Lífið

Saumað út í fríinu

Margar hagar konur nota sumarfríið til hannyrða. Njóta þess að sitja úti á góðviðrisdögum og inni á rigningardögum, annað hvort á heimilinu eða í sumarbústaðnum og prjóna, hekla eða sauma út. Eitthvað sem þær hefur dreymt um allt árið að fá tíma til að ljúka við eða fitja upp á nýju. Meðal þess sem létt er á höndum og auðvelt er að eiga við er útsaumur í viskastykki og dúka sem síðan lífga upp á heimilið. Efnið fæst tilsniðið í hannyrðabúðinni Erlu við Snorrabraut. Það er úr 50% bómull og 50% hör og heldur sér því vel. Hægt er að velja úr þremur mismunandi litum og mörgum mynstrum. Aðferðin er krosssaumur og afturstingur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×