Stjórnmálin eru orðin á eftir 15. júní 2004 00:01 "Eitt greinilegasta einkenni samtímans í lýðræðisríkjum Evrópu er almenn pólitísk óánægja, andúð, efagirni, tortryggni og ófullnægja". Svo segir í nýrri grænbók Evrópuráðsins um framtíð lýðræðisins í Evrópu. Þessi orð fengu aukið vægi nú um helgina þegar flestar flokkar sem standa að ríkisstjórnum í Evrópu töpuðu stórt í kosningum til Evrópuþingsins. Innan við helmingur kjósenda fór á kjörstað. Flestir eru sammála um að kosningarnar hafi snúist um stjórnmál í hverju landi fyrir sig en ekki um Evrópumál. Og alls staðar eru menn óánægðir og ófullnægðir, fullir andúðar og efagirni og haldnir tortryggni í garð stjórnmálamanna eins og segir í bókinni. Þar segir líka að óánægjan eigi rætur sínar í því að "skynjun manna á stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum, kosningum, þjóðþingum, ríkisstjórnum og stjórnmálum er gagnrýnin og jafnvel fjandsamleg". Í samanburði við aðra heimshluta er Evrópa hins vegar eyja velsældar í stóru hafi vansældar. Hvergi á jörðinni eru lífskjör venjulegra manna betri en í Evrópu, hvergi hafa menn eins lítið fyrir lífinu, hvergi er séð eins vel fyrir menntun og heilbrigði fólks, hvergi er öryggi manna meira, hvergi er menningarlíf þróttmeira og fjölbreyttara, hvergi er meiri jöfnuður og hvergi er sterkari tilfinning fyrir því að tekist sé á um raunveruleg álitaefni í stjórnmálum og að skoðanir almennings á þeim skipti máli. Lýsing bókarhöfunda á tilfinningum Evrópumanna til stjórnmála er hins vegar sennilega rétt. Í leit að skýringum á almennri óánægju Evrópumanna með stjórnmál og stjórnmálamenn hafa menn einkum litið til þeirra efnahagslegu erfiðleika sem flest evrópsk þjóðfélög glíma við með einum eða öðrum hætti. Þar er annars vegar um að ræða tiltölulega hægan bata á lífskjörum og hins vegar niðurskurð á velferðarkerfum álfunnar. Þessar skýringar eru hins vegar ekki fullnægjandi. Launatekjur almennings í Bandaríkjunum hafa staðið í stað um langa hríð þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífi árin fyrir síðustu aldamót og velferðarkerfi Evrópu eru til mikilla muna umfangsmeiri og þróaðri en nokkuð sem þekkist í öðrum heimsálfum. Líklegra virðist að óánægja Evrópumanna með stjórnmál og stjórnmálamenn megi rekja til þess að stjórnmál í álfunni hafa ekki aðlagast nægilega vel þeim umfangsmiklu breytingum sem orðið hafa á evrópskum þjóðfélögum og evrópsku atvinnulífi á síðustu árum. Eins og á Íslandi hefur atvinnulíf og þjóðlíf í flestum ríkjum Evrópu breyst mun hraðar en stjórnmálin sem hafa setið eftir og staðnað. Í mörgum löndum Evrópu ríkir sú almenna tilfinning að stjórnmálamenn hafi lent til hliðar og hafi lítil áhrif á þær umfangsmiklu breytingar sem eru að eiga sér stað á nær öllum sviðum evrópskra samfélaga. Tilraunir stjórnmálamanna til að ná aftur áhrifum á gang mála hafa stundum borið keim örvæntingar frekar en ígrundunar. Það sem gerir málið enn erfiðara fyrir stjórnmálamenn er að eitt einkenni þjóðafélagsbreytinga í Evrópu er ört minnkandi virðing manna fyrir valdi og hvers konar stigveldi í samfélögum álfunnar. Þróun evrópskra samfélaga er öll í átt til opnari og lýðræðislegri samfélagshátta og með því er að sínu leyti þrengt að handhöfum valds í samfélögum álfunnar. Utan frá þrengir einnig að þeim því drifkrafta breytinga í samtímanum er fyrst og fremst að finna í alþjóðlegri umsköpun atvinnulífs sem stjórnmálamenn í hverju landi fyrir sig þurfa að bregðast við með síauknum hraða. Á Íslandi þrengir enn meira að stjórnmálamönnum en annars staðar því helmingur allrar löggjafar í landinu kemur bréfleiðis frá Brussel. Ísland hefur ýmsa sérstöðu sem örríki í Evrópu. Stjórnmálavald á Íslandi getur ekki virst ýkja fjarlægt í Reykjavík þar sem ein algengasta starfsgrein manna á vappi í miðbænum er þingmennska. Þrátt fyrir þessa nálægð almennings við stjórnmálamenn er margt sem bendir til þess að stjórnmálaheimurinn á Íslandi hafi lent til hliðar við þróun atvinnulífs og þjóðfélags með sama hætti og gerst hefur annars staðar í Evrópu. Leiðandi menn í íslensku atvinnulífi hafa greinilega góðan skilning á þeim byltingarkenndu breytingum sem eru að eiga sér stað í atvinnulífi um allan heim og þeir hafa á síðustu misserum notfært sér þessa þekkingu með stórkostlegum árangri. Íslensk menning lifir líka blómaskeið á tímum alþjóðavæðingar lista og menningar. Sú tilfinning að stjórnmálin sitji eftir í nútímavæðingu íslenska þjóðfélagsins ágerist. Við erum hins vegar ekki ein með þennan vanda. Sömu tilfinningu er að finna víða annars staðar í Evrópu. Í óánægju Evrópumanna með stjórnmál samtímans er að finna kröfu um opnara og virkara lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun
"Eitt greinilegasta einkenni samtímans í lýðræðisríkjum Evrópu er almenn pólitísk óánægja, andúð, efagirni, tortryggni og ófullnægja". Svo segir í nýrri grænbók Evrópuráðsins um framtíð lýðræðisins í Evrópu. Þessi orð fengu aukið vægi nú um helgina þegar flestar flokkar sem standa að ríkisstjórnum í Evrópu töpuðu stórt í kosningum til Evrópuþingsins. Innan við helmingur kjósenda fór á kjörstað. Flestir eru sammála um að kosningarnar hafi snúist um stjórnmál í hverju landi fyrir sig en ekki um Evrópumál. Og alls staðar eru menn óánægðir og ófullnægðir, fullir andúðar og efagirni og haldnir tortryggni í garð stjórnmálamanna eins og segir í bókinni. Þar segir líka að óánægjan eigi rætur sínar í því að "skynjun manna á stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum, kosningum, þjóðþingum, ríkisstjórnum og stjórnmálum er gagnrýnin og jafnvel fjandsamleg". Í samanburði við aðra heimshluta er Evrópa hins vegar eyja velsældar í stóru hafi vansældar. Hvergi á jörðinni eru lífskjör venjulegra manna betri en í Evrópu, hvergi hafa menn eins lítið fyrir lífinu, hvergi er séð eins vel fyrir menntun og heilbrigði fólks, hvergi er öryggi manna meira, hvergi er menningarlíf þróttmeira og fjölbreyttara, hvergi er meiri jöfnuður og hvergi er sterkari tilfinning fyrir því að tekist sé á um raunveruleg álitaefni í stjórnmálum og að skoðanir almennings á þeim skipti máli. Lýsing bókarhöfunda á tilfinningum Evrópumanna til stjórnmála er hins vegar sennilega rétt. Í leit að skýringum á almennri óánægju Evrópumanna með stjórnmál og stjórnmálamenn hafa menn einkum litið til þeirra efnahagslegu erfiðleika sem flest evrópsk þjóðfélög glíma við með einum eða öðrum hætti. Þar er annars vegar um að ræða tiltölulega hægan bata á lífskjörum og hins vegar niðurskurð á velferðarkerfum álfunnar. Þessar skýringar eru hins vegar ekki fullnægjandi. Launatekjur almennings í Bandaríkjunum hafa staðið í stað um langa hríð þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífi árin fyrir síðustu aldamót og velferðarkerfi Evrópu eru til mikilla muna umfangsmeiri og þróaðri en nokkuð sem þekkist í öðrum heimsálfum. Líklegra virðist að óánægja Evrópumanna með stjórnmál og stjórnmálamenn megi rekja til þess að stjórnmál í álfunni hafa ekki aðlagast nægilega vel þeim umfangsmiklu breytingum sem orðið hafa á evrópskum þjóðfélögum og evrópsku atvinnulífi á síðustu árum. Eins og á Íslandi hefur atvinnulíf og þjóðlíf í flestum ríkjum Evrópu breyst mun hraðar en stjórnmálin sem hafa setið eftir og staðnað. Í mörgum löndum Evrópu ríkir sú almenna tilfinning að stjórnmálamenn hafi lent til hliðar og hafi lítil áhrif á þær umfangsmiklu breytingar sem eru að eiga sér stað á nær öllum sviðum evrópskra samfélaga. Tilraunir stjórnmálamanna til að ná aftur áhrifum á gang mála hafa stundum borið keim örvæntingar frekar en ígrundunar. Það sem gerir málið enn erfiðara fyrir stjórnmálamenn er að eitt einkenni þjóðafélagsbreytinga í Evrópu er ört minnkandi virðing manna fyrir valdi og hvers konar stigveldi í samfélögum álfunnar. Þróun evrópskra samfélaga er öll í átt til opnari og lýðræðislegri samfélagshátta og með því er að sínu leyti þrengt að handhöfum valds í samfélögum álfunnar. Utan frá þrengir einnig að þeim því drifkrafta breytinga í samtímanum er fyrst og fremst að finna í alþjóðlegri umsköpun atvinnulífs sem stjórnmálamenn í hverju landi fyrir sig þurfa að bregðast við með síauknum hraða. Á Íslandi þrengir enn meira að stjórnmálamönnum en annars staðar því helmingur allrar löggjafar í landinu kemur bréfleiðis frá Brussel. Ísland hefur ýmsa sérstöðu sem örríki í Evrópu. Stjórnmálavald á Íslandi getur ekki virst ýkja fjarlægt í Reykjavík þar sem ein algengasta starfsgrein manna á vappi í miðbænum er þingmennska. Þrátt fyrir þessa nálægð almennings við stjórnmálamenn er margt sem bendir til þess að stjórnmálaheimurinn á Íslandi hafi lent til hliðar við þróun atvinnulífs og þjóðfélags með sama hætti og gerst hefur annars staðar í Evrópu. Leiðandi menn í íslensku atvinnulífi hafa greinilega góðan skilning á þeim byltingarkenndu breytingum sem eru að eiga sér stað í atvinnulífi um allan heim og þeir hafa á síðustu misserum notfært sér þessa þekkingu með stórkostlegum árangri. Íslensk menning lifir líka blómaskeið á tímum alþjóðavæðingar lista og menningar. Sú tilfinning að stjórnmálin sitji eftir í nútímavæðingu íslenska þjóðfélagsins ágerist. Við erum hins vegar ekki ein með þennan vanda. Sömu tilfinningu er að finna víða annars staðar í Evrópu. Í óánægju Evrópumanna með stjórnmál samtímans er að finna kröfu um opnara og virkara lýðræði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun