Útgjöld heimilanna aukast um 50% 24. júní 2004 00:01 Útgjöld heimilanna í landinu hafa aukist um meira en 50% frá árinu 1995 en vísitala neysluverðs hefur aðeins hækkað um 28%. Símakostnaður Íslendinga hefur þrefaldast á þessu tímabili. Það kann að virðast undarlegt að útgjöld heimilanna í landinu aukist svo miklu meira en vísitala neysluverðs en skýringin er einföld. Árið 1995 var að ljúka miklu samdráttarskeiði í hagkerfinu en síðan hefur orðið gríðarleg kaupmáttaraukning þannig að fólk hefur einfaldlega varið meiri fjármunum í neyslu af ýmsu tagi. Þannig má segja að lifnaðarhættir hafi breyst á ýmsum sviðum en samsetning á vísitölu neysluverðs er þó ekki breytt. Útgjöld meðalheimilis á tímabilinu 2000-2002 voru samtals 3,5 milljarður króna á ári, eða nær 300 þúsund á mánuði, en voru 2,3 milljarðar árið 1995. Heimilin eyða 558 þúsund krónum á ári í mat og drykkjarvörur, samanborið við 400 þúsund árið 1995, en hlutfall í heildarneyslunni hefur þó lækkað úr 17,4% í tæp 16%. Hlutur áfengis og tóbaks hefur hins vegar hækkað. Stærsti útgjaldaliðurinn er húsnæði, hiti og rafmagn, um 700 þúsund á ári, eða 20% Lang mesta breytingin hefur þó orðið á póst- og símakostnaði og má fullyrða að póstúgjöld hafi lítið þar að segja, heldur sé það blessaður gemsinn sem taki sinn toll - enda var hann varla til árið 1995. Hvert heimili eyðir nú yfir 100 þúsund krónum í síma samanborið við aðeins 30 þúsund fyrir níu árum. Inni í þessum útgjöldum heimilanna er þó ýmsu sleppt, s.s. vöxtum og ýmsum afborgunum. Í þessu samengi má hafa í huga að launavísitala hefur hækkað um 63% á þessu tímabili Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Útgjöld heimilanna í landinu hafa aukist um meira en 50% frá árinu 1995 en vísitala neysluverðs hefur aðeins hækkað um 28%. Símakostnaður Íslendinga hefur þrefaldast á þessu tímabili. Það kann að virðast undarlegt að útgjöld heimilanna í landinu aukist svo miklu meira en vísitala neysluverðs en skýringin er einföld. Árið 1995 var að ljúka miklu samdráttarskeiði í hagkerfinu en síðan hefur orðið gríðarleg kaupmáttaraukning þannig að fólk hefur einfaldlega varið meiri fjármunum í neyslu af ýmsu tagi. Þannig má segja að lifnaðarhættir hafi breyst á ýmsum sviðum en samsetning á vísitölu neysluverðs er þó ekki breytt. Útgjöld meðalheimilis á tímabilinu 2000-2002 voru samtals 3,5 milljarður króna á ári, eða nær 300 þúsund á mánuði, en voru 2,3 milljarðar árið 1995. Heimilin eyða 558 þúsund krónum á ári í mat og drykkjarvörur, samanborið við 400 þúsund árið 1995, en hlutfall í heildarneyslunni hefur þó lækkað úr 17,4% í tæp 16%. Hlutur áfengis og tóbaks hefur hins vegar hækkað. Stærsti útgjaldaliðurinn er húsnæði, hiti og rafmagn, um 700 þúsund á ári, eða 20% Lang mesta breytingin hefur þó orðið á póst- og símakostnaði og má fullyrða að póstúgjöld hafi lítið þar að segja, heldur sé það blessaður gemsinn sem taki sinn toll - enda var hann varla til árið 1995. Hvert heimili eyðir nú yfir 100 þúsund krónum í síma samanborið við aðeins 30 þúsund fyrir níu árum. Inni í þessum útgjöldum heimilanna er þó ýmsu sleppt, s.s. vöxtum og ýmsum afborgunum. Í þessu samengi má hafa í huga að launavísitala hefur hækkað um 63% á þessu tímabili
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira