Viðskipti innlent

Átak um betri merkingar matvæla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök iðnaðarins undirrituðu í dag samkomulag um að bæta merkingar á matvælum.

Viðskipti innlent

Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla

Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári.

Viðskipti innlent

Metár hjá Origo

Hagnaður Origo nam 5.285 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs, samkvæmt nýbirtu uppgjöri upplýsingatæknifyrirtækisins, en þar af voru áhrif sölunnar á ríflega helmingshlut í Tempo um 5.098 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Staða þjóðarbúsins ein sú besta í evrópskum samanburði

Hrein staða íslenska þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er betri en víðast hvar á meðal Evrópuríkja. Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að breytt staða þjóðarbúsins ætti að leiða til lægri langtímavaxta. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áframhaldandi útlit fyrir viðskiptaafgang við útlönd á næstu árum.

Viðskipti innlent

Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa

Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi.

Viðskipti innlent

Hafa væntingar um minni verðbólgu

Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið.

Viðskipti innlent