KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 KB banki tvöfaldaði stærð sína í dag með kaupum á danska bankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Tveir íslenskir viðskiptabankar tóku þátt í slagnum um bankann sem er talinn hafa forystu í lánveitingum til fyrirtækja í Danmörku. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. KB banki kaupir danska bankann FIH af Swedbank á 84 milljarða króna, auk vaxta frá þrítugasta og fyrsta mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Hlutabréf í KBbanka hækkuðu um rúm tólf prósent eftir að kaupin voru tilkynnt. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KBbanka segir kaupin fjármögnuð með töluvert háu víkjandi láni á erlendum markaði og að til standi að fara í hlutafjárútboð á næstunni. FIH er með sautján prósenta hlutdeild á danska fyrirtækjalánamarkaðnum en stjórnendur KB banka sjá ýmis tækifæri til vaxtar svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingar í óskráðum hlutafélögum. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri eða starfsmannahaldi. Heimildir fréttastofu herma að Landsbankinn hafi einnig sóst eftir að kaupa FIH, en að þar á bæ hafi menn talið verðið komið yfir sársaukamörk. Hvað sem því líður verður að teljast til tíðinda að tveir viðskiptabankar á litla Íslandi gerist svo metnaðarfullir að hella sér í slaginn um eftirsóttan banka í okkar gamla herraríki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka segir FIH einn af þremur leiðandi fyrirtækjabönkum Danmerkur. "Bankinn er mjög vel rekinn og þess vegna þarf ekki að gera neinar aðgerðir. Við getum unnið með núverandi starfsmönnum FIH og því fellur þetta vel að þeirri hugmyndafræði sem Kaupþing byggir á," segir Sigurður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
KB banki tvöfaldaði stærð sína í dag með kaupum á danska bankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Tveir íslenskir viðskiptabankar tóku þátt í slagnum um bankann sem er talinn hafa forystu í lánveitingum til fyrirtækja í Danmörku. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. KB banki kaupir danska bankann FIH af Swedbank á 84 milljarða króna, auk vaxta frá þrítugasta og fyrsta mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Hlutabréf í KBbanka hækkuðu um rúm tólf prósent eftir að kaupin voru tilkynnt. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KBbanka segir kaupin fjármögnuð með töluvert háu víkjandi láni á erlendum markaði og að til standi að fara í hlutafjárútboð á næstunni. FIH er með sautján prósenta hlutdeild á danska fyrirtækjalánamarkaðnum en stjórnendur KB banka sjá ýmis tækifæri til vaxtar svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingar í óskráðum hlutafélögum. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri eða starfsmannahaldi. Heimildir fréttastofu herma að Landsbankinn hafi einnig sóst eftir að kaupa FIH, en að þar á bæ hafi menn talið verðið komið yfir sársaukamörk. Hvað sem því líður verður að teljast til tíðinda að tveir viðskiptabankar á litla Íslandi gerist svo metnaðarfullir að hella sér í slaginn um eftirsóttan banka í okkar gamla herraríki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka segir FIH einn af þremur leiðandi fyrirtækjabönkum Danmerkur. "Bankinn er mjög vel rekinn og þess vegna þarf ekki að gera neinar aðgerðir. Við getum unnið með núverandi starfsmönnum FIH og því fellur þetta vel að þeirri hugmyndafræði sem Kaupþing byggir á," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira