Viðskipti innlent

Atvinnuleysi „eitur í beinum Íslendinga“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hlutfallslegt vægi ferðaþjónustu hér á landi skýra að vissu marki hvers vegna atvinnuleysi er hærra hér á landi en á Norðurlöndunum. Allar spár geri þó ráð fyrir því að greinin nái vopnum sínum fljótt aftur þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur, sem komi til með að hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu.

Viðskipti innlent

Tekjur tvöfölduðust á kórónuveiruárinu

Tekjur netöryggisfyrirtækisins AwareGo rúmlega tvöfölduðust frá árinu 2019 til 2020. Fyrirtækið þakkar vöxtinn að mestu stórum langtímasamningum við erlend fyrirtæki og endursöluaðila sem hlaupi á milljónum dollara, hundruðum milljóna króna. Framkvæmdastjóri AwareGo segir vöxt fyrirtækisins undanfarin tvö ár hafa verið ævintýralegan.

Viðskipti innlent

Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar

Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Um 150 manns mættu á opið hús

140 til 150 manns mættu til að skoða einbýlishús í Hafnarfirði nýlega á opnu húsi. Húsið seldist síðan á 8% yfir ásettu verði. Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Borg sem sá um söluna á húsinu, segir þetta til marks um skort á íbúðarhúsnæði.

Viðskipti innlent

Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum

Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Fyrstu loðnunni landað í Eyjum

Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag.

Viðskipti innlent

Engin króna fannst í 310 milljóna gjaldþroti Austur

Gjaldþrot einkahlutafélagsins 101 Austurstræti, sem rak skemmtistaðinn Austur í miðbæ Reykjavíkur, nam 310 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 7. október síðastliðinn og Sigurður Snædal Júlíusson skipaður skiptastjóri í þrotabúinu.

Viðskipti innlent

Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi

Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum.

Viðskipti innlent

Goldman Sachs kaupir meirihluta í Advania

Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs hefur fest kaup á meirihluta í Advania. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sjóðurinn bætist þannig í hluthafahóp Advania sem samanstendur meðal annars af VIA Equity og lykilstjórnendum á Norðurlöndum. Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda.

Viðskipti innlent

Á­litu sænskar leik­lýsingar ó­lík­legar til vin­sælda: Viaplay ýmist sögð ógn eða tímanna tákn

„Við höfum ekki keypt sýningarréttinn á leikjum íslenska landsliðsins til að fela þá fyrir íslensku þjóðinni, það væri einfaldlega heimskulegt,“ segir forstöðumaður íþrótta hjá NENT Group. Hinn danski Peter Nørrelund segist ekki geta beðið eftir því að faraldurinn endi svo hann geti sótt frændþjóð sína heim og hafið ráðningar.

Viðskipti innlent

Festu kaup á fasteign Sóltúns

Reginn hf., eitt stærsta fasteignafélag landsins, gekk frá kaupum á 90 prósenta hlut í félaginu Sóltúni fasteign ehf. sem á fasteign hjúkrunarheimilisins Sóltúns við samnefnda götu í Reykjavík. Um þetta er fjallað í tilkynningu sem fylgdi ársreikningi Regins.

Viðskipti innlent