
Viðskipti

Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð
Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag.

64 sagt upp í þremur hópuppsögnum
Vinnumálastofnun bárust þrjár tilkynningar um hópuppsagnir í nýliðnum febrúarmánuði.

Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási
Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir.

Sérfræðingur í gervigreind til KPMG
Gísli Ragnar Guðmundsson hefur gengið til liðs við ráðgjafarsvið KPMG í stafrænni ráðgjöf, með áherslu á gervigreind. Hann hefur starfað við tækniþróun og innleiðingu á stafrænum verkefnum síðan 2015, bæði hérlendis og erlendis.

Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri
Ekkert fékkst upp í ríflega 120 milljóna króna kröfur í þrotabú tveggja einkahlutafélaga hjóna sem ráku veitingastaði á Akureyri, meðal annars útibú keðjanna Hamborgarafabrikkunnar, Lemon og Blackbox þar í bæ.

Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar
Sigtryggur Magnason hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Peel. Sigtryggur hefur síðustu ár starfað sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar í þremur ráðuneytum: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og nú síðast í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Ekkert verður af frekari loðnuvertíð
Loðnurannsóknum Hafrannsóknastofnunar er lokið og ráðgjöf um frekari veiðar verður ekki veitt. Því er ljóst að loðnuvertíðinni þetta árið er lokið en hún var ein sú minnsta sem sögur fara af.

Rukkað því fólk hékk í rennunni
Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt.

Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið
Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA.

Skype heyrir brátt sögunni til
Samskiptaforritinu Skype, sem áður var í fararbroddi á sviði forrita sem buðu upp á myndsímtöl, verður brátt lokað fyrir fullt og allt.

Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“
Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir íslenskan bíómarkað standa frammi fyrir áskorunum, líkt og hækkandi rekstrarkostnaði og breyttu neyslumynstri. Þrátt fyrir það sé ekki hætta á að Ísland verði bíólaust.

Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu
Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin.

Skattar á áfengi hæstir á Íslandi
Álagning á áfengi er mest á Íslandi miðað við Norðurlöndin og ríki Evrópusambandsins. Þetta sýnir ný úttekt viðskiptaráðs sem hvetur ríkið til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Ráðið telur slíka neyslustýringu koma verst niður á þeim sem misnota áfengi og að tímabært sé að leggja ÁTVR niður.

Stefna á Coda stöð við Húsavík
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík.

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Góa hefur keypt allan tækjabúnað Omnom og mun hefja framleiðslu á Omnom súkkulaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun
Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.

Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna
Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum.

Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna
Mun fleiri eru andvígir en hlynntir sameiningu Íslandsbanka og Arion banka. Þá telja landsmenn lítinn sem engann ávinning verða af slíkri sameiningu fyrir borgara þessa lands.

Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða
Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna.

Virða niðurstöðu Íslandsbanka
Stjórn Arion banka kveðst virða niðurstöðu stjórnar Íslandsbanka um að ganga ekki að boði um samrunaviðræður og þakka henni fyrir hafa gefið sér tíma til að meta gaumgæfilega sýndan áhuga.

Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir
Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga.

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila.

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð um samrunaviðræður við Arion banka. Stjórn bankans þakkar Arion fyrir áhugann á samruna og segist taka undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum.

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí.

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna.

Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?
Félag atvinnurekenda heldur fund með yfirskriftina: „Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?“ klukkan þrjú í dag á Grand hóteli í Reykjavík.

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Gjaldþrota veitingamaður mátti greiða innflytjanda Coca-Cola á Íslandi tæplega þrjátíu milljónir króna, rétt áður en hann varð gjaldþrota. Hæstiréttur taldi innflytjandann ekki hafa verið grandsaman um ógjaldfærni veitingamannsins þrátt fyrir að félög hans væru í verulegum fjárhagsvanda.

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni
Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins.

Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta
Verðbólga hefur ekki verið minni hér á landi í fjögur ár en hún mælist nú 4,2 prósent. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir þetta auka líkur á að Seðlabankinn stígi stærri skref í stýrivaxtalækkunarferli sínu. Ákveðin óvissa fylgi þó yfirlýsingum Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á vörur frá Evrópusambandinu.

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Framkvæmdastjóri Lyfjablóms á von á því að ákæra verði gefin út á hendur Þórði Má Jóhannessyni fjárfesti vegna viðskiptagjörninga þess síðarnefnda sem forstjóri Gnúps fjárfestingarfélag. Hann stefnir á að fara með mál sitt á hendur Þórði og fyrrverandi ráðherra til endurupptökudómstóls.