaríkjunum í apríl, samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun, en atvinnuleysi mælist nú 8,1 prósent. Það er minnkun frá stöðunni sem var í mars, en þá mældist atvinnuleysið 8,2 prósent. Viðskipti erlent 4.5.2012 13:32 Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina og hefur verðið verið í frjálsu falli frá því síðdegis í gærdag. Viðskipti erlent 4.5.2012 10:24 Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið síðasta sólarhringinn og er nú komið á svipaðar slóðir og skömmu eftir áramótin. Viðskipti erlent 4.5.2012 06:37 Samsung Galaxy S III er mættur Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins. Viðskipti erlent 3.5.2012 23:30 Facebook metið á 85 til 95 milljarða dala Verðmæti Facebook er á bilinu 85 til 95 milljarðar dala, samkvæmt því verði sem hlutir í fyrirtækinu verða skráðir á, að því er upplýst var í dag. Hlutir í fyrirtækinu, sem líklega verður skráð á markað undir einkenninu FB hinn 18. maí, verða skráðir á bilinu 28 til 35 dali. Viðskipti erlent 3.5.2012 22:04 Ein af hverjum fimm tölvum sýkt Samkvæmt niðurstöðum úr nýrri rannsókn inniheldur ein af hverjum fimm Mac-tölvum einhverja tegund óværu. Það er töluvert hærra hlutfall en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Viðskipti erlent 3.5.2012 20:42 Skuldabréfaútgáfa spænska ríkisins á ríflega 4 prósent vöxtum Spænska ríkið lauk í dag við skuldabréfaútgáfu upp á liðlega 2,5 milljarða evra á að meðaltali 4,04 prósent vöxtum, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í dag. Það eru töluvert hærri vextir en ríkinu bauðst í síðustu útgáfu en þá voru vextirnir 2,6 prósent. Viðskipti erlent 3.5.2012 14:29 Gleymd auglýsing Apple komin í leitirnar Gleymt og grafið framhald auglýsingarinnar „1984" sem Apple framleiddi hefur nú komið í leitirnar. Auglýsingin ber vitni um það að jafnvel Steve Jobs gat gert mistök. Viðskipti erlent 3.5.2012 13:18 „Áratugur tækifæra“ framundan í Kanada Kanada hefur komist vel frá kreppunni á heimsvísu, á undanförnum árum, og er horft til þess að næsti áratugur verði góður fyrir landið, ef tækifærin eru nýtt. Viðskipti erlent 3.5.2012 09:12 Málverkið Ópið selt fyrir metfé hjá Sotheby´s Málverkið Ópið eftir norska málarann Edvard Munch var selt á 120 milljónir dollara eða um 15 milljarða króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi. Viðskipti erlent 3.5.2012 06:57 Danska flugfélagið Cimber Sterling er gjaldþrota Danska flugfélagið Cimber Sterling er orðið gjaldþrota. Félagið hét áður Sterling og var þá í eigu Íslendinga. Viðskipti erlent 3.5.2012 06:53 Kalt stríð á tölvuleikjamarkaðinum um jólin Það stefnir í kalt stríð á tölvuleikjamarkaðinum um jólin. Tölvuleikjaframleiðandinn Activision boðaði komu tölvuleiksins Call of Duty: Black Ops 2 um miðbik nóvember en um svipað leyti fer Halo 4 í almenna sölu. Viðskipti erlent 2.5.2012 13:53 RIM opinbera snjallsíma og stýrikerfi Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana. Viðskipti erlent 2.5.2012 13:26 Xbox 360 leikjatölvan bönnuð í Þýskalandi Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola Mobility hefur fengið lögbann á nokkrar vörur tæknifyrirtækisins Microsoft í Þýskalandi. Það var dómstóll í Mannheim sem komst að þessari niðurstöðu í dag. Viðskipti erlent 2.5.2012 12:03 Atvinnuleysið á evru-svæðinu hefur aldrei verið meira Nýjar tölur um atvinnuleysi í Evrópu sýna að efnahagsbatinn í álfunni er síður en svo handan við hornið eins og sumir voru farnir að vona. Viðskipti erlent 2.5.2012 09:54 Glitnir að baki umdeildum kaupum á hlutum í Roskilde Bank Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. Viðskipti erlent 2.5.2012 09:05 « ‹ 183 184 185 186 187 188 189 190 191 … 334 ›
JP Morgan tapar ótrúlegum upphæðum Stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase hefur greint frá tapi upp á heila tvo milljarða dollara eða 250 milljarða króna vegna flókinna hlutabréfaviðskipta sem ekki gengu upp. Fregnirnar koma flestum á óvart en búist er við að heildartap bankans á öðrum ársfjórðungi muni nema 800 milljónum dollara eða um 100 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.5.2012 06:33
Facebook mun opna vefverslun Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. Viðskipti erlent 10.5.2012 12:49
Heilaskurðaðgerð á Twitter Læknar við Memorial Hermann-sjúkrahúsið í Houston framkvæmdu heilaskurðaðgerð í beinni útsendingu á Twitter-síðunni í gær. Viðskipti erlent 10.5.2012 10:15
Pólitískur titringur í Evrópu skekur markaði Pólitískur titringur í Evrópu og vaxandi hætta á því að ríkissjóðir í Suður-Evrópu, einkum Grikkland og Spánn, lendi í greiðsluvanda, skók markaði í dag að því er segir á vef Wall Street Journal, en víðast hvar einkenndust hlutabréfamarkaðir af rauðum tölum lækkunar. Þannig lækkaði FTSE 100 vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu um 1,78 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,59 prósent. Viðskipti erlent 8.5.2012 21:53
Ástralar grípa til aðgerða vegna skulda Fjármálaráðherra Ástralíu, Wayne Swan, segir að ríkisfjármálum Ástralíu verði komið á réttan kjöl á næstu tveimur árum, en stefnt er að því að rekstrarafgangur verði upp á 1,5 milljarða Ástralíudala, sem jafngildir um 187,5 milljörðum króna. Viðskipti erlent 8.5.2012 11:48
Auðugur Dani er annar stærsti landeigandi á Bretlandseyjum Danskur auðmaður er orðinn næststærsti jarðeigandinn á Bretlandseyjum. Hann á orðið meiri jarðir þar en Karl Bretaprins. Viðskipti erlent 7.5.2012 11:17
Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram í Danmörku Gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku fækkaði áfram í apríl s.l. þriðja mánuðinn í röð. Hafa gjaldþrotin ekki verið færri í einum mánuði síðan í árslok árið 2008 að því er kemur fram í nýjum tölum frá dönsku hagstofunni. Viðskipti erlent 7.5.2012 09:12
Allir Evrópumarkaðir opnuðu í rauðum tölum Hlutabréfamarkaðir í Evrópu opnuðu allir í rauðum tölum í morgun og fylgdu þar með í fótspor markaða í Asíu í nótt. Viðskipti erlent 7.5.2012 08:16
Hlutabréfamarkaðir í mínus, evran fellur og olíuverð lækkar Fyrstu afleiðingar kosningaútrslitanna í Frakklandi og Grikklandi voru að hlutabréfamarkaðir í Asíu tóku dýfu í nótt, evran veiktist og heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að falla. Viðskipti erlent 7.5.2012 06:31
Besta frumsýningarhelgi allra tíma - stefnan tekin á Avatar Frumsýningarhelgi kvikmyndarinnar "The Avengers“ í Bandaríkjunum var vægast sagt góð - myndin sló öll met og þénaði rúmlega 200 milljón dollara eða um 25 milljarða króna. Viðskipti erlent 6.5.2012 20:28
Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins. Viðskipti erlent 6.5.2012 19:58
David Beckham er ríkasti íþróttamaðurinn á Bretlandi David Beckham er ríkasti íþróttamaðurinn á Bretlandi samkvæmt nýjum lista sem Sunday Times hefur tekið saman. Hinn 37 ára gamli knattspyrnumaður, sem leikur með LA Galaxy, á eignir að andvirði 160 milljónir sterlingspunda, eða tæpa 33 milljarða króna. Viðskipti erlent 6.5.2012 17:47
Bandaríkjamenn óðir í ofurhetjurnar Ofurhetjurnar í „The Avengers" hafa slegið enn eitt metið. Kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær og halaði hún inn 80.5 milljón dollurum eða rúmum 10 milljörðum króna en það er önnur besta opnun kvikmyndasögunnar. Viðskipti erlent 5.5.2012 17:23
Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. Viðskipti erlent 4.5.2012 23:03
Atvinnuleysi mælist 8,1 prósent í Bandaríkjunum Um 115 þúsund störf urðu til í Bandaríkjunum í apríl, samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun, en atvinnuleysi mælist nú 8,1 prósent. Það er minnkun frá stöðunni sem var í mars, en þá mældist atvinnuleysið 8,2 prósent. Viðskipti erlent 4.5.2012 13:32
Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina og hefur verðið verið í frjálsu falli frá því síðdegis í gærdag. Viðskipti erlent 4.5.2012 10:24
Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið síðasta sólarhringinn og er nú komið á svipaðar slóðir og skömmu eftir áramótin. Viðskipti erlent 4.5.2012 06:37
Samsung Galaxy S III er mættur Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins. Viðskipti erlent 3.5.2012 23:30
Facebook metið á 85 til 95 milljarða dala Verðmæti Facebook er á bilinu 85 til 95 milljarðar dala, samkvæmt því verði sem hlutir í fyrirtækinu verða skráðir á, að því er upplýst var í dag. Hlutir í fyrirtækinu, sem líklega verður skráð á markað undir einkenninu FB hinn 18. maí, verða skráðir á bilinu 28 til 35 dali. Viðskipti erlent 3.5.2012 22:04
Ein af hverjum fimm tölvum sýkt Samkvæmt niðurstöðum úr nýrri rannsókn inniheldur ein af hverjum fimm Mac-tölvum einhverja tegund óværu. Það er töluvert hærra hlutfall en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Viðskipti erlent 3.5.2012 20:42
Skuldabréfaútgáfa spænska ríkisins á ríflega 4 prósent vöxtum Spænska ríkið lauk í dag við skuldabréfaútgáfu upp á liðlega 2,5 milljarða evra á að meðaltali 4,04 prósent vöxtum, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í dag. Það eru töluvert hærri vextir en ríkinu bauðst í síðustu útgáfu en þá voru vextirnir 2,6 prósent. Viðskipti erlent 3.5.2012 14:29
Gleymd auglýsing Apple komin í leitirnar Gleymt og grafið framhald auglýsingarinnar „1984" sem Apple framleiddi hefur nú komið í leitirnar. Auglýsingin ber vitni um það að jafnvel Steve Jobs gat gert mistök. Viðskipti erlent 3.5.2012 13:18
„Áratugur tækifæra“ framundan í Kanada Kanada hefur komist vel frá kreppunni á heimsvísu, á undanförnum árum, og er horft til þess að næsti áratugur verði góður fyrir landið, ef tækifærin eru nýtt. Viðskipti erlent 3.5.2012 09:12
Málverkið Ópið selt fyrir metfé hjá Sotheby´s Málverkið Ópið eftir norska málarann Edvard Munch var selt á 120 milljónir dollara eða um 15 milljarða króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi. Viðskipti erlent 3.5.2012 06:57
Danska flugfélagið Cimber Sterling er gjaldþrota Danska flugfélagið Cimber Sterling er orðið gjaldþrota. Félagið hét áður Sterling og var þá í eigu Íslendinga. Viðskipti erlent 3.5.2012 06:53
Kalt stríð á tölvuleikjamarkaðinum um jólin Það stefnir í kalt stríð á tölvuleikjamarkaðinum um jólin. Tölvuleikjaframleiðandinn Activision boðaði komu tölvuleiksins Call of Duty: Black Ops 2 um miðbik nóvember en um svipað leyti fer Halo 4 í almenna sölu. Viðskipti erlent 2.5.2012 13:53
RIM opinbera snjallsíma og stýrikerfi Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana. Viðskipti erlent 2.5.2012 13:26
Xbox 360 leikjatölvan bönnuð í Þýskalandi Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola Mobility hefur fengið lögbann á nokkrar vörur tæknifyrirtækisins Microsoft í Þýskalandi. Það var dómstóll í Mannheim sem komst að þessari niðurstöðu í dag. Viðskipti erlent 2.5.2012 12:03
Atvinnuleysið á evru-svæðinu hefur aldrei verið meira Nýjar tölur um atvinnuleysi í Evrópu sýna að efnahagsbatinn í álfunni er síður en svo handan við hornið eins og sumir voru farnir að vona. Viðskipti erlent 2.5.2012 09:54
Glitnir að baki umdeildum kaupum á hlutum í Roskilde Bank Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. Viðskipti erlent 2.5.2012 09:05