Hvað kostar að gifta sig? 7. júlí 2004 00:01 "... ef þú giftist, ef þú bara giftist, ef þú giftist mér," segir í gömlum dægurlagatexta og það eru margir sem vilja allt til vinna til að fá jáyrðið frá sínum eða sinni. Á miðöldum tíðkaðist að halda þriggja daga veislur og hýsa og fæða alla gesti á meðan á veislunni stóð og það hlýtur að hafa kostað skildinginn. Enn í dag tíðkast að halda veglegar veislur og þær geta ennþá kostað töluvert fé. Athöfnin sjálf kostar einnig sitt, leiga á kirkju, organista og presti, tónlistaratriði og skreytingar. Svo má ekki gleyma klæðnaði brúðhjónanna, fararmáta úr og í kirkju, myndatöku, blómum, boðskortum, klæðnaði barna og fleira og fleira tínist til. Með auknum samanburðarmöguleikum verður stöðugt nauðsynlegra að ganga lengra, hafa glæsilegri, dýrari og fínni brúðkaup og upp á síðkastið hefur borið á því að fólk sem var búið að ákveða að gifta sig hætti við vegna þess að kostnaðurinn óx þeim yfir höfuð. En hvað kostar að ganga í það heilaga á Íslandi í dag? Viðmiðunarhjónin Þór og Sif eru um þrítugt og eiga von á hundrað gestum. Þau eiga fullt af ættingjum en þeir eru allir háskólakennarar eða bifvélavirkjar og geta þar af leiðandi ekki lagt þeim neitt til hagræðis í brúðkaupinu. Þau kaupa því alla þjónustu fullu verði en halda sig alltaf í meðallaginu. Þór leigir íslenskan búning en Sif fallegan kjól. Þau kaupa bæði nærföt og skó. Lítil frændsystkin eru brúðarsveinn og -mey og föt þeirra eru leigð. Sif fer í förðun og greiðslu en Þór lætur sér nægja nýja klippingu. Bæði fara þau samt í brúnkumeðferð. Í kirkjunni leikur organisti brúðarmarsinn og þekkt söngkona syngur uppáhaldslögin þeirra. Þau aka til og frá kirkjunni í fallegum fornbíl. Gestum er boðið til veislu í sal en sleppa alveg við að hjálpa til í eldhúsinu því öll þjónusta er aðkeypt. Vel er gert við gestina og fá þeir forrétta- og steikarhlaðborð og freyðivínsfordrykk, hvítvín og rauðvín. Í eftirrétt er kaffi og konfekt og svo að sjálfsögðu brúðartertan. Hjónin nýbökuðu stíga svo brúðarvalsinn og meiri dans eitthvað fram eftir brúðkaupsnóttunni. Þau ætla að geyma sér brúðkaupsferðina og fara bara í gott frí seinna svo hún er ekki talin til kostnaðar. Þessi dagur með flestu því sem tilheyrir kostar þau hjónin 984.100 kr. Hér verður að taka fram að ekki nýta allir sér allt á þessum lista en þó eru ansi margir sem gera flest og því er ljóst að umtalsverðum upphæðum er varið til að innsigla ástina á hverju ári á Íslandi. Sumir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki hægt að staðfesta ástina með sama tilfinningahita en kannski fyrir aðeins minni peninga... Klæðnaður: leiga: brúðarkjóll 36.000 slör 5.000 kr. kóróna 3.000 íslenskur búningur á brúðgumann 7.900 brúðarmeyjakjóll 5.500 jakkaföt á strák 4.900 Kaup: korselett á hana 11.500 nærbuxur á hann 5.000 sokkar 1.800 skór 30.000 (bæði fá nýja brúðarskó) hringapúðar með nöfnum 4.300 samtals: 114.900 kr Förðun og hárgreiðsla: brúðargreiðslan, klipping og þvottur 9.500 airbrushförðun 3.500 kr. handsnyrting 4.600 kr. brúnka daginn áður 3.500x2 = 7.000 (miðað við að brúðhjónin fari bæði) brúðgumaklipping og strípur 7.200 kr. Samtals: 31.800 kr. Kirkjan: brúðarvöndur 10.000 kr. hringar 40.000 kr. kirkja 5.000 kr. prestur 9.000 kr. tónlist í kirkju: organisti 13.000 söngur 30.000 kr. Samtals: 107.000 kr Veislan: salur 40.000 kr. þjónusta 60.000 kr. áprentaðar servíettur 4.000 kr. matur 250.000 kr. drykkir 100.000 kr. brúðarterta 37.500 kr. hljómsveit 150.000 kr. Samtals:641.500 kr. Ýmislegt: boðskort: 60 kort á fallegum pappír, umslög og burðargjald 30.000 kr. myndataka: 43.900 kr fornbíll: 15.000 kr. Samtals: 88.900 kr. Alls: 984.100 kr. Fjármál Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
"... ef þú giftist, ef þú bara giftist, ef þú giftist mér," segir í gömlum dægurlagatexta og það eru margir sem vilja allt til vinna til að fá jáyrðið frá sínum eða sinni. Á miðöldum tíðkaðist að halda þriggja daga veislur og hýsa og fæða alla gesti á meðan á veislunni stóð og það hlýtur að hafa kostað skildinginn. Enn í dag tíðkast að halda veglegar veislur og þær geta ennþá kostað töluvert fé. Athöfnin sjálf kostar einnig sitt, leiga á kirkju, organista og presti, tónlistaratriði og skreytingar. Svo má ekki gleyma klæðnaði brúðhjónanna, fararmáta úr og í kirkju, myndatöku, blómum, boðskortum, klæðnaði barna og fleira og fleira tínist til. Með auknum samanburðarmöguleikum verður stöðugt nauðsynlegra að ganga lengra, hafa glæsilegri, dýrari og fínni brúðkaup og upp á síðkastið hefur borið á því að fólk sem var búið að ákveða að gifta sig hætti við vegna þess að kostnaðurinn óx þeim yfir höfuð. En hvað kostar að ganga í það heilaga á Íslandi í dag? Viðmiðunarhjónin Þór og Sif eru um þrítugt og eiga von á hundrað gestum. Þau eiga fullt af ættingjum en þeir eru allir háskólakennarar eða bifvélavirkjar og geta þar af leiðandi ekki lagt þeim neitt til hagræðis í brúðkaupinu. Þau kaupa því alla þjónustu fullu verði en halda sig alltaf í meðallaginu. Þór leigir íslenskan búning en Sif fallegan kjól. Þau kaupa bæði nærföt og skó. Lítil frændsystkin eru brúðarsveinn og -mey og föt þeirra eru leigð. Sif fer í förðun og greiðslu en Þór lætur sér nægja nýja klippingu. Bæði fara þau samt í brúnkumeðferð. Í kirkjunni leikur organisti brúðarmarsinn og þekkt söngkona syngur uppáhaldslögin þeirra. Þau aka til og frá kirkjunni í fallegum fornbíl. Gestum er boðið til veislu í sal en sleppa alveg við að hjálpa til í eldhúsinu því öll þjónusta er aðkeypt. Vel er gert við gestina og fá þeir forrétta- og steikarhlaðborð og freyðivínsfordrykk, hvítvín og rauðvín. Í eftirrétt er kaffi og konfekt og svo að sjálfsögðu brúðartertan. Hjónin nýbökuðu stíga svo brúðarvalsinn og meiri dans eitthvað fram eftir brúðkaupsnóttunni. Þau ætla að geyma sér brúðkaupsferðina og fara bara í gott frí seinna svo hún er ekki talin til kostnaðar. Þessi dagur með flestu því sem tilheyrir kostar þau hjónin 984.100 kr. Hér verður að taka fram að ekki nýta allir sér allt á þessum lista en þó eru ansi margir sem gera flest og því er ljóst að umtalsverðum upphæðum er varið til að innsigla ástina á hverju ári á Íslandi. Sumir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki hægt að staðfesta ástina með sama tilfinningahita en kannski fyrir aðeins minni peninga... Klæðnaður: leiga: brúðarkjóll 36.000 slör 5.000 kr. kóróna 3.000 íslenskur búningur á brúðgumann 7.900 brúðarmeyjakjóll 5.500 jakkaföt á strák 4.900 Kaup: korselett á hana 11.500 nærbuxur á hann 5.000 sokkar 1.800 skór 30.000 (bæði fá nýja brúðarskó) hringapúðar með nöfnum 4.300 samtals: 114.900 kr Förðun og hárgreiðsla: brúðargreiðslan, klipping og þvottur 9.500 airbrushförðun 3.500 kr. handsnyrting 4.600 kr. brúnka daginn áður 3.500x2 = 7.000 (miðað við að brúðhjónin fari bæði) brúðgumaklipping og strípur 7.200 kr. Samtals: 31.800 kr. Kirkjan: brúðarvöndur 10.000 kr. hringar 40.000 kr. kirkja 5.000 kr. prestur 9.000 kr. tónlist í kirkju: organisti 13.000 söngur 30.000 kr. Samtals: 107.000 kr Veislan: salur 40.000 kr. þjónusta 60.000 kr. áprentaðar servíettur 4.000 kr. matur 250.000 kr. drykkir 100.000 kr. brúðarterta 37.500 kr. hljómsveit 150.000 kr. Samtals:641.500 kr. Ýmislegt: boðskort: 60 kort á fallegum pappír, umslög og burðargjald 30.000 kr. myndataka: 43.900 kr fornbíll: 15.000 kr. Samtals: 88.900 kr. Alls: 984.100 kr.
Fjármál Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira