Hlægilegt að verða rithöfundur 14. júní 2004 00:01 Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg." Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg."
Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira