Viðskipti Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. Viðskipti innlent 31.7.2024 17:19 Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. Viðskipti innlent 31.7.2024 16:12 Hótelgistinóttum fækkar á landsvísu Gistinóttum á hótelum í júní fækkaði um sex prósent á milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Mesta fækkunin varð á Austurlandi og á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum lítillega. Viðskipti innlent 31.7.2024 14:21 Friðbjörn tekur við Unimaze Friðbjörn Hólm Ólafsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Unimaze. Fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sjálfvirkni viðskiptaferla og stöðlum sem tengjast rafrænni skeytamiðlum, að því er segir í tilkynningu. Viðskipti innlent 31.7.2024 13:45 Íslenskt súkkulaðistykki ódýrara í Svíþjóð en á Íslandi Íslenska súkkulaðistykkið Draumur frá Freyju er ódýrara í Svíþjóð en í helstu verslunum á Íslandi. Neytendur 31.7.2024 10:29 Að forðast að háma í okkur eftir vinnu Sinn er siðurinn í hverju landi, en á Íslandi er almennt talað um morgunmatinn sem eina mikilvægustu máltíð dagsins. Atvinnulíf 31.7.2024 07:00 Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Viðskipti innlent 30.7.2024 20:59 Aðstoðarforstjóri Play hættur Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra. Viðskipti innlent 30.7.2024 14:36 Terra Einingar kaupir Öryggisgirðingar Terra Einingar ehf., dótturfyrirtæki Terra, hefur fest kaup á öllu hlutafé Öryggisgirðinga ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra einingum. Viðskipti innlent 30.7.2024 10:37 Tælenskt hveiti úr umferð Tvær tegundir af United flout hveiti frá Taílandi hefur verið innkallað að beiðni Matvælastofnunar. Ólöglegt bleikiefni er að finna í hveitinu. Neytendur 26.7.2024 12:27 Dæmi um fimmtíu prósenta hækkun á matvöru Verðlag á matvöru hefur tekið að hækka hratt, um 0,65% milli mánaða eða 9,2% á ársgrundvelli, samkvæmt nýjustu mælingum verðlagseftirlits ASÍ. Mest verðhækkun er í Kjörbúðinni og Nettó þar sem verð á grænum baunum hækkar um 30 prósent. Þá rýkur sellerí upp í verði hjá Krónunni. Neytendur 26.7.2024 12:11 Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. Atvinnulíf 26.7.2024 07:00 Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð. Viðskipti innlent 25.7.2024 16:35 Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna Viðskipti innlent 25.7.2024 16:33 Bein útsending: Play kynnir uppgjör Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna uppgjör fyrir annan ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 25.7.2024 15:32 Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. Neytendur 25.7.2024 13:40 Stærstu fyrirtækin orðið af 747 milljörðum Ein umfangsmesta kerfisbilun sögunnar er talin hafa kostað Fortune 500 fyrirtæki minnst 5,4 milljarða bandaríkjadali, eða um 747 milljarða íslenskra króna. Þetta er mat bandarísks vátryggingafélags. Viðskipti erlent 25.7.2024 08:38 Gapandi hissa að sjá túrista skipta á milli sín mat: „Ég sárlega vorkenndi þeim“ Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, brá í brún þegar hann fékk sér ís í sjoppu í Borgarnesi. Hann sá fjóra ferðamenn á næsta borði skipta á milli sín einum diski með fiskrétti eða kjúklingi og einum súpudisk. Ástæðan er sú að túristarnir þurftu að spara á dýru Íslandi. Neytendur 24.7.2024 22:52 Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. Viðskipti innlent 24.7.2024 19:10 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. Viðskipti innlent 24.7.2024 14:44 Gústi Jó ráðinn markaðsstjóri Vöruverndar Ágúst Jóhannsson handboltaþjálfari, gjarnan þekktur sem Gústi Jó, hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vöruvernd. Viðskipti innlent 24.7.2024 13:42 17 manns látist í slysum sem rekja má til svefns eða þreytu Þreyta getur skapað lífshættulegt ástand undir stýri. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu. Samstarf 24.7.2024 12:45 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. Viðskipti innlent 24.7.2024 12:18 Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar. Viðskipti innlent 24.7.2024 10:51 Eyþór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn. Viðskipti innlent 24.7.2024 10:07 Verðbólga eykst milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 24.7.2024 09:45 Stýrivextir mögulega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar Hagfræðingur hjá Arion banka telur að stýrivextir muni haldast óbreyttir fram í nóvember hið minnsta og mögulega þangað til í febrúar. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hagkerfisins og taka þess í stað stærri lækkunarskref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst. Viðskipti innlent 24.7.2024 08:01 Hugmyndir fyrir tómlega vinnustaði og leiðinlega vinnudaga Á sumum vinnustöðum er svo mikið að gera núna að fólk hefur varla tíma til að lesa Vísi. Á meðan aðrir vinnustaðir eru svo tómlegir að starfsfólk ýtir á re-fresh takkann á nokkra sekúndna fresti. Atvinnulíf 24.7.2024 07:01 „Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðskipti innlent 23.7.2024 23:08 Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. Neytendur 23.7.2024 10:25 « ‹ 29 30 31 32 33 34 35 36 37 … 334 ›
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. Viðskipti innlent 31.7.2024 17:19
Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. Viðskipti innlent 31.7.2024 16:12
Hótelgistinóttum fækkar á landsvísu Gistinóttum á hótelum í júní fækkaði um sex prósent á milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Mesta fækkunin varð á Austurlandi og á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum lítillega. Viðskipti innlent 31.7.2024 14:21
Friðbjörn tekur við Unimaze Friðbjörn Hólm Ólafsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Unimaze. Fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sjálfvirkni viðskiptaferla og stöðlum sem tengjast rafrænni skeytamiðlum, að því er segir í tilkynningu. Viðskipti innlent 31.7.2024 13:45
Íslenskt súkkulaðistykki ódýrara í Svíþjóð en á Íslandi Íslenska súkkulaðistykkið Draumur frá Freyju er ódýrara í Svíþjóð en í helstu verslunum á Íslandi. Neytendur 31.7.2024 10:29
Að forðast að háma í okkur eftir vinnu Sinn er siðurinn í hverju landi, en á Íslandi er almennt talað um morgunmatinn sem eina mikilvægustu máltíð dagsins. Atvinnulíf 31.7.2024 07:00
Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Viðskipti innlent 30.7.2024 20:59
Aðstoðarforstjóri Play hættur Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra. Viðskipti innlent 30.7.2024 14:36
Terra Einingar kaupir Öryggisgirðingar Terra Einingar ehf., dótturfyrirtæki Terra, hefur fest kaup á öllu hlutafé Öryggisgirðinga ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra einingum. Viðskipti innlent 30.7.2024 10:37
Tælenskt hveiti úr umferð Tvær tegundir af United flout hveiti frá Taílandi hefur verið innkallað að beiðni Matvælastofnunar. Ólöglegt bleikiefni er að finna í hveitinu. Neytendur 26.7.2024 12:27
Dæmi um fimmtíu prósenta hækkun á matvöru Verðlag á matvöru hefur tekið að hækka hratt, um 0,65% milli mánaða eða 9,2% á ársgrundvelli, samkvæmt nýjustu mælingum verðlagseftirlits ASÍ. Mest verðhækkun er í Kjörbúðinni og Nettó þar sem verð á grænum baunum hækkar um 30 prósent. Þá rýkur sellerí upp í verði hjá Krónunni. Neytendur 26.7.2024 12:11
Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. Atvinnulíf 26.7.2024 07:00
Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð. Viðskipti innlent 25.7.2024 16:35
Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna Viðskipti innlent 25.7.2024 16:33
Bein útsending: Play kynnir uppgjör Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna uppgjör fyrir annan ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 25.7.2024 15:32
Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. Neytendur 25.7.2024 13:40
Stærstu fyrirtækin orðið af 747 milljörðum Ein umfangsmesta kerfisbilun sögunnar er talin hafa kostað Fortune 500 fyrirtæki minnst 5,4 milljarða bandaríkjadali, eða um 747 milljarða íslenskra króna. Þetta er mat bandarísks vátryggingafélags. Viðskipti erlent 25.7.2024 08:38
Gapandi hissa að sjá túrista skipta á milli sín mat: „Ég sárlega vorkenndi þeim“ Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, brá í brún þegar hann fékk sér ís í sjoppu í Borgarnesi. Hann sá fjóra ferðamenn á næsta borði skipta á milli sín einum diski með fiskrétti eða kjúklingi og einum súpudisk. Ástæðan er sú að túristarnir þurftu að spara á dýru Íslandi. Neytendur 24.7.2024 22:52
Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. Viðskipti innlent 24.7.2024 19:10
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. Viðskipti innlent 24.7.2024 14:44
Gústi Jó ráðinn markaðsstjóri Vöruverndar Ágúst Jóhannsson handboltaþjálfari, gjarnan þekktur sem Gústi Jó, hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vöruvernd. Viðskipti innlent 24.7.2024 13:42
17 manns látist í slysum sem rekja má til svefns eða þreytu Þreyta getur skapað lífshættulegt ástand undir stýri. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu. Samstarf 24.7.2024 12:45
Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. Viðskipti innlent 24.7.2024 12:18
Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar. Viðskipti innlent 24.7.2024 10:51
Eyþór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn. Viðskipti innlent 24.7.2024 10:07
Verðbólga eykst milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 24.7.2024 09:45
Stýrivextir mögulega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar Hagfræðingur hjá Arion banka telur að stýrivextir muni haldast óbreyttir fram í nóvember hið minnsta og mögulega þangað til í febrúar. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hagkerfisins og taka þess í stað stærri lækkunarskref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst. Viðskipti innlent 24.7.2024 08:01
Hugmyndir fyrir tómlega vinnustaði og leiðinlega vinnudaga Á sumum vinnustöðum er svo mikið að gera núna að fólk hefur varla tíma til að lesa Vísi. Á meðan aðrir vinnustaðir eru svo tómlegir að starfsfólk ýtir á re-fresh takkann á nokkra sekúndna fresti. Atvinnulíf 24.7.2024 07:01
„Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðskipti innlent 23.7.2024 23:08
Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. Neytendur 23.7.2024 10:25