Viðskipti innlent

Fjórir börðust um hverja íbúð í Þorpinu

Þorpið vistfélag hefur lokið úthlutun síðustu fimmtíu íbúða félagsins í Gufunesi í samstarfsverkefni félagsins og Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega fjórir umsækjendur voru um hverja íbúð sem úthlutað var en dregið var á milli þeirra.

Viðskipti innlent

Origo kaupir allt hlutafé í Syndis

Origo hefur keypt 100 prósent hlut í netöryggisfyrirtækinu Syndis en með kaupunum munu öryggislausnir Origo og Syndis sameinast undir merki þess síðarnefnda. Í sameinuðu fyrirtæki munu starfa tuttugu öryggissérfræðingar og flytjast níu starfsmenn frá Origo til Syndis.

Viðskipti innlent

Splunkunýtt skip Samherja komið til Eyjafjarðar

Nýtt uppsjávarskip, Vilhelm Þorsteinsson EA, sigldi í fyrsta sinn inn Eyjafjörð í gær en skipið var sérsmíðað í Danmörku fyrir Samherja. Skipið er 89 metrar á lengd, 16,6 metrar á breidd og burðargeta þess vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem afli verður kældur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja.

Viðskipti innlent

Volkswa­gen laug til um nafna­breytingu

Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins.

Viðskipti innlent

Erling aftur til Deloitte

Erling Tómasson hefur verið ráðinn aftur til starfa hjá Deloitte á Íslandi og verið tekinn inn í eigendahóp Deloitte. Hann hefur að undanförnu starfað hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte í Svíþjóð.

Viðskipti innlent

Andri og Gerður til liðs við aha.is

Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði.

Viðskipti innlent

Keyptu Svefn­eyjar á Breiða­firði

Áslaug Magnúsdóttir, frumkvöðull og kaupsýslukona, og austurrískur unnusti hennar, Sacha Tueni, eru að taka við Svefneyjum á Breiðafirði, en Tueni keypti nýverið eyjarnar af afkomendum Dagbjarts Einarssonar, útgerðarmanns í Grindavík, og Birnu Óladóttur, konu hans.

Viðskipti innlent

Eldri kynslóðin vill fljúga

„Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga.

Viðskipti innlent

Skráningarblöðin ekki til þess að búa til nýjan kúnnahóp

Fyrirtækjum er ekki heimilt að óska eftir öðrum upplýsingum um viðskiptavini sína en lög og reglur gera ráð fyrir, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Þeim sem sækja veitinga- eða matsölustaði er nú gert að fylla út sérstök skráningarblöð með helstu persónuupplýsingum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en það er til þess að flýta fyrir smitrakningu ef smit greinast.

Viðskipti innlent

Ísmar festir kaup á Fálkanum

Gengið hefur verið frá kaupum sölu- og þjónustufyrirtækisins Ísmars á Fálkanum. Alls starfa 32 starfsmenn hjá félögunum en ekki er gert ráð fyrir að starfsfólki fækki í tengslum við kaupin.

Viðskipti innlent