Viðskipti innlent

Bein út­sending: Grænir styrkir 2023

Festa- miðstöð um sjálfbærni stendur í dag fyrir viðburði í samstarfi við Grænvang, Rannís, Orkustofnun og umhverfisráðuneytið í dag þar sem kynnt verður fyrir íslensku atvinnulífi þau tækifæri sem standi til boða þegar kemur að grænum styrkjum - það er styrkjum snúa að umhverfis, loftslags- og orkumálum.

Viðskipti innlent

Birna Rún sérhæfir sig í TikTok hjá Kvartz

Birna Rún Eiríksdóttir leikkona hefur gengið til liðs við Kvartz markaðs- og viðburðastofu sem hugmyndasmiður og verkefnastjóri TikTok teymis. Birna mun leiða þessa vinnu innan Kvartzen Birna er leikkona, leikstjóri og handritshöfundur og heldur hún úti vinsælum TikTok reikningi.

Viðskipti innlent

Myllan mögulega mætt í mæjónesið

Myllan-Ora ehf. hefur undirritað samning um kaup á Gunnars ehf. en samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin eru gerð í kjölfar þess að kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. voru gerð ógild í janúar á þessu ári.

Viðskipti innlent

Kerecis númer fimm í Evrópu á lista Financial Times

Lækningavörufyrirtækið Kerecis er eitt íslenskra fyrirtækja á nýjum FT-1000 lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum er Kerecis í fimmta sæti en situr annars í 246. sæti listans sem telur þúsund fyrirtæki

Viðskipti innlent

„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða.

Viðskipti innlent

Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Á­rósa

Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný.

Viðskipti innlent

Spari­sjóðir skoða sam­einingu

Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar, líkt og það er orðað í fréttatilkynningu frá stjórnum sparisjóðanna

Viðskipti innlent

Nýir sölustjórar hjá A4

Með skipulagsbreytingu hjá A4 hafa orðið til þrjár nýjar sölustjórastöður. Í þær hafa verið ráðin Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. 

Viðskipti innlent

Óvissa eitur í beinum fjárfesta

Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta.

Viðskipti innlent

Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“

Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina.

Viðskipti innlent

Hefja við­ræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna

Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

Viðskipti innlent