Sparnaður og fjárfestingar 29. júní 2004 00:01 Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í atvinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í meginatriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fasteignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fasteign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðingar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að það sé bæði flókið og áhættusamt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggðum verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxtunarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er annars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxtunin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparnaði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Fjármál Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í atvinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í meginatriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fasteignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fasteign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðingar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að það sé bæði flókið og áhættusamt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggðum verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxtunarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er annars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxtunin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparnaði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell
Fjármál Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira