Viðskipti erlent

Marks & Spencer mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Ein stærsta verslunarkeðja Bretlands, Mars & Spencer mótmælir fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. Ætlar Marks & Spencer að senda svipað bréf og verslunarkeðjan Waitrose til íslenskra stjórnvalda þar sem afstaða verslunarkeðjunnar verður útskýrð.

Viðskipti erlent

Hækkun í Asíu

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir töluverða lækkun undanfarið en veiking japanska jensins hefur gert útflytjendum lífið auðveldara. Til dæmis hækkuðu bréf bílaframleiðandans Toyota um tæp fjögur prósent en meira en þriðjungur Toyota-bíla fer á markað í Bandaríkjunum. Fjárfestir í Sydney í Ástralíu segir hlutabréfaeigendur öruggari með sig nú en fyrr í vikunni. Þó sé ólíklegt að hækkunin sé til langframa.

Viðskipti erlent

Bernanke stappaði stáli í fjárfesta

Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum sagði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings nú í kvöld að kreppan gæti tekið enda á þessu ári og að eftirlitsaðilar væru ekki á þeim skónum að þjóðnýta bankana.

Viðskipti erlent

Stórlækkun bréfa í Asíu

Ekki var glæsilegt um að lítast á Asíumörkuðum í morgun, þar féllu hlutabréf í verði líkt og í Bandaríkjunum og hefur Asíuvísitala Morgan Stanley ekki staðið lægra síðan haustið 2003. Til dæmis féllu bréf stærsta olíuframleiðanda Kína um tæp fimm prósent og í Ástralíu féll tryggingarisinn Suncorp-Metway um sex prósent.

Viðskipti erlent

Eignast líklegast Citigroup

Bandaríska ríkið mun að öllum líkindum eignast þjóðnýtta bandaríska fjármálafyrirtækið Citigroup. Fyrirtækið fékk um 3000 milljarða íslenskra króna í neyðaraðstoð á síðasta ári sem dugði ekki til og stendur það nú á brauðfótum.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu og Bandaríkjunum hækkuðu í verði í kjölfar væntinga um að bandaríska ríkið auki við hlut sinn í bankarisanum Citigroup sem það keypti 20 milljarða dollara hlut í á síðasta ári til að verja bankann falli.

Viðskipti erlent

Bankastjóri refsar sér fyrir mistökin

Stjórnarformaður bankans Bradford & Bingley í Bretlandi, Richard Pym, hefur ákveðið að borga sér ekki bónusa eins og tíðkast oft hjá stórfyrirtækjum. Þar með lækkar herra Pym launin sín um 750 þúsund pundum niður í 350 þúsund pund. Þá hefur hann einnig stytt uppsagnarfrestinn sinn úr tveimur árum niður í einn dag. Að eigin sögn; svo að hann verði ekki verðlaunaður fyrir að mistakast.

Viðskipti erlent

Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana

Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að

Viðskipti erlent

Gullverð hækkar í kreppunni

Gull virðist vera að hækka í verði þessa dagana ef marka má frétt breska blaðsins Telegraph af málinu. Verðið á einu únsi, tæpum 30 grömmum, fór upp fyrir 1000 bandaríkjadali, eða um 115 þúsund krónur, í viðskiptum í New York í dag. Þá fór verðið jafnframt hátt upp í 1000 dali í London en lækkaði svo nokkuð þegar leið á daginn.

Viðskipti erlent

Nasdaq hækkaði í dag

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag en Dow Jones og Standard & Poor´s lækkuðu. Reuters telur að breytingarnar séu viðbrögð við því að Hvíta húsið gaf út þá yfirlýsingu að ekki stæði til að þjóðnýta bankana. Dow Jones lækkaði um 0,7%. Standard & Poor´s lækkaði um 0,8% og Nasdaq Composite hækkaði um 0,21%.

Viðskipti erlent

Metfjölgun atvinnulausra í Bandaríkjanna

Metfjölgun varð í hópi atvinnulausra í Bandaríkjunum fyrstu vikuna í febrúar, samkvæmt gögnum sem Vinnumálastofnun Bandaríkjanna sýna. Þá misstu 627 þúsund manns. Sambærileg aukning varð í vikunni á eftir. Hefur atvinnulausum ekki fjölgað eins mikið í 26 ár. Um 5 milljónir manna eru nú atvinnulausir um gervöll Bandaríkin.

Viðskipti erlent

Starfsfólki skókeðju JJB Sports sagt upp

438 starfsmönnum tveggja fyrirtækja í eigu bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports hefur verið sagt upp, að kröfu KPMG í Bretlandi, sem fer með greiðslustöðvun verslananna. Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli.

Viðskipti erlent

Saab fer fram á greiðslustöðvun

Bílaframleiðandinn Saab í Svíþjóð hyggst fara fram á greiðslustöðvun og reyna að koma á rekstrarlegum umbótum. Búist er við að beiðni um greiðslustöðvunina verði lögð fyrir dómstól á morgun. Ákvörðun stjórnenda Saab er tekin í kjölfar þeirra skilaboða frá eigandanum General Motors, að ekki komi til greina að leggja meira fé í Saab en þegar hefur verið gert.

Viðskipti erlent

Starfsmenn Saab uggandi

Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið.

Viðskipti erlent

Riksbanken hagnaðist á gjaldmiðlasamningi við SÍ

Freyr Hermannsson sérfræðingur hjá alþjóða- og markaðsdeild Seðlabanka Íslands segir að frétt sem birt var á vísir.is í gær um milljarðatap norrænna seðlabanka af gjaldmiðlaskiptasamningum þeirra við Seðlabanka Íslands (SÍ) sé röng. Hið rétta sé að seðlabanki Svíþjóðar, Riksbanken, hafi hagnast á samningi sínum.

Viðskipti erlent