Líf mitt í boxi 3. júlí 2004 00:01 Kristján Hjálmarsson ætlar að umturna lífi sínu með boxum Þegar ég var yngri þoldi ég ekki fólk sem átti Tupperware-box. Boxin þóttu sniðug því þau voru í misjöfnum stærðum og með misjafna lögun og það var hægt að geyma hvað sem er í þeim: ost, álegg, afganga og jafnvel heilu kökurnar. Það var eitthvað við stjórnleysingjann í mér sem vakti þessa andúð mína enda var skipulagið í ísskápunum hjá þeim sem áttu slík box betra en á góðu bókasafni. Mér fannst ekkert að því að geyma matvörurnar í plastpokum, litlum sem stórum -- jafnvel bara úr Bónus. Andúð mín á Tupperware jókst með tímanum og ég hét því að ég myndi aldrei kaupa slík box. En síðan fór ég sjálfur að búa. Innan tveggja vikna var ísskápurinn fullur af alls kyns plastpokum. Litadýrðin var slík að mér leið eins og ég væri að horfa á regnbogann auk þess sem ég átti erfitt með að henda reiður á því hvað pokarnir höfðu að geyma. Ég ákvað því að brjóta odd af oflæti mínu og keypti fyrstu boxin. Það leið ekki á löngu þar til þau slógu í gegn. Boxunum fjölgaði, í misjöfnum stærðum og gerðum, og nú er hver einasti hlutur í ísskápnum á sínum stað -- allt frá eggjum upp í lambalæri. Boxin hafa reynst mér svo vel að ég hef ákveðið að nota þau annars staðar á heimilinu. Þannig get ég sett buxurnar, bolina, peysurnar, vídeóspólurnar, geisladiskana, bækurnar og tölvuna í box. Og það er bara byrjunin. Innan skamms verður allt mitt komið í box og ég get loks farið að lifa skipulögðu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór
Kristján Hjálmarsson ætlar að umturna lífi sínu með boxum Þegar ég var yngri þoldi ég ekki fólk sem átti Tupperware-box. Boxin þóttu sniðug því þau voru í misjöfnum stærðum og með misjafna lögun og það var hægt að geyma hvað sem er í þeim: ost, álegg, afganga og jafnvel heilu kökurnar. Það var eitthvað við stjórnleysingjann í mér sem vakti þessa andúð mína enda var skipulagið í ísskápunum hjá þeim sem áttu slík box betra en á góðu bókasafni. Mér fannst ekkert að því að geyma matvörurnar í plastpokum, litlum sem stórum -- jafnvel bara úr Bónus. Andúð mín á Tupperware jókst með tímanum og ég hét því að ég myndi aldrei kaupa slík box. En síðan fór ég sjálfur að búa. Innan tveggja vikna var ísskápurinn fullur af alls kyns plastpokum. Litadýrðin var slík að mér leið eins og ég væri að horfa á regnbogann auk þess sem ég átti erfitt með að henda reiður á því hvað pokarnir höfðu að geyma. Ég ákvað því að brjóta odd af oflæti mínu og keypti fyrstu boxin. Það leið ekki á löngu þar til þau slógu í gegn. Boxunum fjölgaði, í misjöfnum stærðum og gerðum, og nú er hver einasti hlutur í ísskápnum á sínum stað -- allt frá eggjum upp í lambalæri. Boxin hafa reynst mér svo vel að ég hef ákveðið að nota þau annars staðar á heimilinu. Þannig get ég sett buxurnar, bolina, peysurnar, vídeóspólurnar, geisladiskana, bækurnar og tölvuna í box. Og það er bara byrjunin. Innan skamms verður allt mitt komið í box og ég get loks farið að lifa skipulögðu lífi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun