Viðskipti erlent Dýrasta sérútgáfan af Bugatti er úr gulli og demöntum Bugatti Veyron er fyrir einn af dýrstu bílum heimsins og með 1001 hestafla vél eru fáir bílar sem standa honum á sporði. Nú er búið að smíða sérútgáfu af þessum bíl úr gulli og demöntum og er sú útgáfa tvöfalt dýrari en venjulegur Bugatti Veyron. Viðskipti erlent 18.6.2010 09:17 Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr. Viðskipti erlent 18.6.2010 08:50 Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið, sem keppir í Formúlu 1, en hagnaður þess minnkaði um 50% í fyrra eftir að liðið missti stuðningssamning við Baug. Viðskipti erlent 18.6.2010 08:39 Spánn er ekki í fjárhagsvanda José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. Viðskipti erlent 18.6.2010 04:30 Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar. Viðskipti erlent 16.6.2010 13:16 Spænskir bankar slá lántökumet hjá ECB Spænskir bankar slógu lántökumet hjá Seðlabanka Evrópu (ECB) í síðasta mánuði. Samtals tóku spænskir bankar lán hjá ECB að upphæð 85,6 milljarða evra eða tæplega 13.500 milljarða kr. Viðskipti erlent 16.6.2010 09:58 Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki. Viðskipti erlent 15.6.2010 15:35 Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. Viðskipti erlent 15.6.2010 14:23 Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist. Viðskipti erlent 15.6.2010 13:30 Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Viðskipti erlent 15.6.2010 13:08 Moody´s setur Grikkland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk. Viðskipti erlent 15.6.2010 08:09 Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj). Viðskipti erlent 14.6.2010 14:44 Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina. Viðskipti erlent 14.6.2010 10:16 Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium. Viðskipti erlent 14.6.2010 09:37 Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á 30 milljónir Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:49 Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:46 Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:17 BP mun fresta arðgreiðslum Stjórnendur BP olíurisans stefna að því að fresta arðgreiðslum til hluthafa. Þeir munu hittast á mánudaginn og taka formleg ákvörðun. Viðskipti erlent 11.6.2010 18:17 Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag. Viðskipti erlent 11.6.2010 10:03 Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2010 09:32 Góður árangur Dana á HM gæti kostað 25 milljarða Hagfræðingar Nordeabankans í Danmörku hafa reiknað það út að gangi danska landsliðinu vel á heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) muni danska hagkerfið tapa um 1,2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.6.2010 07:47 Ábendingar um peningaþvætti aukast verulega í Danmörku Ábendingar danskra banka um peningaþvætti til ríkislögreglunnar jukust verulega á síðasta ári eða um 40% miðað við fyrra ár. Viðskipti erlent 11.6.2010 07:42 Starfsmönnum GM bannað að segja Chevy Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur bannað starfsmönnum sínum að stytta nafnið á bílategundinni Chevrolet í Chevy, líkt og mörgum Bandaríkjamönnum er tamt. Viðskipti erlent 10.6.2010 22:37 Hlutabréf BP ekki verið lægra skráð í 13 ár Hlutabréf í olíufélaginu BP hafa haldið áfram að lækka í verði í kauphöllinni í London í morgun. Nemur lækkunin 7% og bætist hún við rúmlega 15% lækkun á markaðinum í New York í gær. Hafa hlutabréfin ekki verið lægra skráð í 13 ár. Viðskipti erlent 10.6.2010 10:00 Sakar Kínverja um hunangsþvætti í Bandaríkjunum Bandarískur öldungardeildarþingmaður hefur ásakað kínversk stjórnvöld um hunangsþvætti, það er að Kínverjar flytji hunang sitt til Bandaríkjanna í gegnum þriðja aðila til að forðast tolla. Viðskipti erlent 10.6.2010 07:18 Vaxandi áhyggjur af þjóðargjaldþroti Grikklands Þrír af hverjum fjórum fjárfestum og greinendum telja að þjóðargjaldþrot sé framundan hjá Grikklandi þar sem landið geti ekki staðið undir skuldum sínum. Viðskipti erlent 9.6.2010 09:38 Kreppan dempar ekki ferðagleði Dana Kreppan í Danmörklu hefur ekki náð að dempa ferðagleði almennings þar í landi. Nú er uppselt í nær allar sólarlandaferðir sem danskar ferðaskrifstofur bjóða upp á í ár. Viðskipti erlent 9.6.2010 07:29 BP stofnar sérstakan sjóð til að hreinsa upp eftir olíulekann Tony Hayward forstjóri BP olíufélagsins segir að öll olían sem kemur úr borholunni sem lekur á Mexíkóflóa muni renna í sérstakan sjóð. Sjóðnum er ætlað að standa undir kostnaði við hreinsun stranda þeirra ríkja sem verst hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. Viðskipti erlent 9.6.2010 07:27 Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins Ný bresk könnun sýnir að Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins fyrir breskan almenning. Ísland vermir níunda sætið á þeim lista Viðskipti erlent 9.6.2010 07:18 Kjóll Díönu seldist á 36 milljónir Einn af kjólum Díönu prinsessu af Wales var seldur nýlega á uppboði í London á 192 þúsund pund. Upphæðin samsvarar um 36 milljónum íslenskra króna. Díana klæddist kjólnum þegar hún kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir að hún og Karl Bretaprins höfðu opinberað ást sína. Fyrirfram var búist við því að kjóllinn yrði seldur á um 30 – 50 þúsund pund. Viðskipti erlent 8.6.2010 22:31 « ‹ 258 259 260 261 262 263 264 265 266 … 334 ›
Dýrasta sérútgáfan af Bugatti er úr gulli og demöntum Bugatti Veyron er fyrir einn af dýrstu bílum heimsins og með 1001 hestafla vél eru fáir bílar sem standa honum á sporði. Nú er búið að smíða sérútgáfu af þessum bíl úr gulli og demöntum og er sú útgáfa tvöfalt dýrari en venjulegur Bugatti Veyron. Viðskipti erlent 18.6.2010 09:17
Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr. Viðskipti erlent 18.6.2010 08:50
Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið, sem keppir í Formúlu 1, en hagnaður þess minnkaði um 50% í fyrra eftir að liðið missti stuðningssamning við Baug. Viðskipti erlent 18.6.2010 08:39
Spánn er ekki í fjárhagsvanda José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. Viðskipti erlent 18.6.2010 04:30
Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar. Viðskipti erlent 16.6.2010 13:16
Spænskir bankar slá lántökumet hjá ECB Spænskir bankar slógu lántökumet hjá Seðlabanka Evrópu (ECB) í síðasta mánuði. Samtals tóku spænskir bankar lán hjá ECB að upphæð 85,6 milljarða evra eða tæplega 13.500 milljarða kr. Viðskipti erlent 16.6.2010 09:58
Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki. Viðskipti erlent 15.6.2010 15:35
Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. Viðskipti erlent 15.6.2010 14:23
Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist. Viðskipti erlent 15.6.2010 13:30
Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Viðskipti erlent 15.6.2010 13:08
Moody´s setur Grikkland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk. Viðskipti erlent 15.6.2010 08:09
Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj). Viðskipti erlent 14.6.2010 14:44
Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina. Viðskipti erlent 14.6.2010 10:16
Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium. Viðskipti erlent 14.6.2010 09:37
Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á 30 milljónir Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:49
Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:46
Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:17
BP mun fresta arðgreiðslum Stjórnendur BP olíurisans stefna að því að fresta arðgreiðslum til hluthafa. Þeir munu hittast á mánudaginn og taka formleg ákvörðun. Viðskipti erlent 11.6.2010 18:17
Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag. Viðskipti erlent 11.6.2010 10:03
Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2010 09:32
Góður árangur Dana á HM gæti kostað 25 milljarða Hagfræðingar Nordeabankans í Danmörku hafa reiknað það út að gangi danska landsliðinu vel á heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) muni danska hagkerfið tapa um 1,2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.6.2010 07:47
Ábendingar um peningaþvætti aukast verulega í Danmörku Ábendingar danskra banka um peningaþvætti til ríkislögreglunnar jukust verulega á síðasta ári eða um 40% miðað við fyrra ár. Viðskipti erlent 11.6.2010 07:42
Starfsmönnum GM bannað að segja Chevy Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur bannað starfsmönnum sínum að stytta nafnið á bílategundinni Chevrolet í Chevy, líkt og mörgum Bandaríkjamönnum er tamt. Viðskipti erlent 10.6.2010 22:37
Hlutabréf BP ekki verið lægra skráð í 13 ár Hlutabréf í olíufélaginu BP hafa haldið áfram að lækka í verði í kauphöllinni í London í morgun. Nemur lækkunin 7% og bætist hún við rúmlega 15% lækkun á markaðinum í New York í gær. Hafa hlutabréfin ekki verið lægra skráð í 13 ár. Viðskipti erlent 10.6.2010 10:00
Sakar Kínverja um hunangsþvætti í Bandaríkjunum Bandarískur öldungardeildarþingmaður hefur ásakað kínversk stjórnvöld um hunangsþvætti, það er að Kínverjar flytji hunang sitt til Bandaríkjanna í gegnum þriðja aðila til að forðast tolla. Viðskipti erlent 10.6.2010 07:18
Vaxandi áhyggjur af þjóðargjaldþroti Grikklands Þrír af hverjum fjórum fjárfestum og greinendum telja að þjóðargjaldþrot sé framundan hjá Grikklandi þar sem landið geti ekki staðið undir skuldum sínum. Viðskipti erlent 9.6.2010 09:38
Kreppan dempar ekki ferðagleði Dana Kreppan í Danmörklu hefur ekki náð að dempa ferðagleði almennings þar í landi. Nú er uppselt í nær allar sólarlandaferðir sem danskar ferðaskrifstofur bjóða upp á í ár. Viðskipti erlent 9.6.2010 07:29
BP stofnar sérstakan sjóð til að hreinsa upp eftir olíulekann Tony Hayward forstjóri BP olíufélagsins segir að öll olían sem kemur úr borholunni sem lekur á Mexíkóflóa muni renna í sérstakan sjóð. Sjóðnum er ætlað að standa undir kostnaði við hreinsun stranda þeirra ríkja sem verst hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. Viðskipti erlent 9.6.2010 07:27
Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins Ný bresk könnun sýnir að Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins fyrir breskan almenning. Ísland vermir níunda sætið á þeim lista Viðskipti erlent 9.6.2010 07:18
Kjóll Díönu seldist á 36 milljónir Einn af kjólum Díönu prinsessu af Wales var seldur nýlega á uppboði í London á 192 þúsund pund. Upphæðin samsvarar um 36 milljónum íslenskra króna. Díana klæddist kjólnum þegar hún kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir að hún og Karl Bretaprins höfðu opinberað ást sína. Fyrirfram var búist við því að kjóllinn yrði seldur á um 30 – 50 þúsund pund. Viðskipti erlent 8.6.2010 22:31