Hver rauf friðinn? 26. júní 2004 00:01 Það ríkir sérkennilegt andrúmsloft á ritstjóraskrifstofum Morgunblaðsins þessa dagana. Næstsíðasta Reykjavíkurbréf hófst með þeim orðum að um þessar mundir ríkti vargöld á Íslandi í kjölfar þeirrar ákvörðunar forseta Íslands að afsala sér því valdi sínu að undirrita umdeild lög frá alþingi og vísa þeim til þjóðarinnar til endanlegrar afgreiðslu, synjunar eða samþykktar. Enginn annar - utan stjórnarráðsins - hefur orðið þessarar vargaldar var. Þjóðin gengur til starfs og leiks eins og ekkert hafi í skorist og í fyllingu tímans mun hún kveða upp dóm um réttmæti fjölmiðlalaganna og þess málatilbúnings sem að baki þeirra liggur. Það er allt og sumt. Orðrétt segir sá Morgunblaðsritstjóri sem fór fingrum um lyklaborð þann 20. júní: "Forsetinn kvaðst hafa tekið ákvörðun sína vegna þess, að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Hið rétta er að hann hefur annars vegar klofið þjóðina í tvo stríðandi hópa með ákvörðun sinni og sennilega myndað stóra gjá milli sín og stórs hluta þjóðarinnar." Er þetta nú sanngjarn og "æsingalaus" málflutningur? Greip forsetinn þetta mál bara "utan úr himinblámanum" og varpaði því eins og sprengju inn í mannfjöldann? Ritstjórinn minnir á, að "íslenska þjóðin var klofin í herðar niður á tímum kalda stríðsins." Hefði sú minning ekki átt að leiða huga ritstjórans að því hver bjó til sprengjuna, sem varpað var inn í samfélagið í byrjun vors. Hafi ritstjórinn gleymt því, þá heitir sá maður Davíð Oddsson og er í þann veginn að verða útrunninn sem forsætisráðherra landsins. Fjölmiðlamálið er það mál, sem hann kaus að kóróna langan stjórnarferil sinn með. Þetta var honum slíkt hjartans mál að hann hikaði ekki við að keyra það í gegnum samstarfsflokk sinn með þeim hætti að tveir þingmenn hans skárust úr leik. Það er þá ekki úr vegi að upplýsa morgunblaðsskríbentinn um það að með andstöðu Kristins Gunnarssonar og hjásetu Jónínu Bjartmarz var stjórnarliðið í rauninni komið í minnihluta. Þegar allt leikur í lyndi hafa stjórnarflokkarnir á bak við sig 52,17% kjósenda. Eftir að þau tvö skárust úr leik var atkvæðahlutfall stjórnarliða meðal kjósenda komið niður í 49,17%, sem segir okkur þá að fulltrúar á þingi með 50,83% kjósenda á bak við sig treystust ekki til að ljá málinu fylgi sitt. Minna má á, að stjórnarandstaðan hafði áður látið í ljós áhuga á að setja lög um fjölmiðla. Morgunblaðið telur að sá málflutningur hefði sjálfkrafa átt að leiða til þess að þingmenn hennar hefðu átt að gleypa við þessu sérstaka frumvarpi – án þess að nokkur vottur væri þess að stjórnarherrarnir leituðu samstarfs um samningu þess og meðferð á þingi. Er þetta pólitísk háttvísi? Er þetta leiðin til friðar? Stjórnarliðar segja það hafi komið þeim í opna skjöldu, að stjórnarskrárákvæði skuli nú beitt í fyrsta sinn á sextíu árum. Forsetinn hefði átt að vara þá við. Hefði hann varað þá við með formlegum hætti hefði án efa verið kvartað undan óþolandi afskiptasemi af störfum þingsins og talað um hótanir. Hann varaði þá hinsvegar svo eindregið við að allir skildu það, nema þá helst ráðherrar og þingmenn, þegar hann kom heim í stað þess að mæta í brúðkaup Danaprins. Höfundur þessara lína leiddi rök að því í blaðagrein að forseti ætti ekki annars úrkostar en að beita þessu ákvæði, ef til þess kæmi að alþingi afgreiddi frumvarpið sem lög og ráðherra sendi honum það til undirskriftar. Ég skoraði á Davíð að bregðast stórmannlega við og draga frumvarpið til baka, bíða haustsins og leita samstarfs við stjórnarandstöðuna um fjölmiðlalög, sem næðu yfir allan fjölmiðlamarkaðinn, ríkisfjölmiðlana líka. Ef ekki, skoraði ég á einstaka þingmenn (og framsóknarþingmenn sérstaklega) að skerast úr leik í tæka tíð og koma með því í veg fyrir að málið kæmi til kasta forsetans. Þessa viðvörun ítrekaði ég í útifundarræðu framan við Alþingishúsið. Forsætisráðherra ákvað að hafa allar viðvaranir að engu og formenn beggja stjórnarflokkanna handjárnuðu sitt lið og keyrðu málið fram. Leið til friðar? Nei. Morgunblaðið hefur á undanförnum árum kappkostað að hverfa frá einhliða stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og áunnið sér viðurnefnið "blað allra landsmanna." Þessi þróun virðist hafa átt sér stað í sátt við eigendur blaðsins. Nú bregður svo við að gjá myndast milli eigendanna, sem eru andvígir fjölmiðlafrumvarpinu, og ritstjóranna, sem ganga svo langt í stuðningi sínum við pólitíska æsingamenn, að þeir beinlínis halla réttu máli, eða öllu heldur snúa á haus staðreyndum, um tilurð og framvindu þessa máls. Í dag ræðst það hversu sannspáir ritstjórarnir eru um það, að forsetinn hafi með málskoti sínu "myndað óbrúanlega gjá á milli sín og stórs hluta þjóðarinnar". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það ríkir sérkennilegt andrúmsloft á ritstjóraskrifstofum Morgunblaðsins þessa dagana. Næstsíðasta Reykjavíkurbréf hófst með þeim orðum að um þessar mundir ríkti vargöld á Íslandi í kjölfar þeirrar ákvörðunar forseta Íslands að afsala sér því valdi sínu að undirrita umdeild lög frá alþingi og vísa þeim til þjóðarinnar til endanlegrar afgreiðslu, synjunar eða samþykktar. Enginn annar - utan stjórnarráðsins - hefur orðið þessarar vargaldar var. Þjóðin gengur til starfs og leiks eins og ekkert hafi í skorist og í fyllingu tímans mun hún kveða upp dóm um réttmæti fjölmiðlalaganna og þess málatilbúnings sem að baki þeirra liggur. Það er allt og sumt. Orðrétt segir sá Morgunblaðsritstjóri sem fór fingrum um lyklaborð þann 20. júní: "Forsetinn kvaðst hafa tekið ákvörðun sína vegna þess, að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Hið rétta er að hann hefur annars vegar klofið þjóðina í tvo stríðandi hópa með ákvörðun sinni og sennilega myndað stóra gjá milli sín og stórs hluta þjóðarinnar." Er þetta nú sanngjarn og "æsingalaus" málflutningur? Greip forsetinn þetta mál bara "utan úr himinblámanum" og varpaði því eins og sprengju inn í mannfjöldann? Ritstjórinn minnir á, að "íslenska þjóðin var klofin í herðar niður á tímum kalda stríðsins." Hefði sú minning ekki átt að leiða huga ritstjórans að því hver bjó til sprengjuna, sem varpað var inn í samfélagið í byrjun vors. Hafi ritstjórinn gleymt því, þá heitir sá maður Davíð Oddsson og er í þann veginn að verða útrunninn sem forsætisráðherra landsins. Fjölmiðlamálið er það mál, sem hann kaus að kóróna langan stjórnarferil sinn með. Þetta var honum slíkt hjartans mál að hann hikaði ekki við að keyra það í gegnum samstarfsflokk sinn með þeim hætti að tveir þingmenn hans skárust úr leik. Það er þá ekki úr vegi að upplýsa morgunblaðsskríbentinn um það að með andstöðu Kristins Gunnarssonar og hjásetu Jónínu Bjartmarz var stjórnarliðið í rauninni komið í minnihluta. Þegar allt leikur í lyndi hafa stjórnarflokkarnir á bak við sig 52,17% kjósenda. Eftir að þau tvö skárust úr leik var atkvæðahlutfall stjórnarliða meðal kjósenda komið niður í 49,17%, sem segir okkur þá að fulltrúar á þingi með 50,83% kjósenda á bak við sig treystust ekki til að ljá málinu fylgi sitt. Minna má á, að stjórnarandstaðan hafði áður látið í ljós áhuga á að setja lög um fjölmiðla. Morgunblaðið telur að sá málflutningur hefði sjálfkrafa átt að leiða til þess að þingmenn hennar hefðu átt að gleypa við þessu sérstaka frumvarpi – án þess að nokkur vottur væri þess að stjórnarherrarnir leituðu samstarfs um samningu þess og meðferð á þingi. Er þetta pólitísk háttvísi? Er þetta leiðin til friðar? Stjórnarliðar segja það hafi komið þeim í opna skjöldu, að stjórnarskrárákvæði skuli nú beitt í fyrsta sinn á sextíu árum. Forsetinn hefði átt að vara þá við. Hefði hann varað þá við með formlegum hætti hefði án efa verið kvartað undan óþolandi afskiptasemi af störfum þingsins og talað um hótanir. Hann varaði þá hinsvegar svo eindregið við að allir skildu það, nema þá helst ráðherrar og þingmenn, þegar hann kom heim í stað þess að mæta í brúðkaup Danaprins. Höfundur þessara lína leiddi rök að því í blaðagrein að forseti ætti ekki annars úrkostar en að beita þessu ákvæði, ef til þess kæmi að alþingi afgreiddi frumvarpið sem lög og ráðherra sendi honum það til undirskriftar. Ég skoraði á Davíð að bregðast stórmannlega við og draga frumvarpið til baka, bíða haustsins og leita samstarfs við stjórnarandstöðuna um fjölmiðlalög, sem næðu yfir allan fjölmiðlamarkaðinn, ríkisfjölmiðlana líka. Ef ekki, skoraði ég á einstaka þingmenn (og framsóknarþingmenn sérstaklega) að skerast úr leik í tæka tíð og koma með því í veg fyrir að málið kæmi til kasta forsetans. Þessa viðvörun ítrekaði ég í útifundarræðu framan við Alþingishúsið. Forsætisráðherra ákvað að hafa allar viðvaranir að engu og formenn beggja stjórnarflokkanna handjárnuðu sitt lið og keyrðu málið fram. Leið til friðar? Nei. Morgunblaðið hefur á undanförnum árum kappkostað að hverfa frá einhliða stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og áunnið sér viðurnefnið "blað allra landsmanna." Þessi þróun virðist hafa átt sér stað í sátt við eigendur blaðsins. Nú bregður svo við að gjá myndast milli eigendanna, sem eru andvígir fjölmiðlafrumvarpinu, og ritstjóranna, sem ganga svo langt í stuðningi sínum við pólitíska æsingamenn, að þeir beinlínis halla réttu máli, eða öllu heldur snúa á haus staðreyndum, um tilurð og framvindu þessa máls. Í dag ræðst það hversu sannspáir ritstjórarnir eru um það, að forsetinn hafi með málskoti sínu "myndað óbrúanlega gjá á milli sín og stórs hluta þjóðarinnar".
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun