Góður andi í Grafarvogskirkju 18. júní 2004 00:01 "Ég varð snemma trúhneigð og þegar ég fermdist fann ég fyrir sterkri trúarþörf. Eflaust er þetta mér mjög eðlislægt því ég hef alltaf séð guð í öllu. Þegar ég var barn og sá fallegt tré hugsaði ég um hvað guð væri góður. Í menntaskóla las ég mikið í biblíunni og langaði til að verða prestur en það var erfitt að viðurkenna það fyrir samfélaginu. Ég reyndi fyrir mér á hinum ýmsu brautum í skólanum og var mjög leitandi. Ég var mikið í keppnisíþróttum og lengst af ætlaði ég mér að verða íþróttakennari. Á endanum lét ég undan sjálfri mér, skellti mér í guðfræðideild Háskóla Íslands og fann um leið að það var það sem ég vildi." Hún þurfti þó ekki að gefa íþróttirnar upp á bátinn og hefur starfað aukalega sem íþróttaleiðbeinandi. Í dag kennir hún sundleikfimi og hefur m.a. tekið að sér kennslu á Grafarvogsdeginum. Lena Rós ólst upp í Ólafsfirði með annan fótinn innan kirkjunnar. Móðir hennar var mjög virk í barnastarfi kirkjunnar og faðir hennar í unglingastarfi. "Þar var líka mjög öflugt æskulýðsstarf og uppeldi mitt hefur líklega gert mig meðtækilegri fyrir trúnni." Nú er Lena sjálf að ala upp börnin sín þrjú og í kirkjunni sinnir hún m.a. æskulýðsstarfi. Hún er ekki í vafa um hvað er ánægjulegast í starfinu sem prestur. "Ég get leyft mér að segja fólki frá guði og Jesú og þessum gleðiboðskap. Hjálpað fólki að opna augun. Á meðan ég var í námi vann ég sem tómstundafulltrúi í Vogum og var í fyrsta sinn á ævi minni utan kirkjunnar. Ég gat auðvitað ekki predikað og talað blátt áfram um guð í slíku starfi. Nú fæ ég svalað þessari þörf fyrir að boða guð og get notað tækifærið þar sem fólk er. Hér í Grafarvogskirkju er alveg ótrúlega gott að vera og frábær starfsandi. Mér þykir mjög sérstakt að koma ný inn á svona stofnun þar sem fólkið algjörlega ber mann á örmum sér. Ég þarf að keyra langa leið til að komast í vinnuna á morgnana en ég brosi bara alla leið, það er svo gott að koma í vinnuna." Lena hyggst nú flytja frá Suðurnesjum og setjast að nær starfsumhverfi sínu í Grafarvoginum ásamt fjölskyldunni. "Sem átján ára unglingur var dálítið hallærislegt að segjast vilja verða prestur," hlær Lena Rós Matthíasdóttir, en hún var sett inn í embætti prests við Grafarvogskirkju ekki alls fyrir löngu. thora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég varð snemma trúhneigð og þegar ég fermdist fann ég fyrir sterkri trúarþörf. Eflaust er þetta mér mjög eðlislægt því ég hef alltaf séð guð í öllu. Þegar ég var barn og sá fallegt tré hugsaði ég um hvað guð væri góður. Í menntaskóla las ég mikið í biblíunni og langaði til að verða prestur en það var erfitt að viðurkenna það fyrir samfélaginu. Ég reyndi fyrir mér á hinum ýmsu brautum í skólanum og var mjög leitandi. Ég var mikið í keppnisíþróttum og lengst af ætlaði ég mér að verða íþróttakennari. Á endanum lét ég undan sjálfri mér, skellti mér í guðfræðideild Háskóla Íslands og fann um leið að það var það sem ég vildi." Hún þurfti þó ekki að gefa íþróttirnar upp á bátinn og hefur starfað aukalega sem íþróttaleiðbeinandi. Í dag kennir hún sundleikfimi og hefur m.a. tekið að sér kennslu á Grafarvogsdeginum. Lena Rós ólst upp í Ólafsfirði með annan fótinn innan kirkjunnar. Móðir hennar var mjög virk í barnastarfi kirkjunnar og faðir hennar í unglingastarfi. "Þar var líka mjög öflugt æskulýðsstarf og uppeldi mitt hefur líklega gert mig meðtækilegri fyrir trúnni." Nú er Lena sjálf að ala upp börnin sín þrjú og í kirkjunni sinnir hún m.a. æskulýðsstarfi. Hún er ekki í vafa um hvað er ánægjulegast í starfinu sem prestur. "Ég get leyft mér að segja fólki frá guði og Jesú og þessum gleðiboðskap. Hjálpað fólki að opna augun. Á meðan ég var í námi vann ég sem tómstundafulltrúi í Vogum og var í fyrsta sinn á ævi minni utan kirkjunnar. Ég gat auðvitað ekki predikað og talað blátt áfram um guð í slíku starfi. Nú fæ ég svalað þessari þörf fyrir að boða guð og get notað tækifærið þar sem fólk er. Hér í Grafarvogskirkju er alveg ótrúlega gott að vera og frábær starfsandi. Mér þykir mjög sérstakt að koma ný inn á svona stofnun þar sem fólkið algjörlega ber mann á örmum sér. Ég þarf að keyra langa leið til að komast í vinnuna á morgnana en ég brosi bara alla leið, það er svo gott að koma í vinnuna." Lena hyggst nú flytja frá Suðurnesjum og setjast að nær starfsumhverfi sínu í Grafarvoginum ásamt fjölskyldunni. "Sem átján ára unglingur var dálítið hallærislegt að segjast vilja verða prestur," hlær Lena Rós Matthíasdóttir, en hún var sett inn í embætti prests við Grafarvogskirkju ekki alls fyrir löngu. thora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira