Lífið

Stuðningsgrindur prýða garðinn

Nú er gróður í örum vexti í görðunum og þær fjölæru blómategundir sem teygja sig upp með veggjum geta þurft að fara að fá stuðning, ef þær eiga ekki að falla fram og verða rytjulegar þegar næsta lægð með stormi gengur yfir landið. Þá þarf að stinga niður grindum upp við vegginn og binda plönturnar við þær. Þeir sem laghentir eru og lúra á viðarrenglum af einhverri tegund geta auðveldlega útbúið svona stuðningsgrindur sjálfir. Eiga kannski spírur frá því að þeir söguðu til trén í vor og geta nú gripið til þeirra og bundið saman með snæri eða hampi. Mjög umhverfisvænt! Einnig er hægt að kaupa grindur af ýmsum stærðum í blómamörkuðum. Ef vel er að þessum þætti staðið eru svona grindur til prýði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×