Takið eftir !!! 13. október 2005 14:24 Ég sá hljómsveitina !!! (sagt chk chk chk ef þið getið það) á Hróarskelduhátíðinni í ár. Rauk beint út í búð þegar ég kom til Köben og keypti mér eintak. Ég hafði heyrt mikið um þessa sveit, en aldrei í. Þetta er ein af þessum sveitum þar sem orðsporið ferðast hraðar á milli landa en hljóðið. Tónleikar þeirra voru með því betra sem gerðist á hátíðinni. !!! spila frábæra blöndu af raftónlist, fönki, diskó, samba og tilraunarokki. Greina má áhrif frá Can, Bee Gees, The Rapture og James Brown. Allt mjög framúrstefnulegt en alltaf grípandi. Það er nær ómögulegt að hlusta á þetta nema dansa með. Ef þið eruð hlekkjuð við tölvu allan daginn, eins og ég með heyrnartól í vinnunni, er gott að standa stundum upp reglulega og hrista rassinn. Þess á milli stappa ég niður fótunum, vinnufélögum mínum til ama, eða slæ höfðinu í takt. Það eru ekki margar plötu sem ná að framkalla þessi áhrif hjá mér. Þetta er mjög ögrandi tónlist, og gæti líklegast blásið lífi í steingervinga sé hún nægilega hátt stillt. Söngvararnir tveir eru svo báðir mjög skemmtilegir. Annar syngur í falsettu, að hætti Gibb bræðra, en hinn er örlítið eins og flogaveikur Jim Morrisson, að minnsta kosti á sviði. Attitjútið lekur svo af textunum sem gefur tónlistinni sjálfri einhvern aukinn kraft. Hispurslaus sýn á lífið, pólitík og tilveruna, þar sem allt snýst um að finna grúvið og halda gleðskapnum gangandi. Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum ársins, !!! er bylting. !!!: Louden Up NowBirgir Örn Steinarsson Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Ég sá hljómsveitina !!! (sagt chk chk chk ef þið getið það) á Hróarskelduhátíðinni í ár. Rauk beint út í búð þegar ég kom til Köben og keypti mér eintak. Ég hafði heyrt mikið um þessa sveit, en aldrei í. Þetta er ein af þessum sveitum þar sem orðsporið ferðast hraðar á milli landa en hljóðið. Tónleikar þeirra voru með því betra sem gerðist á hátíðinni. !!! spila frábæra blöndu af raftónlist, fönki, diskó, samba og tilraunarokki. Greina má áhrif frá Can, Bee Gees, The Rapture og James Brown. Allt mjög framúrstefnulegt en alltaf grípandi. Það er nær ómögulegt að hlusta á þetta nema dansa með. Ef þið eruð hlekkjuð við tölvu allan daginn, eins og ég með heyrnartól í vinnunni, er gott að standa stundum upp reglulega og hrista rassinn. Þess á milli stappa ég niður fótunum, vinnufélögum mínum til ama, eða slæ höfðinu í takt. Það eru ekki margar plötu sem ná að framkalla þessi áhrif hjá mér. Þetta er mjög ögrandi tónlist, og gæti líklegast blásið lífi í steingervinga sé hún nægilega hátt stillt. Söngvararnir tveir eru svo báðir mjög skemmtilegir. Annar syngur í falsettu, að hætti Gibb bræðra, en hinn er örlítið eins og flogaveikur Jim Morrisson, að minnsta kosti á sviði. Attitjútið lekur svo af textunum sem gefur tónlistinni sjálfri einhvern aukinn kraft. Hispurslaus sýn á lífið, pólitík og tilveruna, þar sem allt snýst um að finna grúvið og halda gleðskapnum gangandi. Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum ársins, !!! er bylting. !!!: Louden Up NowBirgir Örn Steinarsson
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög