Blástursofn gerir kraftaverk 15. júní 2004 00:01 "Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri. "Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað." Guðjón hefur unnið sem leikstjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveitina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. "Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerðinni og ég hef ekki verið mikill athafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku," segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. "Leynivopnið mitt er án efa SMEG- blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karríkjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér uppá þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um uppskriftina. Síðan hef ég eldað réttinn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda." Guðjón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. "Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólnum fyrir gesti og gangandi, ansi góð." Matur Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri. "Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað." Guðjón hefur unnið sem leikstjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveitina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. "Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerðinni og ég hef ekki verið mikill athafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku," segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. "Leynivopnið mitt er án efa SMEG- blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karríkjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér uppá þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um uppskriftina. Síðan hef ég eldað réttinn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda." Guðjón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. "Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólnum fyrir gesti og gangandi, ansi góð."
Matur Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira