Viðskipti innlent

Ís­lands­banki herðir reglur um við­skipti starfs­manna

Íslandsbanki herti reglur sínar um bankaviðskipti starfsmanna bankans þann 15. júní síðastliðinn. Með breytingunum er starfsmönnum einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf og skuldabréf bankans á opnu viðskiptatímabili og miðlurum bankans er alfarið meinað að versla með eigin reikning.

Viðskipti innlent

Seðla­bankinn hækkar stýri­vexti um eina prósentu

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu.

Viðskipti innlent

Svika­póstar sendir á Símnetnet­föng í nafni Borgunar

Mikið álag hefur verið á þjónustuveri SaltPay síðustu daga vegna símtala frá fólki sem hefur fengið tölvupósta og skilaboða frá svikahröppum. Ábendingarnar sem borist hafa síðustu daga nema hundruðum og hafa þær að stórum hluta borist frá fólki með netföng sem enda á @simnet.is.

Viðskipti innlent

Brýnt að standa gegn kröfum hags­muna­aðila

Á aðalfundi Íslensk-evrópska verslunarráðsins (ÍEV), var skrifað undir ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að draga úr fríverslun með búvörur. Þá hvetur ráðið stjórnvöld til að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi við Evrópusambandið.

Viðskipti innlent

Sigyn til Empower

Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now.

Viðskipti innlent

Unnendur pönnupizzu þurfi ekki að örvænta

Ekki hefur verið hægt að panta pönnupizzur á veitingastöðum Domino‘s frá því á miðvikudag vegna vöruskorts hjá birgja fyrirtækisins. Tafir hjá erlendum dreifingaraðila hafa gert það að verkum að jurtafituflögur sem þarf í deigið hefur ekki borist til landsins.

Viðskipti innlent