Viðskipti innlent

Uppsagnir vegna skipulagsbreytinga

Eimskipafélag Íslands hefur tilkynnt að í gær hafi verið fækkað um fjörutíu til fimmtíu stöðugildi hjá félaginu en nú stendur yfir vinna við endurskipulagningu hjá félaginu. Ekki er vitað hversu mörgum verður sagt upp vegna breytinganna en þær verða kynntar í lok mánaðarins þegar sex mánaða uppgjör félagsins liggur fyrir. "Við erum að vinna í endurskipulagningu á félaginu og þetta er í raun afleiðing af nýju skipulagi. Síðan erum við að endurskoða alla þætti starfseminnar. Það er í raun það hlutverk okkar sem við fengum frá nýjum eigendum og stjórn að auka arðsemi og vöxt félagsins og eftir því erum við að vinna," segir Baldur Guðnason forstjóri Eimskips. Hann segir að töluverður hópur starfsmanna hafi komið að endurskipulagningarvinnunni og samstarf við fulltrúa starfsmanna hafi verið gott. "Það er alltaf erfitt að standa í svona breytingum, sérstaklega þegar þær snúa að starfsfólki. Erum að reyna að aðstoða þá sem missa vinnuna eins og við getum," segir hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×