Lét hafið vinna fyrir sig 14. júní 2004 00:01 "Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun. Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun.
Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira