Lóa og saxófónninn 14. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim. Tónlist Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim.
Tónlist Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira