Fólk óánægt með sektirnar 16. júlí 2004 00:01 Arnar Snæbjörnsson bílastæðavörður hefur verið starfinu sínu í tæp sjö ár. Hann byrjaði sem stöðumælavörður en er nú bílastæðavörður í Ráðhúsinu. "Það var stundum talsvert álag að vera úti við stöðumælavörsluna, fólk er auðvitað aldrei ánægt með sektirnar og lætur það stundum bitna á vörðunum. En við erum bara að vinna starfið okkar," segir Arnar. Nú sér Arnar um bílastæðahúsið undir Ráðhúsinu og stæðið í Vonarstræti og hefur aðsetur inni í Ráðhúsi. "Mér líka þetta vel, starfið er auðvitað frekar einhæft en á móti kemur að hér er margt skemmtilegt fólk og góður andi. Ég vinn alla virka daga frá 8-18 og er á bakvöktum þriðju hverja helgi. Bakvaktirnar felast meðal annars í að opna fyrir fólki sem hefur orðið innlyksa með bílana sína í bílastæðahúsum, en það gerist þó æ sjaldnar. Dagsdaglega hef ég umsjón með bílastæðunum, sel út laus stæði og passa að alltaf séu laus stæði fyrir fólk sem hefur keypt sér mánaðarkort. Ég aðstoða líka ef fólk lendir í vandræðum með sjálfsalann og þvíumlíkt." Arnar segist ekki fá miklar kvartanir enda séu ákveðnar vinnureglur í gangi. "Við bjóðum fólki einfaldlega að fylla út kvörtunareyðublöð og sendum þau svo til Bílastæðasjóðs sem skoðar málið." Hann segist ekki kvarta yfir kaupinu, en yfirvinnan sé auðvitað það sem heldur kaupinu uppi. "Svo eru ákveðin fríðindi, við fáum föt, afslátt af matarmiðum í Ráðhúsinu og frítt í strætó." En bílastæði? "Jú, við höfum bílastæði, en þurfum að víkja ef allt er orðið fullt," segir Arnar, og tekur undir að bílastæðin í miðbænum séu ekki nógu mörg. Atvinna Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Arnar Snæbjörnsson bílastæðavörður hefur verið starfinu sínu í tæp sjö ár. Hann byrjaði sem stöðumælavörður en er nú bílastæðavörður í Ráðhúsinu. "Það var stundum talsvert álag að vera úti við stöðumælavörsluna, fólk er auðvitað aldrei ánægt með sektirnar og lætur það stundum bitna á vörðunum. En við erum bara að vinna starfið okkar," segir Arnar. Nú sér Arnar um bílastæðahúsið undir Ráðhúsinu og stæðið í Vonarstræti og hefur aðsetur inni í Ráðhúsi. "Mér líka þetta vel, starfið er auðvitað frekar einhæft en á móti kemur að hér er margt skemmtilegt fólk og góður andi. Ég vinn alla virka daga frá 8-18 og er á bakvöktum þriðju hverja helgi. Bakvaktirnar felast meðal annars í að opna fyrir fólki sem hefur orðið innlyksa með bílana sína í bílastæðahúsum, en það gerist þó æ sjaldnar. Dagsdaglega hef ég umsjón með bílastæðunum, sel út laus stæði og passa að alltaf séu laus stæði fyrir fólk sem hefur keypt sér mánaðarkort. Ég aðstoða líka ef fólk lendir í vandræðum með sjálfsalann og þvíumlíkt." Arnar segist ekki fá miklar kvartanir enda séu ákveðnar vinnureglur í gangi. "Við bjóðum fólki einfaldlega að fylla út kvörtunareyðublöð og sendum þau svo til Bílastæðasjóðs sem skoðar málið." Hann segist ekki kvarta yfir kaupinu, en yfirvinnan sé auðvitað það sem heldur kaupinu uppi. "Svo eru ákveðin fríðindi, við fáum föt, afslátt af matarmiðum í Ráðhúsinu og frítt í strætó." En bílastæði? "Jú, við höfum bílastæði, en þurfum að víkja ef allt er orðið fullt," segir Arnar, og tekur undir að bílastæðin í miðbænum séu ekki nógu mörg.
Atvinna Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira