Áhrifavaldurinn í lífi Freuds 14. júní 2004 00:01 Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar. Höfundurinn er frá Hamburg, eins og Martha, og hefur víða leitað fanga, meðal annars í skjölum fjölskyldu Mörthu og bréfum Mörthu og Freuds en þau skipta hundruðum. Í ævisögunni er dregin upp mynd af líflegri konu sem var á undan samtíma sínum. Barnabarn Mörthu, Anton Freud, hefur fagnað útgáfu bókarinnar og sagt að amma sín hafi verið svo miklu meira en einungis eiginkona og húsmóðir. Kókaín sem gleðigjafiSigmund Freud var fátækur 25 ára læknastúdent þegar hann hitti hina tvítugu Mörthu Bernays. Það var ást við fyrstu sýn. Ein ástæða þess að Martha hreifst samstundis af Freud var að hann minnti hana á föður hennar sem lést þegar hún var 18 ára. Móður Mörthu var illa við samdrátt þeirra og taldi Freud ekki samboðinn dóttur sinni. Hún flutti frá Vín til Hamborgar með Mörthu til að reyna að sundra parinu. Þar bjó Martha í fjögur ár en þau Freud skrifuðust á og hittust einungis örsjaldan. Martha var hins vegar viljasterk og ætlaði sér að giftast Freud. Eftir að hún sneri aftur til Vínar trúlofuðu þau sig. Martha hafði mikinn áhuga á listum. Freud var afar afbrýðisamur og varaði Mörthu við öðrum karlmönnum og sérstaklega listamönnum sem hann sagði eiga auðvelt með að tæla konur. Hann notaði Mörthu sem eins konar tilraunadýr við rannsóknir sínar á kókaíni. Hann sagði kókaín hafa hressandi áhrif á sig og sendi henni skammta sem hann sagði myndu færa roða í kinnar henni. Martha svaraði og sagðist ekki þurfa á kókaíni að halda en hún hefði prófað það og það hefði verið ánægjuleg tilfinning. Hvorugt hjónanna varð háð kókaíni en Freud átti til að fá sér smáskammt fyrir mikilvæga fundi. Ævisagnahöfundurinn Katha Behling álítur að hefði Freud ekki hitt Mörthu hefði hann orðið vísindamaður og fullkomnað rannsóknir á læknismætti kókaíns. Sveppir helsta deiluefniðÁ fyrstu átta hjónabandsárum þeirra fæddi Martha sex börn. Freud var gagntekinn af starfi sínu sem sálkönnuður og það kom því í hennar hlut að ala upp börnin. Í rúmlega hálfrar aldar hjónabandi er sagt að eina ágreiningsefni þeirra hafi verið hvort elda ætti sveppi með stilkunum eða án þeirra. Freud reyndi að yfirfæra kenningar sínar á Mörthu og fór margsinnis fram á það að hún hætti að fela neikvæðar tilfinningar heldur leyfði sér að vera reið. En Mörthu fannst ekki við hæfi að sýna tilfinningar sínar opinskátt. Ævisagnaritari Mörthu segir að Freud hafi í rauninni verið feginn, í starfi sínu hefði hann séð svo mikla reiði að hann vildi ímynda sér að það ríkti engin reiði á heimili hans. Hann trúði því að Martha væri betri en heimurinn. Þótt Martha hefði átt sinn þátt í að Freud sneri sér að sálgreiningu vildi hún ekki vita of mikið um starf eiginmanns síns. Hún sagði frönskum sálfræðingi að sér fyndist það einkennilegt og lýsti því jafnvel sem klámfengnu. Systir Mörthu, Minna, bjó um tíma hjá hjónunum og hafði mikinn áhuga á starfi Freuds. Þau Freud voru svo náin að sögur komust á kreik um ástarsamband. Ævisagnahöfundur Freuds telur að samband Freuds og Minnu hafi verið djúpt en platónskt. LíknardrápÍ aprílmánuði 1923 frétti Martha af eiginmanni sínum á sjúkrahúsi. Hann hafði orðið var við æxli í munni sem var greint sem krabbamein og fór á sjúkrahús án þess að segja fjölskyldu sinni. Þetta var byrjunin á krabbameini sem þjáði Freud það sem hann átti eftir ólifað.Þegar herir Hitlers réðust inn í Austurríki urðu breytingar á högum fjölskyldunnar sem leitaði hælis í London. Martha var þá 77 ára gömul. Í september 1939 sneri hundur Freuds frá húsbónda sínum vegna þess að fýlan sem kom úr munni Freuds var honum óbærileg. Þessi litli atburður varð til þess að Freud ákvað að binda enda á líf sitt. Læknir Freuds samþykkti að gefa honum banvænan skammt af morfíni. Hann lést 23. september 1939. Martha lést árið 1951, níræð. Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar. Höfundurinn er frá Hamburg, eins og Martha, og hefur víða leitað fanga, meðal annars í skjölum fjölskyldu Mörthu og bréfum Mörthu og Freuds en þau skipta hundruðum. Í ævisögunni er dregin upp mynd af líflegri konu sem var á undan samtíma sínum. Barnabarn Mörthu, Anton Freud, hefur fagnað útgáfu bókarinnar og sagt að amma sín hafi verið svo miklu meira en einungis eiginkona og húsmóðir. Kókaín sem gleðigjafiSigmund Freud var fátækur 25 ára læknastúdent þegar hann hitti hina tvítugu Mörthu Bernays. Það var ást við fyrstu sýn. Ein ástæða þess að Martha hreifst samstundis af Freud var að hann minnti hana á föður hennar sem lést þegar hún var 18 ára. Móður Mörthu var illa við samdrátt þeirra og taldi Freud ekki samboðinn dóttur sinni. Hún flutti frá Vín til Hamborgar með Mörthu til að reyna að sundra parinu. Þar bjó Martha í fjögur ár en þau Freud skrifuðust á og hittust einungis örsjaldan. Martha var hins vegar viljasterk og ætlaði sér að giftast Freud. Eftir að hún sneri aftur til Vínar trúlofuðu þau sig. Martha hafði mikinn áhuga á listum. Freud var afar afbrýðisamur og varaði Mörthu við öðrum karlmönnum og sérstaklega listamönnum sem hann sagði eiga auðvelt með að tæla konur. Hann notaði Mörthu sem eins konar tilraunadýr við rannsóknir sínar á kókaíni. Hann sagði kókaín hafa hressandi áhrif á sig og sendi henni skammta sem hann sagði myndu færa roða í kinnar henni. Martha svaraði og sagðist ekki þurfa á kókaíni að halda en hún hefði prófað það og það hefði verið ánægjuleg tilfinning. Hvorugt hjónanna varð háð kókaíni en Freud átti til að fá sér smáskammt fyrir mikilvæga fundi. Ævisagnahöfundurinn Katha Behling álítur að hefði Freud ekki hitt Mörthu hefði hann orðið vísindamaður og fullkomnað rannsóknir á læknismætti kókaíns. Sveppir helsta deiluefniðÁ fyrstu átta hjónabandsárum þeirra fæddi Martha sex börn. Freud var gagntekinn af starfi sínu sem sálkönnuður og það kom því í hennar hlut að ala upp börnin. Í rúmlega hálfrar aldar hjónabandi er sagt að eina ágreiningsefni þeirra hafi verið hvort elda ætti sveppi með stilkunum eða án þeirra. Freud reyndi að yfirfæra kenningar sínar á Mörthu og fór margsinnis fram á það að hún hætti að fela neikvæðar tilfinningar heldur leyfði sér að vera reið. En Mörthu fannst ekki við hæfi að sýna tilfinningar sínar opinskátt. Ævisagnaritari Mörthu segir að Freud hafi í rauninni verið feginn, í starfi sínu hefði hann séð svo mikla reiði að hann vildi ímynda sér að það ríkti engin reiði á heimili hans. Hann trúði því að Martha væri betri en heimurinn. Þótt Martha hefði átt sinn þátt í að Freud sneri sér að sálgreiningu vildi hún ekki vita of mikið um starf eiginmanns síns. Hún sagði frönskum sálfræðingi að sér fyndist það einkennilegt og lýsti því jafnvel sem klámfengnu. Systir Mörthu, Minna, bjó um tíma hjá hjónunum og hafði mikinn áhuga á starfi Freuds. Þau Freud voru svo náin að sögur komust á kreik um ástarsamband. Ævisagnahöfundur Freuds telur að samband Freuds og Minnu hafi verið djúpt en platónskt. LíknardrápÍ aprílmánuði 1923 frétti Martha af eiginmanni sínum á sjúkrahúsi. Hann hafði orðið var við æxli í munni sem var greint sem krabbamein og fór á sjúkrahús án þess að segja fjölskyldu sinni. Þetta var byrjunin á krabbameini sem þjáði Freud það sem hann átti eftir ólifað.Þegar herir Hitlers réðust inn í Austurríki urðu breytingar á högum fjölskyldunnar sem leitaði hælis í London. Martha var þá 77 ára gömul. Í september 1939 sneri hundur Freuds frá húsbónda sínum vegna þess að fýlan sem kom úr munni Freuds var honum óbærileg. Þessi litli atburður varð til þess að Freud ákvað að binda enda á líf sitt. Læknir Freuds samþykkti að gefa honum banvænan skammt af morfíni. Hann lést 23. september 1939. Martha lést árið 1951, níræð.
Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira