Viðskipti innlent

Góð ávöxtun lífeyrissjóða

Raunávöxtun lífeyrissjóðanna á Ísland var 11,3 prósent á árinu 2003 að því að fram kemur í frétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu 824 milljörðum króna í árslok 2003 og hækkuðu úr 678,9 milljörðum árið áður. Afkoma lífeyrissjóðanna í fyrra er sú næst besta síðan 1994, aðeins árið 1999 var ávöxtunin hærri. Alls voru fimmtíu lífeyrissjóðir starfandi í árslok 2003 þar af ellefu sem ekki taka lengur við framlögum eða nýjum sjóðsfélögum. Raunávöxtun í samtryggingardeildum var hæst í Frjálsa lífeyrissjóðnum, 16,4 prósent. Ávöxtun í séreignarsjóðum var hæst í leið 1 hjá Lífeyrissjóðnum framsýn, 23,9%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×